Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2017 11:57 Víst er að margur Íslendingurinn myndi fagna 169,90 krónum á lítrann verði verðið að veruleika. Vísir/Ernir Allt er að verða klárt fyrir opnun Costco við Kauptún í Garðabæ á þriðjudaginn. Prófanir hafa staðið yfir við eldsneytisbúnaðinn undanfarna daga en Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco, staðfesti við Fréttablaðið í gær að bensínstöðvarnar yrðu opnaðar fyrr en verslunin. Nokkrum dögum fyrr. Fjórir dagar eru til opnunar og blasir verðið 169,90 krónur á lítrann við þeim sem eiga leið framhjá bensíndælunum. Sama verð er á öllum dælunum sem eru tólf. Sex box þar sem hægt er að dæla báðum megin. Virðist allt klárt til að setja upp tvær til viðbótar. Bensíndælur Costco í Kauptúni.Vísir/GVA Í frétt DV í morgun segir að ekki sé um rétt verð að ræða. Hvað sem veldur lækkaði verð Orkunnar á bensíni á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Hægt er að kaupa bensín hjá Orkunni á 185,70 krónur á lítrann á Eiðistorgi, Miklubraut, Skemmuvegi og Spönginni eftir því sem fram kemur á vefsíðunni bensinverd.is sem byggir á tilkynningum frá olíufélögunum. Verðið hjá Orkunni lækkaði um tvær krónur á tólfa tímanum en það var 187,50 krónur. Lítraverðið á dælunum hjá Costco hefur undanfarinn sólarhring verið 169,90 krónur fyrir bensín og 164,90 krónur fyrir dísel. Fróðlegt verður að sjá hvort sama verð verði á dælunum þegar opnað verður fyrir sölu. Verðið sem dælurnar sýna er 169,90 krónur á lítrann fyrir bensín og 164,90 krónur á lítrann fyrir díselinn.Vísir/Ernir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Ljóst má telja að Costco-liðar eru meðvitaðir um hvaða verð þeir sýna á dælum sínum og þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á opnuninni. Costco er þekkt fyrir að bjóða lægra bensínverð en samkeppnisaðilinn til þess að teyma viðskiptavini sína til sín og kaupa aðrar vörur í versluninni. Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009.Uppfært klukkan 13:05Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, segir í svari við fyrirspurn Vísis að nú standi yfir prófun á búnaði og þjálfun starfsfólks.„Bensínverðið hefur ekki enn verið ákveðið. Verðið verður birt við opnun,“ segir Pappas. Mögulegt sé að bensínstöðin opni óformlega áður en verslunin verði opnuð á þriðjudagsmorgun.Hann sé ekki tilbúinn að tjá sig um mögulegt bensínverð sem stendur. Það sé þó markmið Costco að hjálpa meðlimum að spara peninga við öll kaup hjá Costco og þar sé benín og dísel engin undantekning. Mest lesið Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Sjá meira
Allt er að verða klárt fyrir opnun Costco við Kauptún í Garðabæ á þriðjudaginn. Prófanir hafa staðið yfir við eldsneytisbúnaðinn undanfarna daga en Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco, staðfesti við Fréttablaðið í gær að bensínstöðvarnar yrðu opnaðar fyrr en verslunin. Nokkrum dögum fyrr. Fjórir dagar eru til opnunar og blasir verðið 169,90 krónur á lítrann við þeim sem eiga leið framhjá bensíndælunum. Sama verð er á öllum dælunum sem eru tólf. Sex box þar sem hægt er að dæla báðum megin. Virðist allt klárt til að setja upp tvær til viðbótar. Bensíndælur Costco í Kauptúni.Vísir/GVA Í frétt DV í morgun segir að ekki sé um rétt verð að ræða. Hvað sem veldur lækkaði verð Orkunnar á bensíni á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Hægt er að kaupa bensín hjá Orkunni á 185,70 krónur á lítrann á Eiðistorgi, Miklubraut, Skemmuvegi og Spönginni eftir því sem fram kemur á vefsíðunni bensinverd.is sem byggir á tilkynningum frá olíufélögunum. Verðið hjá Orkunni lækkaði um tvær krónur á tólfa tímanum en það var 187,50 krónur. Lítraverðið á dælunum hjá Costco hefur undanfarinn sólarhring verið 169,90 krónur fyrir bensín og 164,90 krónur fyrir dísel. Fróðlegt verður að sjá hvort sama verð verði á dælunum þegar opnað verður fyrir sölu. Verðið sem dælurnar sýna er 169,90 krónur á lítrann fyrir bensín og 164,90 krónur á lítrann fyrir díselinn.Vísir/Ernir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Ljóst má telja að Costco-liðar eru meðvitaðir um hvaða verð þeir sýna á dælum sínum og þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á opnuninni. Costco er þekkt fyrir að bjóða lægra bensínverð en samkeppnisaðilinn til þess að teyma viðskiptavini sína til sín og kaupa aðrar vörur í versluninni. Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009.Uppfært klukkan 13:05Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, segir í svari við fyrirspurn Vísis að nú standi yfir prófun á búnaði og þjálfun starfsfólks.„Bensínverðið hefur ekki enn verið ákveðið. Verðið verður birt við opnun,“ segir Pappas. Mögulegt sé að bensínstöðin opni óformlega áður en verslunin verði opnuð á þriðjudagsmorgun.Hann sé ekki tilbúinn að tjá sig um mögulegt bensínverð sem stendur. Það sé þó markmið Costco að hjálpa meðlimum að spara peninga við öll kaup hjá Costco og þar sé benín og dísel engin undantekning.
Mest lesið Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Sjá meira