Tólf hundruð mótmæla áformum um sameiningu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2017 13:25 Mirra Sjöfn afhenti Kristjáni Þór undirskriftalistann. vísir/gva Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra fékk afhentan undirskriftalista í dag með 1200 undirskriftum þar sem sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans er mótmælt. Skólameistarar skólanna tveggja og ráðherra funduðu í morgun vegna áformanna. Fyrirhuguð sameining hefur verið umdeild og fallið í grýttan jarðveg meðal nemenda og kennara við Fjölbraut í Ármúla. Þá hefur stjórnarandstaðan sömuleiðis gagnrýnt áformin meðal annars vegna þess að málið kom ekki til kasta þingsins, en ákvörðunarvald liggur hjá ráðherra. Hvorugur skólameistaranna hefur viljað tjá sig um málið við fréttastofu, en Kristján Þór Júlíusson sagði engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Allsherjar- og menntamálanefnd kemur saman klukkan hálf tvö til þess að ræða málið og munu gestir koma fyrir nefndina, samkvæmt dagskrá. Nemendur við Ármúla hafa sagst uggandi yfir stöðunni og efndu til undirskriftasöfnunar vegna málsins. Tólf hundruð undirskriftir hafa safnast og verða þær afhendar ráðherra eftir hádegi í dag. Um er að ræða undirskriftir frá kennurum, nemendum og velunnurum Ármúla. Mirra Sjöfn Jónasdóttir nemandi stóð fyrir söfnuninni. „Við viljum ekki meiri einkavæðingu í fyrsta lagi. Í öðru lagi hvernig var farið að þessu. Það á að vera í samráði við kennara, starfsfólk og nemendur líka í skólum ef það á að gera svona. Það var ekki gert. Og tímasetningin var algjörlega röng “ Hún segir nemendur afar ósátta. „Þeir hafa allir verið mjög ósáttir og það var mjög erfitt að fá að vita þetta bara rétt fyrir próf og ég held að það hafi örugglega ekki hjálpað einbeitingunni í próflestri að vita með óvissuna af þessum fréttum,“ segir Mirra Sjöfn. Þegar fréttastofa náði tali af Kristjáni Þór í morgun sagðist hann ætla að taka glaður á móti undirskriftunum. „Ég móttek þær bara með ánægju. Það er gott að vita af góðum hug til skólans," sagði Kristján Þór. Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra fékk afhentan undirskriftalista í dag með 1200 undirskriftum þar sem sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans er mótmælt. Skólameistarar skólanna tveggja og ráðherra funduðu í morgun vegna áformanna. Fyrirhuguð sameining hefur verið umdeild og fallið í grýttan jarðveg meðal nemenda og kennara við Fjölbraut í Ármúla. Þá hefur stjórnarandstaðan sömuleiðis gagnrýnt áformin meðal annars vegna þess að málið kom ekki til kasta þingsins, en ákvörðunarvald liggur hjá ráðherra. Hvorugur skólameistaranna hefur viljað tjá sig um málið við fréttastofu, en Kristján Þór Júlíusson sagði engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Allsherjar- og menntamálanefnd kemur saman klukkan hálf tvö til þess að ræða málið og munu gestir koma fyrir nefndina, samkvæmt dagskrá. Nemendur við Ármúla hafa sagst uggandi yfir stöðunni og efndu til undirskriftasöfnunar vegna málsins. Tólf hundruð undirskriftir hafa safnast og verða þær afhendar ráðherra eftir hádegi í dag. Um er að ræða undirskriftir frá kennurum, nemendum og velunnurum Ármúla. Mirra Sjöfn Jónasdóttir nemandi stóð fyrir söfnuninni. „Við viljum ekki meiri einkavæðingu í fyrsta lagi. Í öðru lagi hvernig var farið að þessu. Það á að vera í samráði við kennara, starfsfólk og nemendur líka í skólum ef það á að gera svona. Það var ekki gert. Og tímasetningin var algjörlega röng “ Hún segir nemendur afar ósátta. „Þeir hafa allir verið mjög ósáttir og það var mjög erfitt að fá að vita þetta bara rétt fyrir próf og ég held að það hafi örugglega ekki hjálpað einbeitingunni í próflestri að vita með óvissuna af þessum fréttum,“ segir Mirra Sjöfn. Þegar fréttastofa náði tali af Kristjáni Þór í morgun sagðist hann ætla að taka glaður á móti undirskriftunum. „Ég móttek þær bara með ánægju. Það er gott að vita af góðum hug til skólans," sagði Kristján Þór.
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Sjá meira