Assange ýjar að því að hann verði áfram í sendiráði Ekvador í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2017 17:53 Julian Assange á svölum sendiráðs Ekvador í London í dag. vísir/getty Julian Assange, stofnandi Wikileaks, flutti ávarp á svölum sendiráðs Ekvadors í London síðdegis en yfirvöld í Svíþjóð tilkynntu í dag að nauðgunarkæra gegn honum sem lögð fram árið 2010 hefði verið látin niður falla. Assange ýjaði að því að hann verði áfram í sendiráði Ekvador í London en hann hefur verið í raun í stofufangelsi þar síðan 2012 þar sem sænsk yfirvöld höfðu gefið út handtökuskipun gegn honum vegna meintra kynferðisbrota Assange. Fjölmiðlar og almenningur fylgdust með þegar Assange flutti ávarp sitt í dag. Hann sagði að dagurinn í dag væri mikilvægur sigur fyrir hann og þau mannréttindi sem Sameinuðu þjóðirnar hafi í heiðri. „En það strokar þó ekki út árin sem ég hef verið í stofufangelsi án ákæru og í næstum fimm ár í þessu sendiráði án sólarljóss, sjö ár án ákæru þar sem börnin mín ólust upp án mín. Þetta er eitthvað sem ég get ekki gleymt, eitthvað sem ég get ekki fyrirgefið,“ sagði Assange. Þá sagði hann jafnframt að þó að bardaginn væri búinn þá væri stríðið rétt að byrja en bresk yfirvöld hafa sagt að þau muni handtaka hann þrátt fyrir að búið sé að fella málið gegn honum í Svíþjóð niður. Það er vegna þess að hann kom sér undan tryggingu þegar hann fór í sendiráðið. Assange mótmælti þessum áformum breskra yfirvalda. „Krafan um að Bretar geti handtekið mig fyrir að að sækja um hæli í máli þar sem engin ákæra liggur fyrir er einfaldlega óverjandi. Lögmenn mínir hafa sett sig í samband við bresk yfirvöld og við vonumst til að eiga samtal við þau um það hvaða leið er vænlegust til að halda áfram,“ sagði Assange og bætti því við að hann hefði ekki búist við því frá Bretum að framselja fólk án þess að búið væri að gefa út ákæru gegn þeim. Bretar hafa ekki viljað gefa það upp hvort að Assange verði framseldur til Bandaríkjanna ef hann yfirgefur ekvadoríska sendiráðið í London. Allar líkur eru á því að Assange eigi yfir höfði sér ákæru í Bandaríkjunum vegna leka á trúnaðarupplýsingum frá stofnunum á borð við CIA og bandaríska herinn. Það verður því að teljast nokkuð ólíklegt að Assange yfirgefi sendiráð Ekvador í London í bráð en í ávarpi sínu í dag þakkaði hann ekvadorískum yfirvöldum fyrir að hafa veitt sér hæli þrátt fyrir mikinn þrýsting um að gera það ekki. Tengdar fréttir Svíar hættir að eltast við Assange Hafa fellt niður rannsókn á meintri nauðgun Assange. 19. maí 2017 10:15 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, flutti ávarp á svölum sendiráðs Ekvadors í London síðdegis en yfirvöld í Svíþjóð tilkynntu í dag að nauðgunarkæra gegn honum sem lögð fram árið 2010 hefði verið látin niður falla. Assange ýjaði að því að hann verði áfram í sendiráði Ekvador í London en hann hefur verið í raun í stofufangelsi þar síðan 2012 þar sem sænsk yfirvöld höfðu gefið út handtökuskipun gegn honum vegna meintra kynferðisbrota Assange. Fjölmiðlar og almenningur fylgdust með þegar Assange flutti ávarp sitt í dag. Hann sagði að dagurinn í dag væri mikilvægur sigur fyrir hann og þau mannréttindi sem Sameinuðu þjóðirnar hafi í heiðri. „En það strokar þó ekki út árin sem ég hef verið í stofufangelsi án ákæru og í næstum fimm ár í þessu sendiráði án sólarljóss, sjö ár án ákæru þar sem börnin mín ólust upp án mín. Þetta er eitthvað sem ég get ekki gleymt, eitthvað sem ég get ekki fyrirgefið,“ sagði Assange. Þá sagði hann jafnframt að þó að bardaginn væri búinn þá væri stríðið rétt að byrja en bresk yfirvöld hafa sagt að þau muni handtaka hann þrátt fyrir að búið sé að fella málið gegn honum í Svíþjóð niður. Það er vegna þess að hann kom sér undan tryggingu þegar hann fór í sendiráðið. Assange mótmælti þessum áformum breskra yfirvalda. „Krafan um að Bretar geti handtekið mig fyrir að að sækja um hæli í máli þar sem engin ákæra liggur fyrir er einfaldlega óverjandi. Lögmenn mínir hafa sett sig í samband við bresk yfirvöld og við vonumst til að eiga samtal við þau um það hvaða leið er vænlegust til að halda áfram,“ sagði Assange og bætti því við að hann hefði ekki búist við því frá Bretum að framselja fólk án þess að búið væri að gefa út ákæru gegn þeim. Bretar hafa ekki viljað gefa það upp hvort að Assange verði framseldur til Bandaríkjanna ef hann yfirgefur ekvadoríska sendiráðið í London. Allar líkur eru á því að Assange eigi yfir höfði sér ákæru í Bandaríkjunum vegna leka á trúnaðarupplýsingum frá stofnunum á borð við CIA og bandaríska herinn. Það verður því að teljast nokkuð ólíklegt að Assange yfirgefi sendiráð Ekvador í London í bráð en í ávarpi sínu í dag þakkaði hann ekvadorískum yfirvöldum fyrir að hafa veitt sér hæli þrátt fyrir mikinn þrýsting um að gera það ekki.
Tengdar fréttir Svíar hættir að eltast við Assange Hafa fellt niður rannsókn á meintri nauðgun Assange. 19. maí 2017 10:15 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Svíar hættir að eltast við Assange Hafa fellt niður rannsókn á meintri nauðgun Assange. 19. maí 2017 10:15
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“