Fyrsta þrennan í fyrstu umferð á þessari öld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2017 06:00 Lennon í leik með FH. vísir/stefán FH-ingurinn Steven Lennon mætir til leiks í frábæru formi. Þessi snjalli sóknarmaður ætlar sér stóra hluti með FH í Pepsi-deildinni í sumar og frammistaða hans á Akranesvellinum á sunnudaginn sýndi að þetta gæti orðið sögulegt sumar fyrir Skotann. Metið staðið frá árinu 1978 Markamet efstu deildar hefur staðið óbreytt í næstum því fjóra áratugi eða síðan Pétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir Skagamenn sumarið 1978. Þrír menn hafa náð að jafna það, Guðmundur Torfason (Fram 1986), Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV 1997), en enginn hefur enn náð að brjóta tuttugu marka múrinn. Í raun hefur enginn skorað meira en sextán mörk síðustu tvo áratugi. Þetta er tíunda tólf liða tímabilið en hingað til hafa fjórir aukaleikir því ekki hjálpað markakóngum deildarinnar að komast nálægt markametinu fyrsta áratuginn. Enginn leikmaður hefur þó byrjað jafn vel í 22 leikja deild og Lennon í ár.Oft löng bið eftir fyrstu þrennu Steven Lennon varð nefnilega fyrsti leikmaðurinn á þessari öld til að skora þrennu í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar. Síðastur til að afreka slíkt var Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson 21. maí 1999. Steingrímur endaði það sumar sem markahæsti leikmaður deildarinnar. Það hefur oft þurft að bíða lengi eftir fyrstu þrennu tímabilsins. Fyrir þremur árum leit fyrsta þrennan ekki dagsins ljós fyrr en í lok september en í fyrra var fyrsta þrennan skoruð í lok júní. Lennon skoraði líka fyrstu þrennuna sumarið 2015 en hún kom í 6. umferð sem var í lok maí. Lennon innsiglaði þrennuna sína á móti ÍA eftir stoðsendingu frá 113 marka manninum Atla Viðari Björnssyni. Atli Viðar er langmarkahæsti leikmaður FH í efstu deild en þrennan á sunnudaginn kom Lennon upp fyrir Andra Marteinsson og inn á topp tíu listann yfir markahæstu leikmenn FH í efstu deild frá upphafi. Síðasta sumar byrjaði reyndar líka vel hjá Skotanum því annað árið í röð var Steven Lennon að skora fyrsta mark tímabilsins. Því hefur enginn áður náð í nútíma fótbolta. Hann er einn af fjórum frá 1960 sem hefur skorað tvisvar sinnum fyrsta mark Íslandsmótsins.Hefur æft rosalega vel í vetur „Hann hefur æft alveg rosalega vel í vetur. Hann sýndi það í þessum leik hversu megnugur hann er,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins eftir leikinn. Lennon sjálfur viðurkenndi að hann hefði skafið af sér og hafi gerbreytt hugsunarhætti sínum í vetur. Uppskeran var frábær í fyrsta leik en svo á eftir að koma í ljós hvernig framhaldið verður hjá honum. Lágmarkið hlýtur að vera að brjóta loksins tíu marka múrinn en því hefur Lennon ekki náð á fyrstu sex tímabilum sínum á Íslandi. Þrennur í 1. umferð frá 1977 til 2017: 1983: Hlynur Stefánsson fyrir ÍBV á móti ÍBÍ 1994: Tómas Ingi Tómasson fyrir KR á móti Breiðabliki 1995: Jón Þór Andrésson fyrir Leiftur á móti Fram 1995: Tryggvi Guðmundsson fyrir ÍBV á móti Val 1999: Steingrímur Jóhannesson fyrir ÍBV á móti Leiftri 2017: Steven Lennon fyrir FH á móti ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Lennon og öll mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Pepsi-deild karla hófst í gær með þremur leikjum. Mesta fjörið var á Akranesi þar sem Íslandsmeistarar FH unnu ÍA með fjórum mörkum gegn tveimur. 1. maí 2017 14:30 „Algjör yfirburðamaður á vellinum“ | Sjáðu greiningu Óskars Hrafns Steven Lennon var besti maður vallarins þegar FH vann 2-4 sigur á ÍA á Akranesi í 1. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrradag. 2. maí 2017 12:45 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
FH-ingurinn Steven Lennon mætir til leiks í frábæru formi. Þessi snjalli sóknarmaður ætlar sér stóra hluti með FH í Pepsi-deildinni í sumar og frammistaða hans á Akranesvellinum á sunnudaginn sýndi að þetta gæti orðið sögulegt sumar fyrir Skotann. Metið staðið frá árinu 1978 Markamet efstu deildar hefur staðið óbreytt í næstum því fjóra áratugi eða síðan Pétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir Skagamenn sumarið 1978. Þrír menn hafa náð að jafna það, Guðmundur Torfason (Fram 1986), Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV 1997), en enginn hefur enn náð að brjóta tuttugu marka múrinn. Í raun hefur enginn skorað meira en sextán mörk síðustu tvo áratugi. Þetta er tíunda tólf liða tímabilið en hingað til hafa fjórir aukaleikir því ekki hjálpað markakóngum deildarinnar að komast nálægt markametinu fyrsta áratuginn. Enginn leikmaður hefur þó byrjað jafn vel í 22 leikja deild og Lennon í ár.Oft löng bið eftir fyrstu þrennu Steven Lennon varð nefnilega fyrsti leikmaðurinn á þessari öld til að skora þrennu í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar. Síðastur til að afreka slíkt var Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson 21. maí 1999. Steingrímur endaði það sumar sem markahæsti leikmaður deildarinnar. Það hefur oft þurft að bíða lengi eftir fyrstu þrennu tímabilsins. Fyrir þremur árum leit fyrsta þrennan ekki dagsins ljós fyrr en í lok september en í fyrra var fyrsta þrennan skoruð í lok júní. Lennon skoraði líka fyrstu þrennuna sumarið 2015 en hún kom í 6. umferð sem var í lok maí. Lennon innsiglaði þrennuna sína á móti ÍA eftir stoðsendingu frá 113 marka manninum Atla Viðari Björnssyni. Atli Viðar er langmarkahæsti leikmaður FH í efstu deild en þrennan á sunnudaginn kom Lennon upp fyrir Andra Marteinsson og inn á topp tíu listann yfir markahæstu leikmenn FH í efstu deild frá upphafi. Síðasta sumar byrjaði reyndar líka vel hjá Skotanum því annað árið í röð var Steven Lennon að skora fyrsta mark tímabilsins. Því hefur enginn áður náð í nútíma fótbolta. Hann er einn af fjórum frá 1960 sem hefur skorað tvisvar sinnum fyrsta mark Íslandsmótsins.Hefur æft rosalega vel í vetur „Hann hefur æft alveg rosalega vel í vetur. Hann sýndi það í þessum leik hversu megnugur hann er,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins eftir leikinn. Lennon sjálfur viðurkenndi að hann hefði skafið af sér og hafi gerbreytt hugsunarhætti sínum í vetur. Uppskeran var frábær í fyrsta leik en svo á eftir að koma í ljós hvernig framhaldið verður hjá honum. Lágmarkið hlýtur að vera að brjóta loksins tíu marka múrinn en því hefur Lennon ekki náð á fyrstu sex tímabilum sínum á Íslandi. Þrennur í 1. umferð frá 1977 til 2017: 1983: Hlynur Stefánsson fyrir ÍBV á móti ÍBÍ 1994: Tómas Ingi Tómasson fyrir KR á móti Breiðabliki 1995: Jón Þór Andrésson fyrir Leiftur á móti Fram 1995: Tryggvi Guðmundsson fyrir ÍBV á móti Val 1999: Steingrímur Jóhannesson fyrir ÍBV á móti Leiftri 2017: Steven Lennon fyrir FH á móti ÍA
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Lennon og öll mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Pepsi-deild karla hófst í gær með þremur leikjum. Mesta fjörið var á Akranesi þar sem Íslandsmeistarar FH unnu ÍA með fjórum mörkum gegn tveimur. 1. maí 2017 14:30 „Algjör yfirburðamaður á vellinum“ | Sjáðu greiningu Óskars Hrafns Steven Lennon var besti maður vallarins þegar FH vann 2-4 sigur á ÍA á Akranesi í 1. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrradag. 2. maí 2017 12:45 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
Sjáðu þrennuna hjá Lennon og öll mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Pepsi-deild karla hófst í gær með þremur leikjum. Mesta fjörið var á Akranesi þar sem Íslandsmeistarar FH unnu ÍA með fjórum mörkum gegn tveimur. 1. maí 2017 14:30
„Algjör yfirburðamaður á vellinum“ | Sjáðu greiningu Óskars Hrafns Steven Lennon var besti maður vallarins þegar FH vann 2-4 sigur á ÍA á Akranesi í 1. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrradag. 2. maí 2017 12:45