Í þáttunum keppa þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson á móti þeim Sverri Þór Sverrissyni og Péturi Jóhanni Sigfússyni líkt og í síðustu þáttaröð.
Asíski draumurinn er framhald af Evrópska draumnum sem og Ameríska draumnum en þeir þættir voru sýndir á Stöð 2 á árunum 2010 og 2012.
Það hafði í raun alltaf verið draumur Steinda að fá að baða fíl. Eftir að hafa gefið fílunum yfir hundrað banana unnu þeir traust þeirra og fengu að fara á bak. Því næst böðuðu þeir fílana og má sjá hvernig til tókst hér að neðan.