Að stuðla að óheilsu Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að leyfa sölu á vodka, bjór og öðru áfengi í matvöruverslunum auk þess sem heimilað verður að auglýsa áfengi í fjölmiðlum. Frumvarpsflytjendur hafna því að neysla áfengis muni aukast ef það nær fram að ganga, þvert á rökstuddar umsagnir stofnana eins og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, Embættis landlæknis og Umboðsmanns barna um að samþykkt þess hafi ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Verra er að í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að aukin áfengisneysla hafi afleiðingar. Ef aðgengi að áfengi er aukið verða afleiðingar þess aukin neysla sem leiðir til meiri félags- og heilbrigðislegra vandamála. Fjarvistir frá vinnu munu aukast, sem og ölvunarakstur, innlagnir á sjúkrahús, aukinn þrýstingur verður á félagsmálayfirvöld og lögreglu. Ef skoðað er hvaða áhrif aukin áfengisneysla muni hafa á heilbrigði fólks er nóg að líta til Danmerkur, en þar er tíðni skorpulifrar 26 á hverja 100 þúsund hjá körlum en sambærileg tala á Íslandi er 3,3. Þess má geta að Danir lifa nokkrum árum skemur en Íslendingar. Af hverju nefni ég Danmörku í þessu sambandi? Jú, frumvarpsflytjendur vilja fá sama fyrirkomulag á sölu áfengis eins og tíðkast í Danmörku. Við megum taka upp margt jákvætt frá Dönum, en sleppum að taka upp þeirra áfengisómenningu. Ljóst er að umrætt frumvarp gengur gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum frá árinu 2014, þar sem m.a. kemur fram að takmarka beri aðgengi að áfengi með aðhaldssömu sölufyrirkomulagi. Heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann styðji ekki breytingar sem leiði til meiri áfengisneyslu en hefur samt ekki gefið upp afstöðu sína til frumvarpsins, heldur ætlar hann að fylgjast með þinglegri meðferð þess. Afstaða ráðherrans er köld kveðja til aðila sem berjast á degi hverjum í forvarnastarfi gegn aukinni áfengisneyslu. Því er viðeigandi að minna ráðherra á að heilbrigðisráðuneytið ber ábyrgð á forvörnum og lýðheilsu í landinu sem hefur að markmiði að allar aðgerðir hins opinbera og annarra skulu miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, en ekki stuðla að aukinni óheilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að leyfa sölu á vodka, bjór og öðru áfengi í matvöruverslunum auk þess sem heimilað verður að auglýsa áfengi í fjölmiðlum. Frumvarpsflytjendur hafna því að neysla áfengis muni aukast ef það nær fram að ganga, þvert á rökstuddar umsagnir stofnana eins og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, Embættis landlæknis og Umboðsmanns barna um að samþykkt þess hafi ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Verra er að í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að aukin áfengisneysla hafi afleiðingar. Ef aðgengi að áfengi er aukið verða afleiðingar þess aukin neysla sem leiðir til meiri félags- og heilbrigðislegra vandamála. Fjarvistir frá vinnu munu aukast, sem og ölvunarakstur, innlagnir á sjúkrahús, aukinn þrýstingur verður á félagsmálayfirvöld og lögreglu. Ef skoðað er hvaða áhrif aukin áfengisneysla muni hafa á heilbrigði fólks er nóg að líta til Danmerkur, en þar er tíðni skorpulifrar 26 á hverja 100 þúsund hjá körlum en sambærileg tala á Íslandi er 3,3. Þess má geta að Danir lifa nokkrum árum skemur en Íslendingar. Af hverju nefni ég Danmörku í þessu sambandi? Jú, frumvarpsflytjendur vilja fá sama fyrirkomulag á sölu áfengis eins og tíðkast í Danmörku. Við megum taka upp margt jákvætt frá Dönum, en sleppum að taka upp þeirra áfengisómenningu. Ljóst er að umrætt frumvarp gengur gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum frá árinu 2014, þar sem m.a. kemur fram að takmarka beri aðgengi að áfengi með aðhaldssömu sölufyrirkomulagi. Heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann styðji ekki breytingar sem leiði til meiri áfengisneyslu en hefur samt ekki gefið upp afstöðu sína til frumvarpsins, heldur ætlar hann að fylgjast með þinglegri meðferð þess. Afstaða ráðherrans er köld kveðja til aðila sem berjast á degi hverjum í forvarnastarfi gegn aukinni áfengisneyslu. Því er viðeigandi að minna ráðherra á að heilbrigðisráðuneytið ber ábyrgð á forvörnum og lýðheilsu í landinu sem hefur að markmiði að allar aðgerðir hins opinbera og annarra skulu miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, en ekki stuðla að aukinni óheilsu.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar