Braust inn og makaði blóði á veggina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2017 19:02 Maðurinn var sakfelldur fyrir húsbrot, þjófnaði, tilraun til ráns, hylmingu og fíkniefnalagabrot. Vísir/GVA Karlmaður á þrítugsaldri, Baldur Kolbeinsson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot; húsbrot, þjófnaði, tilraun til ráns, hylmingu og fíkniefnalagabrot. Afbrotin voru ellefu talsins en maðurinn á talsverðan sakaferil að baki.Veittist að erlendum ferðamanni og tók töskuna hans Baldri var meðal annars gefið að sök að hafa ráðist á erlendan ferðamann á BSÍ í Reykjavík í febrúar síðastliðnum, tekið af honum töskuna og neitað að skila henni nema gegn greiðslu. Hann var sagður hafa tekið ferðamanninn haustaki og hrint honum í jörðina. Þá hafi hann reynt að taka fimm þúsund króna seðil sem ferðamaðurinn var að taka út úr hraðbanka.Fram kom í tilkynningu frá lögreglu þennan dag að ferðamaðurinn hafi fundið til í höfði og verið ringlaður, en ekki með sjáanlega áverka.Makaði blóði á veggina Þá var Baldur sakfelldur fyrir húsbrot með því að hafa, ásamt öðrum manni í febrúar, farið inn í mannlausa íbúð að Maríubakka í Breiðholti og makað blóði á veggi hennar. Sömuleiðis hafi hann spennt upp glugga að íbúð við Grettisgötu og stolið þaðan Apple fartölvu, Samsung spjaldtölvu, GoPro tösku, tvennum heyrnartólum, dagbók, lyfjum og hníf en munirnir fundust í fórum mannsins við handtöku. Baldur var sakfelldur fyrir ýmis önnur brot og játaði hann þau öll skýlaust. Hann hefur tólf sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni frá árinu 2007, en hann er fæddur árið 1990. Tengdar fréttir Veittist að ferðamanni á BSÍ og tók töskuna hans Karlmaður í annarlegu ástandi tók erlendan ferðamann haustaki og hrinti honum í jörðina um klukkan hálf sjö á BSÍ í gærkvöldi. 17. febrúar 2017 07:38 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri, Baldur Kolbeinsson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot; húsbrot, þjófnaði, tilraun til ráns, hylmingu og fíkniefnalagabrot. Afbrotin voru ellefu talsins en maðurinn á talsverðan sakaferil að baki.Veittist að erlendum ferðamanni og tók töskuna hans Baldri var meðal annars gefið að sök að hafa ráðist á erlendan ferðamann á BSÍ í Reykjavík í febrúar síðastliðnum, tekið af honum töskuna og neitað að skila henni nema gegn greiðslu. Hann var sagður hafa tekið ferðamanninn haustaki og hrint honum í jörðina. Þá hafi hann reynt að taka fimm þúsund króna seðil sem ferðamaðurinn var að taka út úr hraðbanka.Fram kom í tilkynningu frá lögreglu þennan dag að ferðamaðurinn hafi fundið til í höfði og verið ringlaður, en ekki með sjáanlega áverka.Makaði blóði á veggina Þá var Baldur sakfelldur fyrir húsbrot með því að hafa, ásamt öðrum manni í febrúar, farið inn í mannlausa íbúð að Maríubakka í Breiðholti og makað blóði á veggi hennar. Sömuleiðis hafi hann spennt upp glugga að íbúð við Grettisgötu og stolið þaðan Apple fartölvu, Samsung spjaldtölvu, GoPro tösku, tvennum heyrnartólum, dagbók, lyfjum og hníf en munirnir fundust í fórum mannsins við handtöku. Baldur var sakfelldur fyrir ýmis önnur brot og játaði hann þau öll skýlaust. Hann hefur tólf sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni frá árinu 2007, en hann er fæddur árið 1990.
Tengdar fréttir Veittist að ferðamanni á BSÍ og tók töskuna hans Karlmaður í annarlegu ástandi tók erlendan ferðamann haustaki og hrinti honum í jörðina um klukkan hálf sjö á BSÍ í gærkvöldi. 17. febrúar 2017 07:38 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Veittist að ferðamanni á BSÍ og tók töskuna hans Karlmaður í annarlegu ástandi tók erlendan ferðamann haustaki og hrinti honum í jörðina um klukkan hálf sjö á BSÍ í gærkvöldi. 17. febrúar 2017 07:38