Sakfelld fyrir að sparka í andlitið á leigusalanum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2017 22:44 Maðurinn missti tvær framtennur við árásina. Vísir/Eyþór Kona á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot. Henni var gefið að sök að hafa sparkað í andlitið á leigusala sínum og að hafa haft í fórum sínum rúm þrjú grömm af maríjúna.Öskraði eins og dýr Kærasti konunnar hafði tekið herbergi á leigu á gistiheimili við Grjótagötu í Reykjavík í janúar 2015. Leigusalinn sagði kærasta konunnar hafa leitað til sín og sagst vera í vandræðum með húsnæði í tvær vikur, og að hann hafi þar af leiðandi útvegað manninum herbergi. Hann sagði manninn hafa verið eina nótt einn í herberginu en að konan hafi komið næsta dag. Þá hafi allt farið í háaloft; hávaði, rifrildi, skellir og slæm umgengni. Leigusalinn sagði það ekki ganga upp og bað þau um að fara. Þegar konan hafi neitað að afhenda lykilinn að herberginu hafi komið til átaka á milli sín og hennar. Hann sagði hana hafa reynt að bíta sig í höndina og svo sparkað í andlit sitt þegar hann teygði sig eftir lyklinum, með þeim afleiðingum að hann missti tvær tennur. Hún hafi svo gengið niður Aðalstrætið “öskrandi eins og dýr”, líkt og leigusalinn orðaði það fyrir dómi.Áverkarnir væntanlega eftir fall Konan sagðist hins vegar hafa verið að hlaupa undan leigusalanum og að þau hefðu fallið í jörðina. Áverkar hans hefðu væntanlega verið eftir það. Þá sagði hún manninn hafa ráðist á sig - ekki öfugt. Læknir sem skoðaði manninn taldi langlíklegast að áverkarnir hefðu komið við spark í andlitið og þá taldi tannlæknir áverkana varla geta komið til við að falla eða hrasa. Dómurinn taldi sannað að konan hefði gerst sek um þessa háttsemi og dæmdi hana í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Þá var henni gert að greiða leigusalanum 500 þúsund krónur í miskabætur og rúma milljón í tannlæknakostnað mannsins. Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Kona á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot. Henni var gefið að sök að hafa sparkað í andlitið á leigusala sínum og að hafa haft í fórum sínum rúm þrjú grömm af maríjúna.Öskraði eins og dýr Kærasti konunnar hafði tekið herbergi á leigu á gistiheimili við Grjótagötu í Reykjavík í janúar 2015. Leigusalinn sagði kærasta konunnar hafa leitað til sín og sagst vera í vandræðum með húsnæði í tvær vikur, og að hann hafi þar af leiðandi útvegað manninum herbergi. Hann sagði manninn hafa verið eina nótt einn í herberginu en að konan hafi komið næsta dag. Þá hafi allt farið í háaloft; hávaði, rifrildi, skellir og slæm umgengni. Leigusalinn sagði það ekki ganga upp og bað þau um að fara. Þegar konan hafi neitað að afhenda lykilinn að herberginu hafi komið til átaka á milli sín og hennar. Hann sagði hana hafa reynt að bíta sig í höndina og svo sparkað í andlit sitt þegar hann teygði sig eftir lyklinum, með þeim afleiðingum að hann missti tvær tennur. Hún hafi svo gengið niður Aðalstrætið “öskrandi eins og dýr”, líkt og leigusalinn orðaði það fyrir dómi.Áverkarnir væntanlega eftir fall Konan sagðist hins vegar hafa verið að hlaupa undan leigusalanum og að þau hefðu fallið í jörðina. Áverkar hans hefðu væntanlega verið eftir það. Þá sagði hún manninn hafa ráðist á sig - ekki öfugt. Læknir sem skoðaði manninn taldi langlíklegast að áverkarnir hefðu komið við spark í andlitið og þá taldi tannlæknir áverkana varla geta komið til við að falla eða hrasa. Dómurinn taldi sannað að konan hefði gerst sek um þessa háttsemi og dæmdi hana í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Þá var henni gert að greiða leigusalanum 500 þúsund krónur í miskabætur og rúma milljón í tannlæknakostnað mannsins.
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira