Mér fannst spennandi að taka skrefið til fulls 5. maí 2017 09:45 Helga við verkið Lífsmynstur sem er titilverk sýningarinnar. Vísir/Anton Brink Helga Arnalds opnar sína fyrstu einkasýningu á myndlist í SÍM salnum í Hafnarstræti 16 klukkan 17 í dag. Hún nefnist Lífsmynstur og þar er að finna akrílmálverk, blekteikningar og mónóþrykk. Helga er þekkt fyrir sýningar eigin leikhúss sem nefnist Tíu fingur en hún útskrifaðist úr myndlist frá Listaháskólanum árið 2008. Nú hefur Helga búið í Danmörku í eitt og hálft ár, nánar tiltekið í Árósum og segir það dásamlegt. „Maðurinn minn fór í tímabundið verkefni í Árósum og mér fannst það kærkomið tækifæri til að skipta aðeins um gír, það er aðeins annað tempó þar, fjölskylduvænna tempó,“ segir Helga, sem kveðst eiga átta ára dóttur og fjórtán ára son. „Svo skellti ég mér í frábæran skóla í Árósum. Bjóst við að fara þar í hobbímyndlist en þar eru rosa góðir kennarar og áherslur aðeins öðruvísi en hér heima. Danir eru líka svo góðir að tjá sig og spjalla um hlutina.“ Helga á langan og farsælan feril sem leikhúslistakona. Hún fékk Grímuna árið 2015 fyrir sýninguna Lífið sem var valin besta barnaleiksýning ársins og Sproti ársins. Sýning hennar Skrímslið litla systir mín var valin barnasýning ársins 2012. Hún hlaut einnig Íslensku bjartsýnisverðlaunin árið 2012. Í leikhúsinu voru sýningar Helgu á mörkum leiklistar og myndlistar og þar sagði hún sögur með fáum orðum en í Árósum kveðst hún í byrjun hafa einbeitt sér að myndlistinni. „Mér fannst spennandi að taka skrefið til fulls og á þessari sýningu eru bara málverk og teikningar.“ Ekki kveðst Helga þó hafa lagt spunavinnu með efni á hilluna því úti sé hún með verk sem líta megi á sem framhald af leikhúsvinnunni. „Þar fer ég meira út í gjörninga en það er ekkert sem ég hef sýnt enn opinberlega.“ Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Helga Arnalds opnar sína fyrstu einkasýningu á myndlist í SÍM salnum í Hafnarstræti 16 klukkan 17 í dag. Hún nefnist Lífsmynstur og þar er að finna akrílmálverk, blekteikningar og mónóþrykk. Helga er þekkt fyrir sýningar eigin leikhúss sem nefnist Tíu fingur en hún útskrifaðist úr myndlist frá Listaháskólanum árið 2008. Nú hefur Helga búið í Danmörku í eitt og hálft ár, nánar tiltekið í Árósum og segir það dásamlegt. „Maðurinn minn fór í tímabundið verkefni í Árósum og mér fannst það kærkomið tækifæri til að skipta aðeins um gír, það er aðeins annað tempó þar, fjölskylduvænna tempó,“ segir Helga, sem kveðst eiga átta ára dóttur og fjórtán ára son. „Svo skellti ég mér í frábæran skóla í Árósum. Bjóst við að fara þar í hobbímyndlist en þar eru rosa góðir kennarar og áherslur aðeins öðruvísi en hér heima. Danir eru líka svo góðir að tjá sig og spjalla um hlutina.“ Helga á langan og farsælan feril sem leikhúslistakona. Hún fékk Grímuna árið 2015 fyrir sýninguna Lífið sem var valin besta barnaleiksýning ársins og Sproti ársins. Sýning hennar Skrímslið litla systir mín var valin barnasýning ársins 2012. Hún hlaut einnig Íslensku bjartsýnisverðlaunin árið 2012. Í leikhúsinu voru sýningar Helgu á mörkum leiklistar og myndlistar og þar sagði hún sögur með fáum orðum en í Árósum kveðst hún í byrjun hafa einbeitt sér að myndlistinni. „Mér fannst spennandi að taka skrefið til fulls og á þessari sýningu eru bara málverk og teikningar.“ Ekki kveðst Helga þó hafa lagt spunavinnu með efni á hilluna því úti sé hún með verk sem líta megi á sem framhald af leikhúsvinnunni. „Þar fer ég meira út í gjörninga en það er ekkert sem ég hef sýnt enn opinberlega.“
Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira