Í seinasta þætti tóku þeir Sveppi og Pétur áskorun um að fara í svokallað Naked Sushi en þar er sushi borið fram á nöktum mannslíkama.
Sveppi skellti sér í Naked Sushi og tók sig bara ágætlega út eins og sjá má á klippunni hér fyrir neðan en Pétur bauð gestum og gangandi að kíkja inn og fá sér sushi af fögrum líkama Sveppa.