Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2017 09:52 Frakkar munu kjósa milli Emmanuel Macron og Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð forsetakosninganna á morgun. Vísir/afp Erfitt verður fyrir Emmanuel Macron og kosningalið hans að bregðast við því sem fram kemur í öllum þeim tölvupóstum og öðrum gögnum úr hans herbúðum sem lekið var á netið í gær þar sem kosningabaráttunni lauk formlega í gær. Macron fordæmdi í gærkvöldi árásina þar sem níu gígabæt af gögnum honum tengd var lekið á netið. Segir hann að þar sé að finna ósvikin skjöl sem blandað hafi verið við fölsuð skjöl til að villa fyrir kjósendum. Frakkar munu kjósa milli Macron og Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð forsetakosninganna á morgun. Skoðanakannanir síðustu daga hafa bent til að Macron hafi öruggt forskot á andstæðing sinn, Le Pen.Dreift á samfélagsmiðlum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. Macron og talsmönnum hans er þar með gert erfitt um vik að bregðast við því sem fram kemur án þess að gerast brotleg við kosningalög. Á sama tíma má telja líklegt að gögnunum sem lekið var verði dreift á samfélagsmiðlum og víðar. Tímasetning lekans virðist því á engan hátt vera einhver tilviljun, en gögnunum var stolið fyrir mörgum vikum.Árás á lýðræðið Talsmenn Macron sögðu í gær lekann vera „gríðarmikinn og samhæfðan“ og tilraun til að ráðast gegn lýðræðinu á sama hátt og gert var í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Talsmaður franskra yfirvalda segir að hvorki innanríkisráðuneytið né önnur ráðuneyti komi til með að tjá sig um málið þar sem bannað varð að fjalla um kosningarnar eftir miðnætti. Landskjörstjórn hefur skipað franska fjölmiðla til að fara varlega í umfjöllun um lekann og segir að hver sá sem birtir upplýsingar úr gögnunum fyrir kosningarnar verði ákærður. Hefur kjörstjórnin boðað til neyðarfundar í dag til að ræða málið. Ekki liggur fyrir hverjir standa að baki lekanum, en gögnin voru birt á síðunni Pastebin sem hýsir nafnlausar birtingar. Frakkland Tengdar fréttir Macron eykur fylgi sitt dagana fyrir kosningar Macron mælist með 62 prósent fylgi en Le Pen 38 prósent í nýrri könnun Elabe. 5. maí 2017 08:22 Framboð Macrons fordæmir gríðar mikinn leka úr herbúðum frambjóðandans Segir hakkara reyna að grafa undan framboði hans. 5. maí 2017 22:45 Gera lokatilraun til að sannfæra kjósendur á síðasta degi kosningabaráttunnar Miðjumaðurinn Emmanuel Macron, sem leiðir í könnunum, ætlar að heimsækja borgina Rodez í dag sem er í suðurhluta landsins. 5. maí 2017 07:37 Macron ætlar í mál gegn þeim sem ásaka hann um að eiga aflandsfélag Forsetaframbjóðandi í Frakklandi sakaður um að eiga aflandsfélag. Neitar ásökunum og ætlar í mál gegn síðum sem halda því fram. Andstæðingur hans vakti máls á meintu aflandsfélagi í sjónvarpskappræðum þeirra. 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Erfitt verður fyrir Emmanuel Macron og kosningalið hans að bregðast við því sem fram kemur í öllum þeim tölvupóstum og öðrum gögnum úr hans herbúðum sem lekið var á netið í gær þar sem kosningabaráttunni lauk formlega í gær. Macron fordæmdi í gærkvöldi árásina þar sem níu gígabæt af gögnum honum tengd var lekið á netið. Segir hann að þar sé að finna ósvikin skjöl sem blandað hafi verið við fölsuð skjöl til að villa fyrir kjósendum. Frakkar munu kjósa milli Macron og Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð forsetakosninganna á morgun. Skoðanakannanir síðustu daga hafa bent til að Macron hafi öruggt forskot á andstæðing sinn, Le Pen.Dreift á samfélagsmiðlum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. Macron og talsmönnum hans er þar með gert erfitt um vik að bregðast við því sem fram kemur án þess að gerast brotleg við kosningalög. Á sama tíma má telja líklegt að gögnunum sem lekið var verði dreift á samfélagsmiðlum og víðar. Tímasetning lekans virðist því á engan hátt vera einhver tilviljun, en gögnunum var stolið fyrir mörgum vikum.Árás á lýðræðið Talsmenn Macron sögðu í gær lekann vera „gríðarmikinn og samhæfðan“ og tilraun til að ráðast gegn lýðræðinu á sama hátt og gert var í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Talsmaður franskra yfirvalda segir að hvorki innanríkisráðuneytið né önnur ráðuneyti komi til með að tjá sig um málið þar sem bannað varð að fjalla um kosningarnar eftir miðnætti. Landskjörstjórn hefur skipað franska fjölmiðla til að fara varlega í umfjöllun um lekann og segir að hver sá sem birtir upplýsingar úr gögnunum fyrir kosningarnar verði ákærður. Hefur kjörstjórnin boðað til neyðarfundar í dag til að ræða málið. Ekki liggur fyrir hverjir standa að baki lekanum, en gögnin voru birt á síðunni Pastebin sem hýsir nafnlausar birtingar.
Frakkland Tengdar fréttir Macron eykur fylgi sitt dagana fyrir kosningar Macron mælist með 62 prósent fylgi en Le Pen 38 prósent í nýrri könnun Elabe. 5. maí 2017 08:22 Framboð Macrons fordæmir gríðar mikinn leka úr herbúðum frambjóðandans Segir hakkara reyna að grafa undan framboði hans. 5. maí 2017 22:45 Gera lokatilraun til að sannfæra kjósendur á síðasta degi kosningabaráttunnar Miðjumaðurinn Emmanuel Macron, sem leiðir í könnunum, ætlar að heimsækja borgina Rodez í dag sem er í suðurhluta landsins. 5. maí 2017 07:37 Macron ætlar í mál gegn þeim sem ásaka hann um að eiga aflandsfélag Forsetaframbjóðandi í Frakklandi sakaður um að eiga aflandsfélag. Neitar ásökunum og ætlar í mál gegn síðum sem halda því fram. Andstæðingur hans vakti máls á meintu aflandsfélagi í sjónvarpskappræðum þeirra. 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Macron eykur fylgi sitt dagana fyrir kosningar Macron mælist með 62 prósent fylgi en Le Pen 38 prósent í nýrri könnun Elabe. 5. maí 2017 08:22
Framboð Macrons fordæmir gríðar mikinn leka úr herbúðum frambjóðandans Segir hakkara reyna að grafa undan framboði hans. 5. maí 2017 22:45
Gera lokatilraun til að sannfæra kjósendur á síðasta degi kosningabaráttunnar Miðjumaðurinn Emmanuel Macron, sem leiðir í könnunum, ætlar að heimsækja borgina Rodez í dag sem er í suðurhluta landsins. 5. maí 2017 07:37
Macron ætlar í mál gegn þeim sem ásaka hann um að eiga aflandsfélag Forsetaframbjóðandi í Frakklandi sakaður um að eiga aflandsfélag. Neitar ásökunum og ætlar í mál gegn síðum sem halda því fram. Andstæðingur hans vakti máls á meintu aflandsfélagi í sjónvarpskappræðum þeirra. 5. maí 2017 07:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent