Eiríkur Bergmann: Óvíst hvort Macron verði forseti með mikið áhrifavald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2017 10:46 Emmanuel Macron var sigri hrósandi í gær. Sigur Emmanuel Macron í forsetakosningunum í Frakklandi er sigur fyrir hefðbundið evrópskt frjálslynt lýðræði. Óvíst er þó hvort að hann muni hafa mikil áhrif sem forseti þar sem flokkur hans á ekkert sæti á þingi. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði, en Macron vann stærri sigur en spár gerðu ráð fyrir. Hlaut hann 66,1 prósent atkvæða gegn 33,9 prósent fylgi Marine Le Pen, frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar. „Mótbylgjan gegn þjóðernispopúlisma Le Pen hefur vaxið og sigurinn er þar af leiðandi stærri en kannski annars hefði verið,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Sigur Macron sé hluti af vaxandi andstöðu við slíkum popúlisma sem hafi einnig sýnt sig í þingkosningunum í Hollandi þar sem þjóðernispopúlistaflokki Geert Wilders gekk verr en spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er hluti af því, þetta sjokk sem margir verða fyrir þegar Donald Trump er kosinn forseti Bandaríkjanna. Aðgerðir kalla á mótaðgerðir,“ segir Eiríkur og bendir á að framboði Macron hafi verið stillt upp sem frjálslyndu andsvari við íhaldssamri þjóðernishyggju.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræðivisir/EyþórFranska þjóðfylkingin fer vaxandi Eiríkur bendir einnig á að þrátt fyrir ósigur Le Pen sé úrslit kosninganna langbesti árangur Frönsku þjóðfylkingarinnar í kosningum í Frakklandi. Flokkurinn var stofnaður árið 1972 og hefur bætt við sig fylgi hægt og bítandi undanfarin ár. „Þetta er besti árangur flokksins sem er mjög harður þjóðernispopúlistaflokkur og er stærsti stjórnarandstöðuflokkur Frakklands. Þannig að menn mega ekki gleyma því heldur að flokkurinn hefur vaxið þrátt fyrir að hún nái ekki þeim árangri að sigra í kosningunum,“ segir Eiríkur Bergmann. Macron tekur við embætti í næstu viku og mun þá líklega útnefna forsætisráðherra áður en þingkosningar verða haldnar í júní. Flokkur Macron, sem er tiltölulega nýr, á ekkert sæti á þingi og telur Eiríkur ólíklegt að Macron nái meirihluta á þingi, það muni hafa sín áhrif. „Fyrir hann er þetta bara forleikur,“ segir Eiríkur. „Þingið er allt eftir og það er ekki víst að hann nái meirihluta á þingi. Það er raunar fjarlægur möguleiki að það geti gerst.“„Ef annar meirihluti myndast í þinginu þá er það forsætisráðherrann sem er hinn raunverulegi pólitiski forystumaður í Frakklandi. Það er ekkert víst að hann verði forseti með mikið áhrifavald.“ Frakkland Tengdar fréttir Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld. 7. maí 2017 21:26 Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Sigur Emmanuel Macron í forsetakosningunum í Frakklandi er sigur fyrir hefðbundið evrópskt frjálslynt lýðræði. Óvíst er þó hvort að hann muni hafa mikil áhrif sem forseti þar sem flokkur hans á ekkert sæti á þingi. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði, en Macron vann stærri sigur en spár gerðu ráð fyrir. Hlaut hann 66,1 prósent atkvæða gegn 33,9 prósent fylgi Marine Le Pen, frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar. „Mótbylgjan gegn þjóðernispopúlisma Le Pen hefur vaxið og sigurinn er þar af leiðandi stærri en kannski annars hefði verið,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Sigur Macron sé hluti af vaxandi andstöðu við slíkum popúlisma sem hafi einnig sýnt sig í þingkosningunum í Hollandi þar sem þjóðernispopúlistaflokki Geert Wilders gekk verr en spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er hluti af því, þetta sjokk sem margir verða fyrir þegar Donald Trump er kosinn forseti Bandaríkjanna. Aðgerðir kalla á mótaðgerðir,“ segir Eiríkur og bendir á að framboði Macron hafi verið stillt upp sem frjálslyndu andsvari við íhaldssamri þjóðernishyggju.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræðivisir/EyþórFranska þjóðfylkingin fer vaxandi Eiríkur bendir einnig á að þrátt fyrir ósigur Le Pen sé úrslit kosninganna langbesti árangur Frönsku þjóðfylkingarinnar í kosningum í Frakklandi. Flokkurinn var stofnaður árið 1972 og hefur bætt við sig fylgi hægt og bítandi undanfarin ár. „Þetta er besti árangur flokksins sem er mjög harður þjóðernispopúlistaflokkur og er stærsti stjórnarandstöðuflokkur Frakklands. Þannig að menn mega ekki gleyma því heldur að flokkurinn hefur vaxið þrátt fyrir að hún nái ekki þeim árangri að sigra í kosningunum,“ segir Eiríkur Bergmann. Macron tekur við embætti í næstu viku og mun þá líklega útnefna forsætisráðherra áður en þingkosningar verða haldnar í júní. Flokkur Macron, sem er tiltölulega nýr, á ekkert sæti á þingi og telur Eiríkur ólíklegt að Macron nái meirihluta á þingi, það muni hafa sín áhrif. „Fyrir hann er þetta bara forleikur,“ segir Eiríkur. „Þingið er allt eftir og það er ekki víst að hann nái meirihluta á þingi. Það er raunar fjarlægur möguleiki að það geti gerst.“„Ef annar meirihluti myndast í þinginu þá er það forsætisráðherrann sem er hinn raunverulegi pólitiski forystumaður í Frakklandi. Það er ekkert víst að hann verði forseti með mikið áhrifavald.“
Frakkland Tengdar fréttir Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld. 7. maí 2017 21:26 Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld. 7. maí 2017 21:26
Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40
Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent