Ofmetin Costco-áhrif Stjórnarmaðurinn skrifar 8. maí 2017 13:00 Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni hyggur bandaríski verslunarrisinn Costco á opnun verslunar á Íslandi nú í sumarbyrjun. Ekki er nema gott um það að segja að fjölbreytnin aukist hér á landi. Costco bætist þar í flokk með þekktum erlendum vörumerkjum á borð við Bauhaus, H&M, Lindex og fleirum sem hafa opnað eða hyggja á opnun hér á landi. Bætt úrval og fleiri valkostir getur ekki annað en komið neytendum til góða. Hins vegar er erfitt að verjast þeirri hugsun að áhrifin af komu Costco á þá sem fyrir eru á markaði séu sennilega nokkuð ofmetin. Bréf í þeim kauphallarfélögum sem að einhverju leyti verða í samkeppni við Costco hafa ekki farið varhluta af þessu. Hagar, sem eru vitaskuld stærsta smásölufyrirtæki landsins, hafa sennilega mest fundið fyrir þessum Costco-áhrifum en bréf Haga féllu snarpt í verði í upphafi árs, þótt sú lækkun hafi nú gengið til baka og ríflega það eftir kaupin á Olís og Lyfju. Önnur félög eins og N1 virðast sömuleiðis hafa fengið sinn skammt. Ef málið er hins vegar kannað er ekki annað að sjá en að þessi viðbrögð markaðarins séu sennilega fullhastarleg. Eins og Jón Björnsson, forstjóri Kaupáss, benti á um daginn, velta bestu verslanir Costco á heimsvísu milli 10 og 12 milljörðum króna. Með öðrum orðum – þótt verslun Costco yrði á pari við allra söluhæstu verslanir félagsins yrði markaðshlutdeildin einungis um 2,5% í smásölu hér á landi. Það sér hver maður að slíkt veldur ekki straumhvörfum á markaði þar sem 7% hagvöxtur ríkir. Þá er rétt að geta þess að stærstur hluti vöruframboðs íslenskra matvöruverslana er innlendur. Ólíklegt er að erlendur aðili geti náð betra verði en þeir sem fyrir eru á markaðnum. Við skulum fagna auknu vöruframboði og bættum kjörum neytenda. Hvað markaðsaðila varðar er þó sennilega rétt að gera eins og Jón Björnsson segir og leyfa Costco og H&M að opna áður en farið er að fara á taugum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Costco Neytendur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni hyggur bandaríski verslunarrisinn Costco á opnun verslunar á Íslandi nú í sumarbyrjun. Ekki er nema gott um það að segja að fjölbreytnin aukist hér á landi. Costco bætist þar í flokk með þekktum erlendum vörumerkjum á borð við Bauhaus, H&M, Lindex og fleirum sem hafa opnað eða hyggja á opnun hér á landi. Bætt úrval og fleiri valkostir getur ekki annað en komið neytendum til góða. Hins vegar er erfitt að verjast þeirri hugsun að áhrifin af komu Costco á þá sem fyrir eru á markaði séu sennilega nokkuð ofmetin. Bréf í þeim kauphallarfélögum sem að einhverju leyti verða í samkeppni við Costco hafa ekki farið varhluta af þessu. Hagar, sem eru vitaskuld stærsta smásölufyrirtæki landsins, hafa sennilega mest fundið fyrir þessum Costco-áhrifum en bréf Haga féllu snarpt í verði í upphafi árs, þótt sú lækkun hafi nú gengið til baka og ríflega það eftir kaupin á Olís og Lyfju. Önnur félög eins og N1 virðast sömuleiðis hafa fengið sinn skammt. Ef málið er hins vegar kannað er ekki annað að sjá en að þessi viðbrögð markaðarins séu sennilega fullhastarleg. Eins og Jón Björnsson, forstjóri Kaupáss, benti á um daginn, velta bestu verslanir Costco á heimsvísu milli 10 og 12 milljörðum króna. Með öðrum orðum – þótt verslun Costco yrði á pari við allra söluhæstu verslanir félagsins yrði markaðshlutdeildin einungis um 2,5% í smásölu hér á landi. Það sér hver maður að slíkt veldur ekki straumhvörfum á markaði þar sem 7% hagvöxtur ríkir. Þá er rétt að geta þess að stærstur hluti vöruframboðs íslenskra matvöruverslana er innlendur. Ólíklegt er að erlendur aðili geti náð betra verði en þeir sem fyrir eru á markaðnum. Við skulum fagna auknu vöruframboði og bættum kjörum neytenda. Hvað markaðsaðila varðar er þó sennilega rétt að gera eins og Jón Björnsson segir og leyfa Costco og H&M að opna áður en farið er að fara á taugum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Costco Neytendur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira