Ágúst Elvar ráðinn verkefnastjóri ferðamála Sæunn Gísladóttir skrifar 8. maí 2017 14:52 Ágúst Elvar er með BSc í tölvunarfræði og MA í ferðamálafræði frá háskólanum í Álaborg. Hann hefur áralanga starfs- og stjórnunarreynslu á sviði ferðamála. Mynd/Aðsend Ágúst Elvar Bjarnason hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri ferðamála á Höfuðborgarstofu. Um er að ræða nýtt starf á stofnuninni og felst það í að efla samkeppnisstöðu og fjölbreytileika Reykjavíkur sem áfangastaðar, leiða vinnu við stefnumarkandi stjórnunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið (DMP) og taka þátt í að fylgja eftir framkvæmd aðgerðaáætlunar Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Verkefnastjóri ber ábyrgð á að bæta upplýsingaöflun um stöðu og þróun ferðamála í Reykjavík, framkvæma vandaðar greiningar og efla samstarf og samráð við lykilaðila innan og utan Reykjavíkurborgar segir í tilkynningu. Ágúst Elvar er með BSc í tölvunarfræði og MA í ferðamálafræði frá háskólanum í Álaborg. Hann hefur áralanga starfs- og stjórnunarreynslu á sviði ferðamála. Ágúst var eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic DK í Kaupmannahöfn, svæðisstjóri Hadler DMC í sömu borg og sölustjóri hjá Arctic Adventures. Stór hluti af starfi hans hjá Artic Adventures í Reykjavík var greiningarvinna, verkefnastjórnun, ferlagerð, stefnumörkun og samskipti við aðila í ferðaþjónustu innanlands og erlendis. Þekking og reynsla Ágústs á sviði ferðamála er yfirgripsmikil og hefur hann víðtækt tengslanet á sviði ferðamála. Hann hefur fylgst með og tekið þátt í vexti og uppbyggingu ferðaþjónustu hér á landi og reynslu af því að stofna og reka eigið fyriræki í ferðaþjónustu. Ágúst Elvar hefur tekið þátt í stefnumörkun á sviði ferðamála, sinnt ráðgjöf og samstarfi, greiningarvinnu, þróun ferla, starfsmannahaldi, umsjón með daglegum rekstri, samskiptum við birgja sem og innlenda og erlenda endursöluaðila, markaðssetningu, vöruþróun og verkefnastjórnun, allt á sviði ferðamála. Alls bárust 19 umsóknir um starfið. Tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar síðar til baka. Forstöðumaður Höfuðborgarstofu Áshildur Bragadóttir og Baldur Örn Arnarson mannauðsráðgjafi á Menningar- og ferðamálasviði unnu úr öllum aðsendum umsóknum og höfðu umsjón með viðtölum við þá umsækjendur sem best uppfylltu kröfur starfsauglýsingarinnar. Ráðningar Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Ágúst Elvar Bjarnason hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri ferðamála á Höfuðborgarstofu. Um er að ræða nýtt starf á stofnuninni og felst það í að efla samkeppnisstöðu og fjölbreytileika Reykjavíkur sem áfangastaðar, leiða vinnu við stefnumarkandi stjórnunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið (DMP) og taka þátt í að fylgja eftir framkvæmd aðgerðaáætlunar Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Verkefnastjóri ber ábyrgð á að bæta upplýsingaöflun um stöðu og þróun ferðamála í Reykjavík, framkvæma vandaðar greiningar og efla samstarf og samráð við lykilaðila innan og utan Reykjavíkurborgar segir í tilkynningu. Ágúst Elvar er með BSc í tölvunarfræði og MA í ferðamálafræði frá háskólanum í Álaborg. Hann hefur áralanga starfs- og stjórnunarreynslu á sviði ferðamála. Ágúst var eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic DK í Kaupmannahöfn, svæðisstjóri Hadler DMC í sömu borg og sölustjóri hjá Arctic Adventures. Stór hluti af starfi hans hjá Artic Adventures í Reykjavík var greiningarvinna, verkefnastjórnun, ferlagerð, stefnumörkun og samskipti við aðila í ferðaþjónustu innanlands og erlendis. Þekking og reynsla Ágústs á sviði ferðamála er yfirgripsmikil og hefur hann víðtækt tengslanet á sviði ferðamála. Hann hefur fylgst með og tekið þátt í vexti og uppbyggingu ferðaþjónustu hér á landi og reynslu af því að stofna og reka eigið fyriræki í ferðaþjónustu. Ágúst Elvar hefur tekið þátt í stefnumörkun á sviði ferðamála, sinnt ráðgjöf og samstarfi, greiningarvinnu, þróun ferla, starfsmannahaldi, umsjón með daglegum rekstri, samskiptum við birgja sem og innlenda og erlenda endursöluaðila, markaðssetningu, vöruþróun og verkefnastjórnun, allt á sviði ferðamála. Alls bárust 19 umsóknir um starfið. Tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar síðar til baka. Forstöðumaður Höfuðborgarstofu Áshildur Bragadóttir og Baldur Örn Arnarson mannauðsráðgjafi á Menningar- og ferðamálasviði unnu úr öllum aðsendum umsóknum og höfðu umsjón með viðtölum við þá umsækjendur sem best uppfylltu kröfur starfsauglýsingarinnar.
Ráðningar Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira