Stefnir í afhroð Verkamannaflokksins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2017 07:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFP Þing Bretlands samþykkti með 522 atkvæðum gegn þrettán að kosið yrði til þings þann 8. júní næstkomandi. Tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að samþykkja kosningarnar en Theresa May forsætisráðherra kallaði eftir þeim á þriðjudag. Breskir miðlar hafa greint frá því að með útspili sínu vilji May bæði tryggja sterkan meirihluta flokks síns, Íhaldsflokksins, næstu fimm ár sem og að fá lýðræðislegt umboð til að gegna embætti forsætisráðherra. David Cameron var forsætisráðherraefni flokksins í kosningunum 2015 en sagði af sér embætti eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ársins 2016 þar sem Bretar samþykktu að ganga út úr Evrópusambandinu, gegn vilja Camerons. Afar líklegt er að Íhaldsflokkurinn verði langstærstur eftir kosningar. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman mælist hann með 44 prósenta fylgi en höfuðandstæðingurinn, Verkamannaflokkurinn, með einungis 25 prósent. Ef sú yrði raunin yrði það versta kosning Verkamannaflokksins síðan 1918 en þá fékk flokkurinn 21,5 prósent atkvæða.Fylgi samkvæmt meðaltali skoðanakannanaÞrátt fyrir þetta samþykktu þingmenn Verkamannaflokksins kosningarnar á þinginu í gær. Sagðist Jeremy Corbyn, formaður flokksins, taka kosningum fagnandi. Hann sakaði May jafnframt um að svíkja loforð. Áður hafði hún sagst mótfallin kosningum á meðan viðræður við ESB stæðu yfir. Í svari sínu við ásökunum Corbyns sagði May tækifærið vera til staðar nú rétt áður en viðræður fara á fullt í júní. Bretland þyrfti sterka ríkisstjórn til að ná sem bestum samningi við ESB. „Það er rétt og ábyrgðarfullt að efna til kosninga nú til þess að sjá Bretum fyrir fimm árum af stöðugleika og undirbúa þá fyrir lífið utan Evrópusambandsins,“ sagði May. May sagðist jafnframt ekki ætla að taka þátt í sjónvarpskappræðum leiðtoga flokkanna. Hún ætlaði frekar að einbeita sér að kosningabaráttu utan sjónvarps. Corbyn sagði hana þá hrædda við að mæta öðrum leiðtogum í kappræðum. Hún neiti að verja verk sín og auðvelt væri að sjá hvers vegna. Samkvæmt skoðanakönnunum má gera ráð fyrir að Frjálslyndir demókratar bæti við sig um tveggja prósentustiga fylgi, Sjálfstæðisflokkur Bretlands tapi þremur prósentum og Skoski þjóðarflokkurinn haldi sínu fylgi. Nate Silver, ritstjóri tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight, benti hins vegar á í gær að kannanir á breskum stjórnmálum hefðu ekki reynst nákvæmar á þessari öld. Þannig hefði verið að meðaltali 6,2 prósentustiga skekkja í könnunum fyrir Brexit-atkvæðagreiðsluna í fyrra og 5,6 prósentustiga skekkja fyrir þingkosningarnar árið 2015. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Þing Bretlands samþykkti með 522 atkvæðum gegn þrettán að kosið yrði til þings þann 8. júní næstkomandi. Tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að samþykkja kosningarnar en Theresa May forsætisráðherra kallaði eftir þeim á þriðjudag. Breskir miðlar hafa greint frá því að með útspili sínu vilji May bæði tryggja sterkan meirihluta flokks síns, Íhaldsflokksins, næstu fimm ár sem og að fá lýðræðislegt umboð til að gegna embætti forsætisráðherra. David Cameron var forsætisráðherraefni flokksins í kosningunum 2015 en sagði af sér embætti eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ársins 2016 þar sem Bretar samþykktu að ganga út úr Evrópusambandinu, gegn vilja Camerons. Afar líklegt er að Íhaldsflokkurinn verði langstærstur eftir kosningar. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman mælist hann með 44 prósenta fylgi en höfuðandstæðingurinn, Verkamannaflokkurinn, með einungis 25 prósent. Ef sú yrði raunin yrði það versta kosning Verkamannaflokksins síðan 1918 en þá fékk flokkurinn 21,5 prósent atkvæða.Fylgi samkvæmt meðaltali skoðanakannanaÞrátt fyrir þetta samþykktu þingmenn Verkamannaflokksins kosningarnar á þinginu í gær. Sagðist Jeremy Corbyn, formaður flokksins, taka kosningum fagnandi. Hann sakaði May jafnframt um að svíkja loforð. Áður hafði hún sagst mótfallin kosningum á meðan viðræður við ESB stæðu yfir. Í svari sínu við ásökunum Corbyns sagði May tækifærið vera til staðar nú rétt áður en viðræður fara á fullt í júní. Bretland þyrfti sterka ríkisstjórn til að ná sem bestum samningi við ESB. „Það er rétt og ábyrgðarfullt að efna til kosninga nú til þess að sjá Bretum fyrir fimm árum af stöðugleika og undirbúa þá fyrir lífið utan Evrópusambandsins,“ sagði May. May sagðist jafnframt ekki ætla að taka þátt í sjónvarpskappræðum leiðtoga flokkanna. Hún ætlaði frekar að einbeita sér að kosningabaráttu utan sjónvarps. Corbyn sagði hana þá hrædda við að mæta öðrum leiðtogum í kappræðum. Hún neiti að verja verk sín og auðvelt væri að sjá hvers vegna. Samkvæmt skoðanakönnunum má gera ráð fyrir að Frjálslyndir demókratar bæti við sig um tveggja prósentustiga fylgi, Sjálfstæðisflokkur Bretlands tapi þremur prósentum og Skoski þjóðarflokkurinn haldi sínu fylgi. Nate Silver, ritstjóri tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight, benti hins vegar á í gær að kannanir á breskum stjórnmálum hefðu ekki reynst nákvæmar á þessari öld. Þannig hefði verið að meðaltali 6,2 prósentustiga skekkja í könnunum fyrir Brexit-atkvæðagreiðsluna í fyrra og 5,6 prósentustiga skekkja fyrir þingkosningarnar árið 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira