Stefnir í afhroð Verkamannaflokksins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2017 07:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFP Þing Bretlands samþykkti með 522 atkvæðum gegn þrettán að kosið yrði til þings þann 8. júní næstkomandi. Tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að samþykkja kosningarnar en Theresa May forsætisráðherra kallaði eftir þeim á þriðjudag. Breskir miðlar hafa greint frá því að með útspili sínu vilji May bæði tryggja sterkan meirihluta flokks síns, Íhaldsflokksins, næstu fimm ár sem og að fá lýðræðislegt umboð til að gegna embætti forsætisráðherra. David Cameron var forsætisráðherraefni flokksins í kosningunum 2015 en sagði af sér embætti eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ársins 2016 þar sem Bretar samþykktu að ganga út úr Evrópusambandinu, gegn vilja Camerons. Afar líklegt er að Íhaldsflokkurinn verði langstærstur eftir kosningar. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman mælist hann með 44 prósenta fylgi en höfuðandstæðingurinn, Verkamannaflokkurinn, með einungis 25 prósent. Ef sú yrði raunin yrði það versta kosning Verkamannaflokksins síðan 1918 en þá fékk flokkurinn 21,5 prósent atkvæða.Fylgi samkvæmt meðaltali skoðanakannanaÞrátt fyrir þetta samþykktu þingmenn Verkamannaflokksins kosningarnar á þinginu í gær. Sagðist Jeremy Corbyn, formaður flokksins, taka kosningum fagnandi. Hann sakaði May jafnframt um að svíkja loforð. Áður hafði hún sagst mótfallin kosningum á meðan viðræður við ESB stæðu yfir. Í svari sínu við ásökunum Corbyns sagði May tækifærið vera til staðar nú rétt áður en viðræður fara á fullt í júní. Bretland þyrfti sterka ríkisstjórn til að ná sem bestum samningi við ESB. „Það er rétt og ábyrgðarfullt að efna til kosninga nú til þess að sjá Bretum fyrir fimm árum af stöðugleika og undirbúa þá fyrir lífið utan Evrópusambandsins,“ sagði May. May sagðist jafnframt ekki ætla að taka þátt í sjónvarpskappræðum leiðtoga flokkanna. Hún ætlaði frekar að einbeita sér að kosningabaráttu utan sjónvarps. Corbyn sagði hana þá hrædda við að mæta öðrum leiðtogum í kappræðum. Hún neiti að verja verk sín og auðvelt væri að sjá hvers vegna. Samkvæmt skoðanakönnunum má gera ráð fyrir að Frjálslyndir demókratar bæti við sig um tveggja prósentustiga fylgi, Sjálfstæðisflokkur Bretlands tapi þremur prósentum og Skoski þjóðarflokkurinn haldi sínu fylgi. Nate Silver, ritstjóri tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight, benti hins vegar á í gær að kannanir á breskum stjórnmálum hefðu ekki reynst nákvæmar á þessari öld. Þannig hefði verið að meðaltali 6,2 prósentustiga skekkja í könnunum fyrir Brexit-atkvæðagreiðsluna í fyrra og 5,6 prósentustiga skekkja fyrir þingkosningarnar árið 2015. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Þing Bretlands samþykkti með 522 atkvæðum gegn þrettán að kosið yrði til þings þann 8. júní næstkomandi. Tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að samþykkja kosningarnar en Theresa May forsætisráðherra kallaði eftir þeim á þriðjudag. Breskir miðlar hafa greint frá því að með útspili sínu vilji May bæði tryggja sterkan meirihluta flokks síns, Íhaldsflokksins, næstu fimm ár sem og að fá lýðræðislegt umboð til að gegna embætti forsætisráðherra. David Cameron var forsætisráðherraefni flokksins í kosningunum 2015 en sagði af sér embætti eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ársins 2016 þar sem Bretar samþykktu að ganga út úr Evrópusambandinu, gegn vilja Camerons. Afar líklegt er að Íhaldsflokkurinn verði langstærstur eftir kosningar. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman mælist hann með 44 prósenta fylgi en höfuðandstæðingurinn, Verkamannaflokkurinn, með einungis 25 prósent. Ef sú yrði raunin yrði það versta kosning Verkamannaflokksins síðan 1918 en þá fékk flokkurinn 21,5 prósent atkvæða.Fylgi samkvæmt meðaltali skoðanakannanaÞrátt fyrir þetta samþykktu þingmenn Verkamannaflokksins kosningarnar á þinginu í gær. Sagðist Jeremy Corbyn, formaður flokksins, taka kosningum fagnandi. Hann sakaði May jafnframt um að svíkja loforð. Áður hafði hún sagst mótfallin kosningum á meðan viðræður við ESB stæðu yfir. Í svari sínu við ásökunum Corbyns sagði May tækifærið vera til staðar nú rétt áður en viðræður fara á fullt í júní. Bretland þyrfti sterka ríkisstjórn til að ná sem bestum samningi við ESB. „Það er rétt og ábyrgðarfullt að efna til kosninga nú til þess að sjá Bretum fyrir fimm árum af stöðugleika og undirbúa þá fyrir lífið utan Evrópusambandsins,“ sagði May. May sagðist jafnframt ekki ætla að taka þátt í sjónvarpskappræðum leiðtoga flokkanna. Hún ætlaði frekar að einbeita sér að kosningabaráttu utan sjónvarps. Corbyn sagði hana þá hrædda við að mæta öðrum leiðtogum í kappræðum. Hún neiti að verja verk sín og auðvelt væri að sjá hvers vegna. Samkvæmt skoðanakönnunum má gera ráð fyrir að Frjálslyndir demókratar bæti við sig um tveggja prósentustiga fylgi, Sjálfstæðisflokkur Bretlands tapi þremur prósentum og Skoski þjóðarflokkurinn haldi sínu fylgi. Nate Silver, ritstjóri tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight, benti hins vegar á í gær að kannanir á breskum stjórnmálum hefðu ekki reynst nákvæmar á þessari öld. Þannig hefði verið að meðaltali 6,2 prósentustiga skekkja í könnunum fyrir Brexit-atkvæðagreiðsluna í fyrra og 5,6 prósentustiga skekkja fyrir þingkosningarnar árið 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira