Sýningin sem kom skemmtilega á óvart Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 20. apríl 2017 09:00 Ásrún Magnúsdóttir, dansari og danshöfundur. Vísir/Stefán „Verkið er samið af mér í samstarfi við sautján unglingsstelpur á aldrinum þrettán til sextán ára. Sýningin fjallar um það að vera unglingsstelpa, hvað þær hugsa, gera, hvernig þær standa saman og styðja við hverja aðra,“ segir Ásrún Magnúsdóttir, dansari og danshöfundur, spurð út í verkið Grrrls , en sýningin kom skemmtilega á óvart, og hlaut meðal annars lesendaverðlaun DV í síðasta mánuði, ásamt því að hafa sýnt fyrir hátt í eitt þúsund áhorfendur í Tjarnarbíói. „Það var mikill heiður að vinna þessi verðlaun, það þýðir einfaldlega við erum að gera eitthvað rétt, fólk er að hlusta á stelpurnar og skilur hvaða sögu þær eru að segja sem er mjög hvetjandi fyrir okkur,“ segir Ásrún. Upphaflega átti að sýna verkið aðeins einu sinni en nokkrum sýningum hefur verið bætt við. Að sögn Friðriks Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Tjarnabíós, mun þetta vera sú sýning sem kom hvað mest á óvart í vetur. „Sýningin hefur verið sýnd sex sinnum fyrir fullu húsi hér í Tjarnarbíói, svo það hafa hátt í þúsund manns séð dansverkið hér hjá okkur,“ segir Friðrik. Ásrún og stelpurnar í verkinu eru virkilega þakklátar fyrir þessi óvæntu og ánægjulegu viðbrögð. „Viðbrögðin fóru fram úr okkar björtustu vonum sem er alveg frábært, það er greinilegt að fólk vill heyra í þessum stelpum, unglingsstelpum er kannski ekki oft gefið pláss í samfélaginu en þær hafa mjög margt að segja,“ segir hún þakklát. Ásrún segir frábært að vinna með ungu fólki og samstarfið hafi gengið eins og í sögu. Sjöunda og jafnframt síðasta sýningin verður 30. apríl klukkan 17.30 á Barnamenningarhátíð. Við ætlum að hafa frítt inn, svo allir geti komið og séð sýninguna. Best er að taka frá miða með því að senda tölvupóst á midasala@tjarnarbio.is. Þetta er alltaf sami hópur sem sýnir Girrrrls og stelpurnar eru alltaf að verða betri og betri. Það hefur gengið rosalega vel að vinna með þessum hæfileikaríku stelpum. Ég hef nánast heitið því að héðan í frá muni ég ekki vinna með neinum nema unglingum,“ segir Ásrún létt og bætir við að ferlið hafi einfaldlega verið svo skemmtilegt.Í danshópnum eru sautján unglingsstelpur á aldrinum þrettán til sextán ára.Mynd/ÁsrúnÍ verkinu leitar Ásrún svara við spurningum um unglingsárin. Stelpurnar dansa í gegn um verkið og leitast við að svara þessari spurningu. „Þetta er bara gjörsamlega þeirra heimur sem áhorfendum er boðið að kíkja inn í og vera hluti af í smá stund. Verkið var framleitt af Reykjavík Dance Festival og var upphaflega sýnt þar en svo höfum við bara haldið áfram og áfram sem er alveg frábært,“ segir Ásrún. Hugmyndin að verkinu kemur frá Ásrúnu sjálfri og kviknaði fyrir um það bil tveimur árum. „Mig langaði mikið til að taka þátt í þessari femínísku flóðbylgju sem er í gangi hérna á Íslandi og svara spurningum eins og hvað femínísk samstaða þýði fyrir hóp af unglingsstelpum í dag. Ég ákvað að heyra í yngstu kynslóðinni, það er að segja unglingsstúlkum sem ekki eru börn,“ útskýrir hún. Ásrún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA-gráðu í samtímadansi árið 2011 og hefur síðan starfað bæði hér á Íslandi og erlendis með ýmsum danshópum. „Ég vinn aðallega sem danshöfundur, núna er ég með tvö ný dansverk í gangi en get því miður ekki talað um þau alveg strax en vonandi fylgist fólk bara með,“ segir Ásrún spennt fyrir framhaldinu. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Verkið er samið af mér í samstarfi við sautján unglingsstelpur á aldrinum þrettán til sextán ára. Sýningin fjallar um það að vera unglingsstelpa, hvað þær hugsa, gera, hvernig þær standa saman og styðja við hverja aðra,“ segir Ásrún Magnúsdóttir, dansari og danshöfundur, spurð út í verkið Grrrls , en sýningin kom skemmtilega á óvart, og hlaut meðal annars lesendaverðlaun DV í síðasta mánuði, ásamt því að hafa sýnt fyrir hátt í eitt þúsund áhorfendur í Tjarnarbíói. „Það var mikill heiður að vinna þessi verðlaun, það þýðir einfaldlega við erum að gera eitthvað rétt, fólk er að hlusta á stelpurnar og skilur hvaða sögu þær eru að segja sem er mjög hvetjandi fyrir okkur,“ segir Ásrún. Upphaflega átti að sýna verkið aðeins einu sinni en nokkrum sýningum hefur verið bætt við. Að sögn Friðriks Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Tjarnabíós, mun þetta vera sú sýning sem kom hvað mest á óvart í vetur. „Sýningin hefur verið sýnd sex sinnum fyrir fullu húsi hér í Tjarnarbíói, svo það hafa hátt í þúsund manns séð dansverkið hér hjá okkur,“ segir Friðrik. Ásrún og stelpurnar í verkinu eru virkilega þakklátar fyrir þessi óvæntu og ánægjulegu viðbrögð. „Viðbrögðin fóru fram úr okkar björtustu vonum sem er alveg frábært, það er greinilegt að fólk vill heyra í þessum stelpum, unglingsstelpum er kannski ekki oft gefið pláss í samfélaginu en þær hafa mjög margt að segja,“ segir hún þakklát. Ásrún segir frábært að vinna með ungu fólki og samstarfið hafi gengið eins og í sögu. Sjöunda og jafnframt síðasta sýningin verður 30. apríl klukkan 17.30 á Barnamenningarhátíð. Við ætlum að hafa frítt inn, svo allir geti komið og séð sýninguna. Best er að taka frá miða með því að senda tölvupóst á midasala@tjarnarbio.is. Þetta er alltaf sami hópur sem sýnir Girrrrls og stelpurnar eru alltaf að verða betri og betri. Það hefur gengið rosalega vel að vinna með þessum hæfileikaríku stelpum. Ég hef nánast heitið því að héðan í frá muni ég ekki vinna með neinum nema unglingum,“ segir Ásrún létt og bætir við að ferlið hafi einfaldlega verið svo skemmtilegt.Í danshópnum eru sautján unglingsstelpur á aldrinum þrettán til sextán ára.Mynd/ÁsrúnÍ verkinu leitar Ásrún svara við spurningum um unglingsárin. Stelpurnar dansa í gegn um verkið og leitast við að svara þessari spurningu. „Þetta er bara gjörsamlega þeirra heimur sem áhorfendum er boðið að kíkja inn í og vera hluti af í smá stund. Verkið var framleitt af Reykjavík Dance Festival og var upphaflega sýnt þar en svo höfum við bara haldið áfram og áfram sem er alveg frábært,“ segir Ásrún. Hugmyndin að verkinu kemur frá Ásrúnu sjálfri og kviknaði fyrir um það bil tveimur árum. „Mig langaði mikið til að taka þátt í þessari femínísku flóðbylgju sem er í gangi hérna á Íslandi og svara spurningum eins og hvað femínísk samstaða þýði fyrir hóp af unglingsstelpum í dag. Ég ákvað að heyra í yngstu kynslóðinni, það er að segja unglingsstúlkum sem ekki eru börn,“ útskýrir hún. Ásrún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA-gráðu í samtímadansi árið 2011 og hefur síðan starfað bæði hér á Íslandi og erlendis með ýmsum danshópum. „Ég vinn aðallega sem danshöfundur, núna er ég með tvö ný dansverk í gangi en get því miður ekki talað um þau alveg strax en vonandi fylgist fólk bara með,“ segir Ásrún spennt fyrir framhaldinu.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira