Þjóðgarðsvörður: Ekki til skoðunar að rukka aðgangseyri inn á Þingvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2017 14:15 Ferðamenn við Þingvallabæinn. vísir/eyþór Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að ekki sé til skoðunar að fara að rukka aðgangseyri inn á Þingvelli en nái frumvarp Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, fram að ganga mun verða heimild í lögum til þess að setja reglugerð er heimilar að rukka aðgangseyri að þjóðgarðinum. Drög að frumvarpinu hafa verið lögð fram og eru aðgengileg hér. Nú þegar eru tekin bílastæðagjöld og salernisgjöld í þjóðgarðinum og segir Ólafur að stefnt sé áfram að því að taka gjöld á Þingvöllum fyrir veitta þjónustu. „Við höfum alltaf bundið þetta við aðgang að þjónustu eða aðstöðu sem er komið upp til þess að taka á móti gestum en ekki til þess að rukka aðgang inn á tiltekið svæði. Það er ekkert fleira sem við höfum tekið gjald fyrir og það er ekkert fleira sem við erum með í huga. Það kunna þó að verða einhverjar breytingar á útfærslum á þessu en þetta eru þeir póstar sem við sjáum fyrir okkur að við tökum gjald fyrir,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist líta svo á að frumvarpið veiti þjóðgarðinum meira svigrúm til að nýta það fé sem kemur inn með gjaldtöku. Þannig geti bílastæðagjald á einum stað innan Þingvalla nýst til uppbyggingar við annað bílastæði innan garðsins og umhverfi og þjónustu í kringum það.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/ÞÞ„Evrurnar trítla hérna framhjá okkur og það er lágmark að við reynum að heilsa upp á þær“En er þjóðgarðsvörður ekki hræddur um að með aukinni gjaldtöku innan Þingvalla muni þau framlög sem þjóðgarðurinn fær á fjárlögum minnka? „Nei, ég geri bara ráð fyrir því að þegar fjárhagur og fjárþörf Þingvalla eru skoðuð þá leggi menn saman þessar sértekjur sem við höfum og þær fjárveitingar sem Alþingi lætur okkur hafa og það dugi fyrir þeirri uppbyggingu sem þarf.“ Ólafur segir að hann yrði ekki hissa þó að framlögin úr ríkissjóði myndu lækka. „Ef við höfum nóg þá er það bara alveg ágætt. Þá rætist það sem ég hef alltaf sagt: af hverju eigum við að neita okkur um þá auðlind sem þarna rennur framhjá og fara svo til skattborgaranna í gegnum fjárlögin til þess að láta þá halda úti þjónustu við atvinnustarfsemi sem gefur mikið af sér? Ég yrði bara feginn að þjóðgarðurinn á Þingvöllum geti borið sig svo vel, þó það verði aldrei þannig að hann geti bara rekið sig á þjónustugjöldum, en ég væri manna fegnastur ef það væri hægt að lækka fé skattborgaranna og við nýttum auðlindina betur að því gefnu að við höfum nóg að bíta og brenna,“ segir Ólafur og bætir við að hann vilji ekki vera með eitthvað væl í kringum þetta. „Við eigum að bera okkur vel og byggja myndarlega upp. Evrurnar trítla þarna framhjá okkur og það er lágmark að við reynum að heilsa aðeins upp á þær og fá þær til okkar því á meðan við nýtum ekki auðlindina þá eigum við ekki að vera að væla um peninga frá almenningi,“ segir þjóðgarðsvörður. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Opna á að rukka fyrir aðgang að þjóðgarðinum á Þingvöllum Í drögum að frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum er lagt til að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Í dag er bæði rukkað fyrir bílastæðagjöld innan þjóðgarðsins sem og fyrir aðgang að salerni. 11. apríl 2017 23:30 Sérleyfi til að kafa í Silfru á dagskrá Þjóðgarðsvörður telur ákjósanlegt að haldin verði útboð á sérleyfum til köfunar í Silfru. Brýnt sé að bregðast tafarlaust við straumi kafara í gjána. Frumvarpsdrög um málið eru til meðferðar í umhverfisráðuneytinu. 23. mars 2017 07:00 Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að ekki sé til skoðunar að fara að rukka aðgangseyri inn á Þingvelli en nái frumvarp Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, fram að ganga mun verða heimild í lögum til þess að setja reglugerð er heimilar að rukka aðgangseyri að þjóðgarðinum. Drög að frumvarpinu hafa verið lögð fram og eru aðgengileg hér. Nú þegar eru tekin bílastæðagjöld og salernisgjöld í þjóðgarðinum og segir Ólafur að stefnt sé áfram að því að taka gjöld á Þingvöllum fyrir veitta þjónustu. „Við höfum alltaf bundið þetta við aðgang að þjónustu eða aðstöðu sem er komið upp til þess að taka á móti gestum en ekki til þess að rukka aðgang inn á tiltekið svæði. Það er ekkert fleira sem við höfum tekið gjald fyrir og það er ekkert fleira sem við erum með í huga. Það kunna þó að verða einhverjar breytingar á útfærslum á þessu en þetta eru þeir póstar sem við sjáum fyrir okkur að við tökum gjald fyrir,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist líta svo á að frumvarpið veiti þjóðgarðinum meira svigrúm til að nýta það fé sem kemur inn með gjaldtöku. Þannig geti bílastæðagjald á einum stað innan Þingvalla nýst til uppbyggingar við annað bílastæði innan garðsins og umhverfi og þjónustu í kringum það.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/ÞÞ„Evrurnar trítla hérna framhjá okkur og það er lágmark að við reynum að heilsa upp á þær“En er þjóðgarðsvörður ekki hræddur um að með aukinni gjaldtöku innan Þingvalla muni þau framlög sem þjóðgarðurinn fær á fjárlögum minnka? „Nei, ég geri bara ráð fyrir því að þegar fjárhagur og fjárþörf Þingvalla eru skoðuð þá leggi menn saman þessar sértekjur sem við höfum og þær fjárveitingar sem Alþingi lætur okkur hafa og það dugi fyrir þeirri uppbyggingu sem þarf.“ Ólafur segir að hann yrði ekki hissa þó að framlögin úr ríkissjóði myndu lækka. „Ef við höfum nóg þá er það bara alveg ágætt. Þá rætist það sem ég hef alltaf sagt: af hverju eigum við að neita okkur um þá auðlind sem þarna rennur framhjá og fara svo til skattborgaranna í gegnum fjárlögin til þess að láta þá halda úti þjónustu við atvinnustarfsemi sem gefur mikið af sér? Ég yrði bara feginn að þjóðgarðurinn á Þingvöllum geti borið sig svo vel, þó það verði aldrei þannig að hann geti bara rekið sig á þjónustugjöldum, en ég væri manna fegnastur ef það væri hægt að lækka fé skattborgaranna og við nýttum auðlindina betur að því gefnu að við höfum nóg að bíta og brenna,“ segir Ólafur og bætir við að hann vilji ekki vera með eitthvað væl í kringum þetta. „Við eigum að bera okkur vel og byggja myndarlega upp. Evrurnar trítla þarna framhjá okkur og það er lágmark að við reynum að heilsa aðeins upp á þær og fá þær til okkar því á meðan við nýtum ekki auðlindina þá eigum við ekki að vera að væla um peninga frá almenningi,“ segir þjóðgarðsvörður.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Opna á að rukka fyrir aðgang að þjóðgarðinum á Þingvöllum Í drögum að frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum er lagt til að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Í dag er bæði rukkað fyrir bílastæðagjöld innan þjóðgarðsins sem og fyrir aðgang að salerni. 11. apríl 2017 23:30 Sérleyfi til að kafa í Silfru á dagskrá Þjóðgarðsvörður telur ákjósanlegt að haldin verði útboð á sérleyfum til köfunar í Silfru. Brýnt sé að bregðast tafarlaust við straumi kafara í gjána. Frumvarpsdrög um málið eru til meðferðar í umhverfisráðuneytinu. 23. mars 2017 07:00 Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Opna á að rukka fyrir aðgang að þjóðgarðinum á Þingvöllum Í drögum að frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum er lagt til að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Í dag er bæði rukkað fyrir bílastæðagjöld innan þjóðgarðsins sem og fyrir aðgang að salerni. 11. apríl 2017 23:30
Sérleyfi til að kafa í Silfru á dagskrá Þjóðgarðsvörður telur ákjósanlegt að haldin verði útboð á sérleyfum til köfunar í Silfru. Brýnt sé að bregðast tafarlaust við straumi kafara í gjána. Frumvarpsdrög um málið eru til meðferðar í umhverfisráðuneytinu. 23. mars 2017 07:00
Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent