Fá bætur eftir að sérsveitin „eyðilagði brúðkaup“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. apríl 2017 17:49 Sérsveitin við æfingar. Vísir/GVA Íslenska ríkinu hefur verið gert að greiða brúðhjónum og gesti þeirra skaðabætur eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhús í Grímsnesi þar sem þau héldu veislu 2013. Lögreglan leitaði á þessum tíma að Stefáni Loga Sívarssyni sem var í felum. Taldi lögregla sig hafa upplýsingar um að Stefán Logi dveldist í umræddum sumarbústað. Stefán Logi á sér langa afbrotasögu en hann hlaut meðal annars sex ára fangelsisdóm í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Vopnaðir sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhúsið þar sem veislan fór fram. Í lýsingu stefnenda segir að „Hátíðahöldin hafi fengið skjótan endi þegar vopnað lið svart- og grímuklæddra sérsveitarmanna hafi ruðst inn á lóð sumarhússins og skipað þeim að leggjast niður.“ Segja þau að mikilli hörku hafi verið beitt og kröfðust þau 1,5 milljóna í skaðabætur frá ríkinu, enda hafi ró þeirra verið raskað með harkalegum hætti en í stefnu þeirra segir að innrásin hafi „eyðilagt brúðkaup stefnenda.“ Lögmaður ríkisins mótmælti kröfu stefnenda. Sagði að sérsveitin hefði ekki beitt vopnum sínum og að aðgerðin hafi aðeins tekið örfáar mínútur. Sagði hann að talinn hafi verið hætta á að sá sem leitað var myndi reyna að flýja eða að hann myndi reyna að verjast handtöku með vopnum eða öðrum hætti. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða stefnendum 150 þúsund krónur í bætur en í dóminum var fallist á að á að þessar aðgerðir og framkvæmd þeirra hafi valdið þeim miska, þó ekki hafi verið lögð fram fram haldbær gögn um að frelsisskerðingin hafi haft neinar varanlegar andlegar eða líkamlegar afleiðingar fyrir stefnendur.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Íslenska ríkinu hefur verið gert að greiða brúðhjónum og gesti þeirra skaðabætur eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhús í Grímsnesi þar sem þau héldu veislu 2013. Lögreglan leitaði á þessum tíma að Stefáni Loga Sívarssyni sem var í felum. Taldi lögregla sig hafa upplýsingar um að Stefán Logi dveldist í umræddum sumarbústað. Stefán Logi á sér langa afbrotasögu en hann hlaut meðal annars sex ára fangelsisdóm í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Vopnaðir sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhúsið þar sem veislan fór fram. Í lýsingu stefnenda segir að „Hátíðahöldin hafi fengið skjótan endi þegar vopnað lið svart- og grímuklæddra sérsveitarmanna hafi ruðst inn á lóð sumarhússins og skipað þeim að leggjast niður.“ Segja þau að mikilli hörku hafi verið beitt og kröfðust þau 1,5 milljóna í skaðabætur frá ríkinu, enda hafi ró þeirra verið raskað með harkalegum hætti en í stefnu þeirra segir að innrásin hafi „eyðilagt brúðkaup stefnenda.“ Lögmaður ríkisins mótmælti kröfu stefnenda. Sagði að sérsveitin hefði ekki beitt vopnum sínum og að aðgerðin hafi aðeins tekið örfáar mínútur. Sagði hann að talinn hafi verið hætta á að sá sem leitað var myndi reyna að flýja eða að hann myndi reyna að verjast handtöku með vopnum eða öðrum hætti. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða stefnendum 150 þúsund krónur í bætur en í dóminum var fallist á að á að þessar aðgerðir og framkvæmd þeirra hafi valdið þeim miska, þó ekki hafi verið lögð fram fram haldbær gögn um að frelsisskerðingin hafi haft neinar varanlegar andlegar eða líkamlegar afleiðingar fyrir stefnendur.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira