Breiðablik vann 3-0 sigur á Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ, árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna.
Fanndís Friðriksdóttir kom Blikum yfir á 21. mínútu eftir undirbúning Rakelar Hönnudóttir sem skoraði svo annað markið sjö mínútum síðar.
Staðan var 2-0 í hálfleik og allt fram á 69. mínútu þegar Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði þriðja mark Blika úr vítaspyrnu. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen fiskaði vítið rétt eftir að hún kom inn á sem varamaður. Öruggur 3-0 sigur Breiðabliks því staðreynd.
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst á fimmtudaginn. Breiðablik mætir FH í 1. umferðinni á meðan Stjarnan sækir nýliða Hauka heim.
