Andstæðingar fylkja sér að baki Macron: Le Pen sigri hrósandi Oddur Ævar Gunnarsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 23. apríl 2017 19:50 Francois Fillon, ásamt eiginkonu sinni, Penelope Fillon. Vísir/EPA Leiðtogar franskra Repúblikana og leiðtogar Sósíalista, hvetja stuðningsmenn sína til þess að fylkja sér á bak við miðjumanninn Emmanuel Macron, eftir að útgönguspár gáfu til kynna að það verða Macron og Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, sem munu mætast í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi, þann 7. maí næstkomandi. Í tilkynningu frá Francois Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana, segir að það sé ekki í blóði Fillon að halda sig heima og að það muni hann heldur ekki gera í komandi kosningum. „Sérstaklega ekki á tímum sem þessum, þar sem öfgaflokkur er jafn nálægt því að ná völdum og nú. Þjóðfylkingin er vel þekkt fyrir ofbeldi og hatur. Stefna þeirra mun steypa Evrópu í glötun og því ekkert annað í stöðunni en að kjósa Emmanuel Macron.“ Þannig hafa leiðtogar í Sósíalistaflokknum, sem virðist hafa hlotið afhroð í forsetakosningunum einnig talað með sama hætti. Frambjóðandi þeirra, Benoit Hamon, sem að því er virðist fékk sex prósenta fylgi í kosningunum hvetur Frakka til þess að kjósa Macron.Ég hvet alla til þess að berjast gegn öfgaöflum hægrisins og til þess að berjast fyrir Macron. Ég geri greinarmun á andstæðing í stjórnmálum og óvini lýðveldisins. Jean Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, lengst til vinstri á kvarða franskra stjórnmála, segir að niðurstöður kosninganna séu enn ekki ljósar og því hefur hann ekki tjáð sig um fyrstu tölur.Le Pen sigri hrósandiFrambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, var sigri hrósandi þegar hún mætti á fjöldasamkomu með stuðningsfólki sínu, nú í kvöld, eftir að fyrstu útgönguspár bárust. „Þið hafið fleytt mér áfram í næstu umferð kosninganna. Mig langar til að þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum. Fyrsta skref frönsku þjóðarinnar í átt að L´Elysée hefur verið stigið. Þetta eru sögulegar niðurstöður.“ „Þetta er einnig til marks um franskt stolt, til marks um að fólk sé hætt að lúta höfði. Það hefur ekki farið framhjá neinum að kerfið hefur reynt hvað það getur til að koma í veg fyrir þá rökræðu sem verður að eiga sér stað. Franska þjóðin stendur frammi fyrir einföldu vali: annað hvort höldum við áfram í átt að fullkomnu valdaleysi, eða við veljum Frakkland.“ „Nú getið þið valið alvöru breytingar. Þetta er það sem ég legg til; alvöru breytingar. Það er kominn tími til að frelsa frönsku þjóðina undan oki hrokafullrar yfirstéttar sem vill stjórna því hvernig Frakkar eigi að haga sér. Því jú, ég er frambjóðandi fólksins.“ Frakkland Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Leiðtogar franskra Repúblikana og leiðtogar Sósíalista, hvetja stuðningsmenn sína til þess að fylkja sér á bak við miðjumanninn Emmanuel Macron, eftir að útgönguspár gáfu til kynna að það verða Macron og Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, sem munu mætast í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi, þann 7. maí næstkomandi. Í tilkynningu frá Francois Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana, segir að það sé ekki í blóði Fillon að halda sig heima og að það muni hann heldur ekki gera í komandi kosningum. „Sérstaklega ekki á tímum sem þessum, þar sem öfgaflokkur er jafn nálægt því að ná völdum og nú. Þjóðfylkingin er vel þekkt fyrir ofbeldi og hatur. Stefna þeirra mun steypa Evrópu í glötun og því ekkert annað í stöðunni en að kjósa Emmanuel Macron.“ Þannig hafa leiðtogar í Sósíalistaflokknum, sem virðist hafa hlotið afhroð í forsetakosningunum einnig talað með sama hætti. Frambjóðandi þeirra, Benoit Hamon, sem að því er virðist fékk sex prósenta fylgi í kosningunum hvetur Frakka til þess að kjósa Macron.Ég hvet alla til þess að berjast gegn öfgaöflum hægrisins og til þess að berjast fyrir Macron. Ég geri greinarmun á andstæðing í stjórnmálum og óvini lýðveldisins. Jean Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, lengst til vinstri á kvarða franskra stjórnmála, segir að niðurstöður kosninganna séu enn ekki ljósar og því hefur hann ekki tjáð sig um fyrstu tölur.Le Pen sigri hrósandiFrambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, var sigri hrósandi þegar hún mætti á fjöldasamkomu með stuðningsfólki sínu, nú í kvöld, eftir að fyrstu útgönguspár bárust. „Þið hafið fleytt mér áfram í næstu umferð kosninganna. Mig langar til að þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum. Fyrsta skref frönsku þjóðarinnar í átt að L´Elysée hefur verið stigið. Þetta eru sögulegar niðurstöður.“ „Þetta er einnig til marks um franskt stolt, til marks um að fólk sé hætt að lúta höfði. Það hefur ekki farið framhjá neinum að kerfið hefur reynt hvað það getur til að koma í veg fyrir þá rökræðu sem verður að eiga sér stað. Franska þjóðin stendur frammi fyrir einföldu vali: annað hvort höldum við áfram í átt að fullkomnu valdaleysi, eða við veljum Frakkland.“ „Nú getið þið valið alvöru breytingar. Þetta er það sem ég legg til; alvöru breytingar. Það er kominn tími til að frelsa frönsku þjóðina undan oki hrokafullrar yfirstéttar sem vill stjórna því hvernig Frakkar eigi að haga sér. Því jú, ég er frambjóðandi fólksins.“
Frakkland Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira