Hvalfjarðargöng verða lokuð fjórar nætur í þessari viku, frá mánudeginum og til fimmtudags, vegna viðhalds og hreingerninga. Þetta kemur fram á heimasíðu Spalar.
Vakin er sérstök athygli á því að göngunum verður lokað kl. 22 að kvöldi mánudagsins 24. apríl, en á miðnætti næstu þrjú kvöld sem fylgja á eftir.
Lokað verður sem hér segir í þetta sinn:
Frá kl. 22 að kvöldi mánudags 24. apríl til kl. 6 að morgni þriðjudags 25. apríl.
Frá miðnætti að kvöldi þriðjudags 25. apríl til kl. 6 að morgni miðvikudags 26. apríl.
Frá miðnætti að kvöldi miðvikudags 26. apríl til kl. 6 að morgni fimmtudags 27. apríl.
Frá miðnætti að kvöldi fimmtudags 27. apríl til kl. 6 að morgni föstudags 28. apríl.
Næturlokanir í Hvalfjarðargöngum í vikunni
Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
