Handbolti

Aron tilnefndur sem leikmaður umferðarinnar | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Pálmarsson fór á kostum.
Aron Pálmarsson fór á kostum. vísir/getty
Aron Pálmarsson, leikstjórnandi ungverska stórliðsins Veszprém, er í liði umferðarinnar og er því tilnefndur sem besti leikmaður umferðarinnar eftir fyrri leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Aron fór á kostum fyrir Veszprém og skoraði sex mörk í þriggja marka sigri á franska liðinu Montpellier í fyrri leik liðanna en sá síðari fer fram í Frakklandi á sunnudaginn.

Veszprém fór alla leið í úrslitaleikinn í fyrra en kastaði þar frá sér níu marka forskoti á móti pólska liðinu Kielce og þurfti að sætta sig við silfrið. Liðið hefur unnið alla titla sem í boði eru fyrir það nema Meistaradeildina.

Aron er eini leikmaður Veszprém í liði vikunnar en þar eru tveir frá PSG, tveir frá Kiel, einn frá RK Vardar og einn frá Montpellier.

Það eru handboltaáhugamenn sem velja leikmann umferðarinnar og er hægt að kjósa Aron með því að smella hérna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×