Margrét Lára: Fólk hefur enga ástæðu til að mæta ekki á kvennaleiki lengur Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 13:00 Margrét Lára Viðarsdóttir ætlar sér titilinn í ár. vísir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Vals og íslenska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur heim í Pepsi-deildina fyrir síðustu leiktíð og skoraði fjórtán mörk í 17 leikjum fyrir Hlíðarendaliðið er það hafnaði í þriðja sæti deildarinnar. Valskonur náðu ekki markmiði sínu en þeim er spáð titlinum í ár enda með svakalega sveit leikmanna. Valur hefur verið að spila vel á undirbúningstímabilinu og er bæði Reykjavíkurmeistari og Lengjubikarmeistari.Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna sem birt var í gær. Margrét Lára er reyndari en tvævetur í þessum bransa og tapar sér ekkert yfir því. „Ég held að það sé ekkert lið sem eigi að vinna þessa deild. Þetta er það sterk deild og mörg lið sem eru bara mjög líkleg til að vinna hana. Við tökum þessari spá mjög hóflega og höldum að vinna í okkar litlu markmiðum,“ segir Margrét Lára við Vísi.Margrét Lára skoraði fjórtán mörk í fyrra.vísir/hannaAnnar hópur en fyrir þremur vikum Valsliðið styrkti sig mikið fyrir átökin í sumar og er með sæg af landsliðskonum í liðinu. Aftur á móti hefur það orðið fyrir miklum áföllum en Elísa Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Mist Edvardsdóttir eru allar með slitið krossband og verða ekki með í sumar. „Það er búið að vera að keyra á ákveðnum hóp og reikna með ákveðnum leikmönnum allt vetrartímabilið en svo breytist það eins og hendi væri veifað. Við erum með allt annan hóp en við vorum með fyrir þremur vikum síðan. Við tökum þessu bara af æðruleysi og höldum áfram,“ segir Margrét Lára en Valur hefur fengið útlendinga til að fylla í skörðin. Þegar að Margrét Lára kvaddi íslenska boltann og hélt í atvinnumennsku árið 2008 var Pepsi-deildin langt frá því jafn spennandi og hún er í dag. Margrét Lára skoraði 32 mörk af 91 sem Valskonur settu á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum það árið en þær unnu 17 leiki og töpuðu einum. KR vann 16 leiki en tapaði tveimur og varð af titlinum en næsta lið, Breiðablik, fékk 35 stig. Í fyrra munaði aðeins átta stigum á liðunum í öðru og fimmta sæti en fleiri lið eru orðin góð og mótið mun jafnara. „Það er miklu skemmtilegra að taka þátt í þessu heldur en að vera búin að vinna mótið þegar fjórar umferðir eru eftir. Það er liðin tíð. Það var þvílík barátta á toppi og botni og þannig viljum við hafa það,“ segir Margrét Lára. „Það er líka gaman að sjá að íslenskir leikmenn sem hafa verið að spila erlendis í mörg ár eru komnir heim. Leikmenn eru að koma aftur heim og gefa aftur til sinna félaga og íslenskrar kvennaknattspyrnu sem er ekkert sjálfgefið. Þetta styrkir bæði félögin og deildina og er rosalega skemmtilegt.“Dóra María Lárusdóttir sleit krossband.vísir/ernirMæta með opnum huga Þrátt fyrir mun meiri skemmtun og miklu meiri gæði í leikjunum er mætingin á kvennaboltann hér heima því miður til skammar oft á tíðum. Nú er EM-sumar hjá stelpunum og óhætt að kalla eftir því að fótboltaáhugamenn komi sér á völlinn. „Ég er sammála því. Það eru komin mikil gæði í þessa deild og það er ekki bara að leikirnir eru jafnir heldur erum við að sjá flotta takta og mikil gæði. Fótboltinn á Íslandi er að breytast mjög mikið og hefur verið að gera undanfarin ár til hins betra,“ segir Margrét Lára.„Fólk hefur enga ástæðu lengur til að mæta ekki á kvennafótboltaleiki því þeir eru orðnir gríðarlega spennandi og skemmtilegir.“ „Það þarf bara að fara með opnum huga. Ég hef alltaf sagt að það þarf að setja á sig önnur gleraugu þegar horft er á kvennafótbolta á móti karlafótbolta. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Þetta er önnur íþrótt þó báðar séu mjög skemmtilegar. Við hvetjum bara fólk til að mæta og styðja sín lið,“ segir Margrét Lára. Sem fyrr segir lentu Valskonur í því að þrír lykilmenn sem allir eru landsliðsmenn slitu krossband fyrir mótið. Íþróttafræðingurinn Eva Hafdís Ásgrímsdóttir skrifaði pistil á fótbolti.net í gær þar sem hún sakaði gervigrasið um að eiga stóran hlut í krossbandaslitum kvenna sem eru því miður mjög algeng. „Það er rosalega erfitt að benda á eitthvað eitt sem veldur því að konur slíti krossbönd oftar en karlmenn. Þessi síðustu þrjú krossbönd sem slitna hjá landsliðinu gera það á náttúrlegu grasi en ekki gervigrasi. Það er alltaf hægt að finna samnefnara einhverstaðar en það er bara mikilvægt að við öll, leikmenn og þjálfarar, tökum ábyrgð á okkar þjálfun og förum í smá naflaskoðun,“ segir Margrét Lára. „Það má alltaf bæta en mér finnst liðin vera að gera flotta hluti. Flest liðin eru með sjúkraþjálfara og styrktarþjálfara í þessu öllu saman. Ég vil trúa því að þetta sé tilviljun og vona það. Ég vona jafnframt að þessir leikmenn komi sterkari til baka því það sem drepur mann ekki bara styrkir mann,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir.Pepsi-deild kvenna hefst fimmtudaginn 27. apríl en Stöð 2 Sport verður með beinar útsendingar í hverri umferð og gerir upp alla leiki í Pepsimörkum kvenna, sem Helena Ólafsdóttir stýrir. Fyrsti þátturinn verður á dagskrá í beinni útsendingu föstudaginn 29. apríl klukkan 21.30. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valskonum spáð titlinum Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna. 25. apríl 2017 12:59 Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Vals og íslenska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur heim í Pepsi-deildina fyrir síðustu leiktíð og skoraði fjórtán mörk í 17 leikjum fyrir Hlíðarendaliðið er það hafnaði í þriðja sæti deildarinnar. Valskonur náðu ekki markmiði sínu en þeim er spáð titlinum í ár enda með svakalega sveit leikmanna. Valur hefur verið að spila vel á undirbúningstímabilinu og er bæði Reykjavíkurmeistari og Lengjubikarmeistari.Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna sem birt var í gær. Margrét Lára er reyndari en tvævetur í þessum bransa og tapar sér ekkert yfir því. „Ég held að það sé ekkert lið sem eigi að vinna þessa deild. Þetta er það sterk deild og mörg lið sem eru bara mjög líkleg til að vinna hana. Við tökum þessari spá mjög hóflega og höldum að vinna í okkar litlu markmiðum,“ segir Margrét Lára við Vísi.Margrét Lára skoraði fjórtán mörk í fyrra.vísir/hannaAnnar hópur en fyrir þremur vikum Valsliðið styrkti sig mikið fyrir átökin í sumar og er með sæg af landsliðskonum í liðinu. Aftur á móti hefur það orðið fyrir miklum áföllum en Elísa Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Mist Edvardsdóttir eru allar með slitið krossband og verða ekki með í sumar. „Það er búið að vera að keyra á ákveðnum hóp og reikna með ákveðnum leikmönnum allt vetrartímabilið en svo breytist það eins og hendi væri veifað. Við erum með allt annan hóp en við vorum með fyrir þremur vikum síðan. Við tökum þessu bara af æðruleysi og höldum áfram,“ segir Margrét Lára en Valur hefur fengið útlendinga til að fylla í skörðin. Þegar að Margrét Lára kvaddi íslenska boltann og hélt í atvinnumennsku árið 2008 var Pepsi-deildin langt frá því jafn spennandi og hún er í dag. Margrét Lára skoraði 32 mörk af 91 sem Valskonur settu á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum það árið en þær unnu 17 leiki og töpuðu einum. KR vann 16 leiki en tapaði tveimur og varð af titlinum en næsta lið, Breiðablik, fékk 35 stig. Í fyrra munaði aðeins átta stigum á liðunum í öðru og fimmta sæti en fleiri lið eru orðin góð og mótið mun jafnara. „Það er miklu skemmtilegra að taka þátt í þessu heldur en að vera búin að vinna mótið þegar fjórar umferðir eru eftir. Það er liðin tíð. Það var þvílík barátta á toppi og botni og þannig viljum við hafa það,“ segir Margrét Lára. „Það er líka gaman að sjá að íslenskir leikmenn sem hafa verið að spila erlendis í mörg ár eru komnir heim. Leikmenn eru að koma aftur heim og gefa aftur til sinna félaga og íslenskrar kvennaknattspyrnu sem er ekkert sjálfgefið. Þetta styrkir bæði félögin og deildina og er rosalega skemmtilegt.“Dóra María Lárusdóttir sleit krossband.vísir/ernirMæta með opnum huga Þrátt fyrir mun meiri skemmtun og miklu meiri gæði í leikjunum er mætingin á kvennaboltann hér heima því miður til skammar oft á tíðum. Nú er EM-sumar hjá stelpunum og óhætt að kalla eftir því að fótboltaáhugamenn komi sér á völlinn. „Ég er sammála því. Það eru komin mikil gæði í þessa deild og það er ekki bara að leikirnir eru jafnir heldur erum við að sjá flotta takta og mikil gæði. Fótboltinn á Íslandi er að breytast mjög mikið og hefur verið að gera undanfarin ár til hins betra,“ segir Margrét Lára.„Fólk hefur enga ástæðu lengur til að mæta ekki á kvennafótboltaleiki því þeir eru orðnir gríðarlega spennandi og skemmtilegir.“ „Það þarf bara að fara með opnum huga. Ég hef alltaf sagt að það þarf að setja á sig önnur gleraugu þegar horft er á kvennafótbolta á móti karlafótbolta. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Þetta er önnur íþrótt þó báðar séu mjög skemmtilegar. Við hvetjum bara fólk til að mæta og styðja sín lið,“ segir Margrét Lára. Sem fyrr segir lentu Valskonur í því að þrír lykilmenn sem allir eru landsliðsmenn slitu krossband fyrir mótið. Íþróttafræðingurinn Eva Hafdís Ásgrímsdóttir skrifaði pistil á fótbolti.net í gær þar sem hún sakaði gervigrasið um að eiga stóran hlut í krossbandaslitum kvenna sem eru því miður mjög algeng. „Það er rosalega erfitt að benda á eitthvað eitt sem veldur því að konur slíti krossbönd oftar en karlmenn. Þessi síðustu þrjú krossbönd sem slitna hjá landsliðinu gera það á náttúrlegu grasi en ekki gervigrasi. Það er alltaf hægt að finna samnefnara einhverstaðar en það er bara mikilvægt að við öll, leikmenn og þjálfarar, tökum ábyrgð á okkar þjálfun og förum í smá naflaskoðun,“ segir Margrét Lára. „Það má alltaf bæta en mér finnst liðin vera að gera flotta hluti. Flest liðin eru með sjúkraþjálfara og styrktarþjálfara í þessu öllu saman. Ég vil trúa því að þetta sé tilviljun og vona það. Ég vona jafnframt að þessir leikmenn komi sterkari til baka því það sem drepur mann ekki bara styrkir mann,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir.Pepsi-deild kvenna hefst fimmtudaginn 27. apríl en Stöð 2 Sport verður með beinar útsendingar í hverri umferð og gerir upp alla leiki í Pepsimörkum kvenna, sem Helena Ólafsdóttir stýrir. Fyrsti þátturinn verður á dagskrá í beinni útsendingu föstudaginn 29. apríl klukkan 21.30.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valskonum spáð titlinum Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna. 25. apríl 2017 12:59 Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Sjá meira
Valskonum spáð titlinum Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna. 25. apríl 2017 12:59
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn