Skoða meint áreiti dæmds kynferðisbrotamanns á samfélagsmiðlum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. apríl 2017 14:00 Þetta samtal hefur farið víða á Facebook undanfarna daga. vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar ásakanir á hendur karlmanni á þrítugsaldri, dæmdum kynferðisbrotamanni, þess efnis að hann hafi áreitt stúlkur í gegnum samfélagsmiðla að undanförnu. Hann var árið 2013 sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum stúlkum. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. „Án þess að svara neinu til um einstakling þá höfum við fengið ábendingar um mann sem hefur verið að setja sig í samband við ungar stúlkur á netinu og við höfum fylgt því eftir,“ segir hann. „Þetta er ábending, ekki kæra, og við förum þá leiðina til þess að skoða málið. En það er verið að skoða hvort það kunni að vera um refsiverða háttsemi að ræða,“ bætir Grímur við, aðspurður um hvernig brugðist sé við slíkum ábendingum.„Get sent þér mynd af öllu nema andlitinu" Skjáskot af samtali á milli stúlku og manns hefur gengið um samfélagsmiðla að undanförnu, en stúlkan segist fullviss um að um sé að ræða þennan tiltekna mann. Í samtalinu segist maðurinn meðal annars vilja senda stúlkunni myndir af sér berum. Fleiri konur segjast í athugasemdakerfum hafa fengið sambærileg skilaboð frá manninum, og taka fram að hann komi fram undir ýmsum nöfnum á samfélagsmiðlum. „Ertu til í að taka mig að þér sem þinn þjón/þræl?“ segir meðal annars í skjáskotinu. „Get sent þér mynd af öllu nema andlitinu. þó það sé fallegt þá, get ég ekki farið alveg i þann pakka haha,“ segir jafnframt. Maðurinn hefur verið sakfelldur meðal annars fyrir að hafa sett sig í samband við ungar stúlkur á samskiptasíðum á netinu, áreitt þær og fyrir nauðgun. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hljóp á sig Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar ásakanir á hendur karlmanni á þrítugsaldri, dæmdum kynferðisbrotamanni, þess efnis að hann hafi áreitt stúlkur í gegnum samfélagsmiðla að undanförnu. Hann var árið 2013 sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum stúlkum. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. „Án þess að svara neinu til um einstakling þá höfum við fengið ábendingar um mann sem hefur verið að setja sig í samband við ungar stúlkur á netinu og við höfum fylgt því eftir,“ segir hann. „Þetta er ábending, ekki kæra, og við förum þá leiðina til þess að skoða málið. En það er verið að skoða hvort það kunni að vera um refsiverða háttsemi að ræða,“ bætir Grímur við, aðspurður um hvernig brugðist sé við slíkum ábendingum.„Get sent þér mynd af öllu nema andlitinu" Skjáskot af samtali á milli stúlku og manns hefur gengið um samfélagsmiðla að undanförnu, en stúlkan segist fullviss um að um sé að ræða þennan tiltekna mann. Í samtalinu segist maðurinn meðal annars vilja senda stúlkunni myndir af sér berum. Fleiri konur segjast í athugasemdakerfum hafa fengið sambærileg skilaboð frá manninum, og taka fram að hann komi fram undir ýmsum nöfnum á samfélagsmiðlum. „Ertu til í að taka mig að þér sem þinn þjón/þræl?“ segir meðal annars í skjáskotinu. „Get sent þér mynd af öllu nema andlitinu. þó það sé fallegt þá, get ég ekki farið alveg i þann pakka haha,“ segir jafnframt. Maðurinn hefur verið sakfelldur meðal annars fyrir að hafa sett sig í samband við ungar stúlkur á samskiptasíðum á netinu, áreitt þær og fyrir nauðgun.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hljóp á sig Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Sjá meira