Samviskan hringdi og ég svaraði Magnús Guðmundsson skrifar 28. apríl 2017 10:30 Svikaskáldin sem verða í Mengi í dag frá kl. 17 til 19. Við kynntumst í ritlistinni uppi í háskóla en erum samt ekki allar af sama árinu. Það var svona upphafið að þessu,“ segir Sunna Dís Másdóttir ljóðskáld en í dag kemur út ljóðverkið Ég er ekki að rétta upp hönd. Í bókinni er að finna ljóðverk eftir svikaskáldin Fríðu Ísberg, Melkorku Ólafsdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Þóru Hjörleifsdóttur, Þórdísi Helgadóttur og Sunnu Dís. En útgáfunni verður fagnað í dag í Mengi á milli klukkan 17 og 19 að Óðinsgötu þar sem skáldin ætla að koma saman og lesa upp úr verkinu. Sunna Dís segir að þær hafi einfaldlega ákveðið að skella saman í bók. „Mér var svona kippt með – það var eiginlega eins og að fá samtal frá samviskunni. Ég var drifin upp í bústað að skrifa ljóð og þegar samviskan hringir þá svarar maður kallinu.“ Samheitið svikaskáld segir Sunna Dís að hafi fljótlega komið til þeirra. „Þetta birtist fljótlega eftir að við komum saman uppi í bústað til þess að skrifa og hafa kaffisamsæti með upplestrum þess á milli. Þá kom fljótt í ljós að það voru hjá okkur sameiginlegir þræðir sem meðal annars tengjast imposture-syndróminu sem hefur nú farið nokkuð hátt. Þessi pæling með að vera skáld eða svikari. Hvort er maður?“ En sjálf segir Sunna Dís að þar sem segi í einu af ljóðum hennar að hún geri aldrei mistök þá hljóti hún að vera viss um það hvort hún er og þar sem ljóðið er að koma á bók þá hljóti hún að vera skáld. Að yrkja ljóð þykir nú oft vera einmanalegt starf en skyldi Sunnu Dís hafa þótt gott að vinna svona saman eins og þær gerðu? „Þetta var ótrúlega skemmtileg vinna. Við vissum í raun ekkert hvað yrði þegar við fórum þarna upp eftir að öðru leyti en því að við vorum búnar að ákveða að gefa út bók. Því þannig gerast allir góðir hlutir að maður stekkur fyrst og spyr svo. Það var líka gaman að sjá hvernig ljóðin fara að flækja sig saman í þessu samtali og með kaffisopanum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl. Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Við kynntumst í ritlistinni uppi í háskóla en erum samt ekki allar af sama árinu. Það var svona upphafið að þessu,“ segir Sunna Dís Másdóttir ljóðskáld en í dag kemur út ljóðverkið Ég er ekki að rétta upp hönd. Í bókinni er að finna ljóðverk eftir svikaskáldin Fríðu Ísberg, Melkorku Ólafsdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Þóru Hjörleifsdóttur, Þórdísi Helgadóttur og Sunnu Dís. En útgáfunni verður fagnað í dag í Mengi á milli klukkan 17 og 19 að Óðinsgötu þar sem skáldin ætla að koma saman og lesa upp úr verkinu. Sunna Dís segir að þær hafi einfaldlega ákveðið að skella saman í bók. „Mér var svona kippt með – það var eiginlega eins og að fá samtal frá samviskunni. Ég var drifin upp í bústað að skrifa ljóð og þegar samviskan hringir þá svarar maður kallinu.“ Samheitið svikaskáld segir Sunna Dís að hafi fljótlega komið til þeirra. „Þetta birtist fljótlega eftir að við komum saman uppi í bústað til þess að skrifa og hafa kaffisamsæti með upplestrum þess á milli. Þá kom fljótt í ljós að það voru hjá okkur sameiginlegir þræðir sem meðal annars tengjast imposture-syndróminu sem hefur nú farið nokkuð hátt. Þessi pæling með að vera skáld eða svikari. Hvort er maður?“ En sjálf segir Sunna Dís að þar sem segi í einu af ljóðum hennar að hún geri aldrei mistök þá hljóti hún að vera viss um það hvort hún er og þar sem ljóðið er að koma á bók þá hljóti hún að vera skáld. Að yrkja ljóð þykir nú oft vera einmanalegt starf en skyldi Sunnu Dís hafa þótt gott að vinna svona saman eins og þær gerðu? „Þetta var ótrúlega skemmtileg vinna. Við vissum í raun ekkert hvað yrði þegar við fórum þarna upp eftir að öðru leyti en því að við vorum búnar að ákveða að gefa út bók. Því þannig gerast allir góðir hlutir að maður stekkur fyrst og spyr svo. Það var líka gaman að sjá hvernig ljóðin fara að flækja sig saman í þessu samtali og með kaffisopanum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl.
Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira