Litir ekki númer Magnús Guðmundsson skrifar 29. apríl 2017 13:00 Ein af myndum Tryggva á sýningunni á Mokka. Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður opnar sýningu á grafíkverkum á Mokka við Skólavörðustíg mánudaginn 1. maí næstkomandi. Tryggvi vann lengst af að list sinni í Danmörku þar sem hann bjó í rúm 40 ár. Hann hefur sýnt víða um heim og sneri sér snemma að popplist þar sem hann nýtir sér efni og form bæði frá fortíð og nútíð. Það er mikill skáldskapur í verkum Tryggva, þau eru póetísk, djörf og mjög persónuleg. Tryggvi segir að hann hafi verið að vinna við að búa til litógrafíur eftir að hann lenti í slysi árið 2007. „Ég lærði á sínum tíma að búa til litógrafíur og það kemur mér til góða núna af því að ég get ekki málað lengur. Ég hef verið að vinna að þessu síðan 2013 þegar ég fékk hjálp góðra manna, svona dags daglega þar sem ég með aðstöðu að Droplaugarstöðum. Þetta er svona eins og lítil vinnustofa. Á sýningunni á Mokka er ég að sýna svona blandað úrval af þessu en þetta er bara lítil sýning.“Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður.Tryggvi er þekktastur fyrir málverkin og hann segir að líkast til hafi þau verið orðin á þriðja þúsundið á sínum tíma. „Ég kannaði þetta árið 2000 þegar ég varð sextugur en þurfti svo að stoppa árið 2007 en þá gerði ég djöfulinn ekki neitt nema eitthvert fúsk þangað til ég komst aftur í gang og fór að gera litógrafíuna. Þetta er reyndar allt orðið stafrænt og breytt. Það er svo margt sem á að vera svo einfalt en er orðið af völdum tækninnar helmingi flóknara. Í dag getur maður ekki haft tvær rollur nema að maður eigi tölvu. Í gamla daga gat maður blandað liti í dós en núna þarf að blanda þetta allt öðruvísi. Prentarinn talar um númer en ekki liti en ef maður lítur til himins þá sér maður lit en ekki númer. Litirnir eru fyrir augun og þetta er sjónrænn miðill. En ég hef óskaplega gaman af því að geta fengið að vinna í friði. Það er mitt líf því ég hef verið að því síðan að ég var barn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. apríl. Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður opnar sýningu á grafíkverkum á Mokka við Skólavörðustíg mánudaginn 1. maí næstkomandi. Tryggvi vann lengst af að list sinni í Danmörku þar sem hann bjó í rúm 40 ár. Hann hefur sýnt víða um heim og sneri sér snemma að popplist þar sem hann nýtir sér efni og form bæði frá fortíð og nútíð. Það er mikill skáldskapur í verkum Tryggva, þau eru póetísk, djörf og mjög persónuleg. Tryggvi segir að hann hafi verið að vinna við að búa til litógrafíur eftir að hann lenti í slysi árið 2007. „Ég lærði á sínum tíma að búa til litógrafíur og það kemur mér til góða núna af því að ég get ekki málað lengur. Ég hef verið að vinna að þessu síðan 2013 þegar ég fékk hjálp góðra manna, svona dags daglega þar sem ég með aðstöðu að Droplaugarstöðum. Þetta er svona eins og lítil vinnustofa. Á sýningunni á Mokka er ég að sýna svona blandað úrval af þessu en þetta er bara lítil sýning.“Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður.Tryggvi er þekktastur fyrir málverkin og hann segir að líkast til hafi þau verið orðin á þriðja þúsundið á sínum tíma. „Ég kannaði þetta árið 2000 þegar ég varð sextugur en þurfti svo að stoppa árið 2007 en þá gerði ég djöfulinn ekki neitt nema eitthvert fúsk þangað til ég komst aftur í gang og fór að gera litógrafíuna. Þetta er reyndar allt orðið stafrænt og breytt. Það er svo margt sem á að vera svo einfalt en er orðið af völdum tækninnar helmingi flóknara. Í dag getur maður ekki haft tvær rollur nema að maður eigi tölvu. Í gamla daga gat maður blandað liti í dós en núna þarf að blanda þetta allt öðruvísi. Prentarinn talar um númer en ekki liti en ef maður lítur til himins þá sér maður lit en ekki númer. Litirnir eru fyrir augun og þetta er sjónrænn miðill. En ég hef óskaplega gaman af því að geta fengið að vinna í friði. Það er mitt líf því ég hef verið að því síðan að ég var barn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. apríl.
Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira