Vilja banna fjallajeppa í miðbænum Benedikt Bóas skrifar 29. apríl 2017 07:00 Bannið gildi fyrir stærri og minni hópbifreiðar með ferðamenn og sérútbúnar jeppabifreiðar með yfir 36” dekk. Svona bílar myndu því hverfa úr miðborginni. vísir/eyþór Jeppabifreiðum sem hefur verið breytt til að aka með ferðamenn um jökla og fáfarnar slóðir og eru með stærri en 36 tommu dekk verður bannað að aka á ákveðnum svæðum í miðborginni gangi tillögur starfshóps Reykjavíkurborgar eftir. Við þetta eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa við ferðaþjónustu á breyttum jeppum mjög ósátt. FETAR, Félag eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, sem eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa við ferðaþjónustu á breyttum ferðaþjónustubifreiðum, birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem sem fyrirhuguð boð og bönn eru hörmuð.„Fullkomið sinnuleysi hefur ríkt hjá borgaryfirvöldum hvað samgöngumál ferðamanna varðar. Ljóst er að lítilli gestrisni er fyrir að fara hjá borgaryfirvöldum hvað þetta varðar, svo lítilli að í raun stappar nærri tillitsleysi og dónaskap,“ segir meðal annars. Samtökin segja að tillagan haldi ekki vatni í nokkru samhengi. „Jafnframt má benda meðlimum stýrihópsins á að 36" dekk sjást varla á nokkrum jeppabifreiðum í dag, sérstaklega ekki á jeppabifreiðum í farþegaflutningum. Ólíklegt er að sú dekkjastærð eigi við í því tilviki þar sem verið er að fjalla um akstur með ferðamenn, og því virðist sem stýrihópurinn hafi freistast til að teygja sig lengra en erindi hans nær hvað þetta varðar.“ Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, skipar hópinn og segir að búið sé að vinna mjög vel með hagsmunaaðilum og íbúasamtökum. „Í þeim tillögum sem verða lagðar fram í næstu viku er gert ráð fyrir meiri takmörkunum en nú eru þegar í gildi um mjög stóra og breytta jeppa. Þá mun bannið gilda fyrir þá bíla sem eru stækkaðir fyrir ferðamennsku en ekki þá sem eiga sinn fjallabíl fyrir sig og sína.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Jeppabifreiðum sem hefur verið breytt til að aka með ferðamenn um jökla og fáfarnar slóðir og eru með stærri en 36 tommu dekk verður bannað að aka á ákveðnum svæðum í miðborginni gangi tillögur starfshóps Reykjavíkurborgar eftir. Við þetta eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa við ferðaþjónustu á breyttum jeppum mjög ósátt. FETAR, Félag eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, sem eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa við ferðaþjónustu á breyttum ferðaþjónustubifreiðum, birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem sem fyrirhuguð boð og bönn eru hörmuð.„Fullkomið sinnuleysi hefur ríkt hjá borgaryfirvöldum hvað samgöngumál ferðamanna varðar. Ljóst er að lítilli gestrisni er fyrir að fara hjá borgaryfirvöldum hvað þetta varðar, svo lítilli að í raun stappar nærri tillitsleysi og dónaskap,“ segir meðal annars. Samtökin segja að tillagan haldi ekki vatni í nokkru samhengi. „Jafnframt má benda meðlimum stýrihópsins á að 36" dekk sjást varla á nokkrum jeppabifreiðum í dag, sérstaklega ekki á jeppabifreiðum í farþegaflutningum. Ólíklegt er að sú dekkjastærð eigi við í því tilviki þar sem verið er að fjalla um akstur með ferðamenn, og því virðist sem stýrihópurinn hafi freistast til að teygja sig lengra en erindi hans nær hvað þetta varðar.“ Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, skipar hópinn og segir að búið sé að vinna mjög vel með hagsmunaaðilum og íbúasamtökum. „Í þeim tillögum sem verða lagðar fram í næstu viku er gert ráð fyrir meiri takmörkunum en nú eru þegar í gildi um mjög stóra og breytta jeppa. Þá mun bannið gilda fyrir þá bíla sem eru stækkaðir fyrir ferðamennsku en ekki þá sem eiga sinn fjallabíl fyrir sig og sína.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira