Farþegunum boðin áfallahjálp Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. apríl 2017 22:34 Slæmt skyggni var á flugvellinum. Vísir/JBG Farþegum í flugvél Primera Air sem rann út af brautarenda við lendingu á Keflavíkurflugvelli í dag var boðin áfallahjálp af Rauða krossi Íslands við komi í flugstöðina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ISAVIA. Þar segir að ekki sé ljóst hvað olli óhappinu en að Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaki nú atvikið. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á flugvélinni sjálfri. „Vegna óhappsins voru engin flugtök eða lendingar á meðan verið var hleypa farþegum frá borði og unnið var að því að fjarlægja vélina sjálfa af brautarenda. Vegna malbikunarframkvæmda er hin brautin á flugvellinum, braut 10/28 lokuð. Þær flugvélar sem áætluðu að lenda á Keflavíkurflugvelli strax eftir atvikið ákváðu að lenda annarsstaðar, tvær fóru til Skotlands og ein lenti í Reykjavík.“Tilkynning ISAVIA í heild sinni:Um kl. 17:20 í dag rann flugvél frá flugfélaginu Primera Air út af brautarenda brautar 19 í lendingu á Keflavíkurflugvelli. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á flugvélinni sjálfri. Ekki er ljóst hvað olli þessu óhappi en Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú atvikið. Vegna óhappsins voru engin flugtök eða lendingar á meðan verið var hleypa farþegum frá borði og unnið var að því að fjarlægja vélina sjálfa af brautarenda. Vegna malbikunarframkvæmda er hin brautin á flugvellinum, braut 10/28 lokuð. Þær flugvélar sem áætluðu að lenda á Keflavíkurflugvelli strax eftir atvikið ákváðu að lenda annarsstaðar, tvær fóru til Skotlands og ein lenti í Reykjavík. Flugvélar og farþegar sem áttu að fara í loftið frá Keflavíkurflugvelli eftir óhappið urðu fyrir töfum. Allir farþegar flugvélarinnar sem lenti í óphappinu voru fluttir frá borði og í flugstöðina rúmlega klukkustund eftir atvikið og var þeim boðin áfallahjálp af Rauða krossi Íslands.Strax var undirbúin tímabundin opnun á braut 10/28 og hefur hún nú verið opnuð fyrir flugtök og hafa nú allar lagt af stað á sinn áfangastað. Þá hefur vélin verið fjarlægð af brautarenda flugbrautar 01/19 og innan skamms verður unnt að opna flugbrautina aftur.Við þessa röskun hafa orðið tafir á flugi og eins hefur flugum verið aflýst. Farþegar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við flugfélag sitt varðandi nánari upplýsingar.Allir farþegar sem voru í flugvél Primera Air sem lenti í óhappinu eiga að hafa fengið viðeigandi aðstoð og upplýsingar. Frekari upplýsingar verða veittar af flugfélaginu sjálfu. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Töluverðar tafir á flugi vegna óhappsins í Keflavík Loka þurfti Keflavíkurflugvelli tímabundið eftir að flugvél Primera Air rann útaf flugbraut þar um fimmleytið í dag. 28. apríl 2017 19:12 Flugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli Flugvél Primera Air rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli við lendingu um fimmleytið. 28. apríl 2017 17:57 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Farþegum í flugvél Primera Air sem rann út af brautarenda við lendingu á Keflavíkurflugvelli í dag var boðin áfallahjálp af Rauða krossi Íslands við komi í flugstöðina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ISAVIA. Þar segir að ekki sé ljóst hvað olli óhappinu en að Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaki nú atvikið. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á flugvélinni sjálfri. „Vegna óhappsins voru engin flugtök eða lendingar á meðan verið var hleypa farþegum frá borði og unnið var að því að fjarlægja vélina sjálfa af brautarenda. Vegna malbikunarframkvæmda er hin brautin á flugvellinum, braut 10/28 lokuð. Þær flugvélar sem áætluðu að lenda á Keflavíkurflugvelli strax eftir atvikið ákváðu að lenda annarsstaðar, tvær fóru til Skotlands og ein lenti í Reykjavík.“Tilkynning ISAVIA í heild sinni:Um kl. 17:20 í dag rann flugvél frá flugfélaginu Primera Air út af brautarenda brautar 19 í lendingu á Keflavíkurflugvelli. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á flugvélinni sjálfri. Ekki er ljóst hvað olli þessu óhappi en Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú atvikið. Vegna óhappsins voru engin flugtök eða lendingar á meðan verið var hleypa farþegum frá borði og unnið var að því að fjarlægja vélina sjálfa af brautarenda. Vegna malbikunarframkvæmda er hin brautin á flugvellinum, braut 10/28 lokuð. Þær flugvélar sem áætluðu að lenda á Keflavíkurflugvelli strax eftir atvikið ákváðu að lenda annarsstaðar, tvær fóru til Skotlands og ein lenti í Reykjavík. Flugvélar og farþegar sem áttu að fara í loftið frá Keflavíkurflugvelli eftir óhappið urðu fyrir töfum. Allir farþegar flugvélarinnar sem lenti í óphappinu voru fluttir frá borði og í flugstöðina rúmlega klukkustund eftir atvikið og var þeim boðin áfallahjálp af Rauða krossi Íslands.Strax var undirbúin tímabundin opnun á braut 10/28 og hefur hún nú verið opnuð fyrir flugtök og hafa nú allar lagt af stað á sinn áfangastað. Þá hefur vélin verið fjarlægð af brautarenda flugbrautar 01/19 og innan skamms verður unnt að opna flugbrautina aftur.Við þessa röskun hafa orðið tafir á flugi og eins hefur flugum verið aflýst. Farþegar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við flugfélag sitt varðandi nánari upplýsingar.Allir farþegar sem voru í flugvél Primera Air sem lenti í óhappinu eiga að hafa fengið viðeigandi aðstoð og upplýsingar. Frekari upplýsingar verða veittar af flugfélaginu sjálfu.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Töluverðar tafir á flugi vegna óhappsins í Keflavík Loka þurfti Keflavíkurflugvelli tímabundið eftir að flugvél Primera Air rann útaf flugbraut þar um fimmleytið í dag. 28. apríl 2017 19:12 Flugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli Flugvél Primera Air rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli við lendingu um fimmleytið. 28. apríl 2017 17:57 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Töluverðar tafir á flugi vegna óhappsins í Keflavík Loka þurfti Keflavíkurflugvelli tímabundið eftir að flugvél Primera Air rann útaf flugbraut þar um fimmleytið í dag. 28. apríl 2017 19:12
Flugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli Flugvél Primera Air rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli við lendingu um fimmleytið. 28. apríl 2017 17:57