Landsliðsnefnd hefur lokið vali á því sundfólki sem mun keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum í San Marínó 29. maí til 3. júní.
Íslendingar hafa alla tíð verið mjög sigursælir í sundhluta leikanna og meira en helmingur allra verðlauna Íslands á Smáþjóðaleikum frá upphafi koma úr sundi.
Liðið sem keppir í San Marínó er skipað 16 sundköppum; átta konum og átta körlum.
Anton Sveinn McKee gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum.
Íslenska sundfólkið sem keppir á Smáþjóðaleikunum 2017:
Aron Örn Stefánsson, SH
Ágúst Júlíusson, SA
Bryndís Bolladóttir, Breiðablik
Bryndís Rún Hansen, Óðinn
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, ÍRB
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi
Hafþór Jón Sigurðsson, SH
Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH
Inga Elín Cryer, Ægi
Íris Ósk Hilmarsdóttir, ÍRB
Karen Mist Arngeirsdóttir, ÍRB
Kristinn Þórarinsson, Fjölnir
Kristófer Sigurðsson, ÍRB
Sunneva Dögg Friðriksdóttir, ÍRB
Viktor Máni Vilbergsson, SH
Þröstur Bjarnason, ÍRB
