Skipuleg uppbygging fiskeldis Einar K. Guðfinnsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Þorbjörn Þórðarson fetar villigöturnar í leiðara sínum í Fréttablaðinu um fiskeldi hér á landi. Í leiðaranum er því haldið fram að uppbygging eldisins hafi einkennst af fyrirhyggju- og skipulagsleysi. Þannig er það þó ekki. Byggt er á nýlegum lögum, frá árinu 2014 sem undirbúin voru vandlega. Í meðförum Alþingis tók frumvarp þar að lútandi verulegum breytingum, ekki síst til þess að bregðast við ábendingum þeirra sem efasemdir hafa um eldi í sjókvíum hér við land. Með löggjöfinni var afmarkaður skýr rammi og eftirlits- og vísindastofnunum ætlað veigamikið hlutverk við undirbúning að útgáfu leyfa til fiskeldis.Varúðarnálgun við burðarþolsmat Forsenda fiskeldis er að Hafrannsóknastofnun vinni svo kallað burðarþolsmat á þeim fjörðum þar sem ætlunin er að ala fisk. Ljóst er að stofnunin beitir mikilli varúð við mat á burðarþolinu. Þannig segir í greinargerð með nýjasta burðarþolsmatinu, þ.e í Ísafjarðardjúpi: „Tillit er tekið til stærðar fjarðarins og varúðarnálgunar varðandi raunveruleg áhrif eldisins einkum á botndýralíf og súrefnisstyrk. Í þessu mati er gert ráð fyrir að hámarkslífmassi verði aldrei meiri en 30 þúsund tonn og að nákvæm vöktun á áhrifum eldisins fari fram samhliða því. Slík vöktun er forsenda fyrir hugsanlegu endurmati á burðarþoli fjarðarins, til hækkunar eða lækkunar, sem byggt væri á raungögnum.“Ítarlegt umhverfismat Fyrst eftir að burðarþolsmatinu lýkur tekur við næsti kafli. Umhverfismat sem Skipulagsstofnun framkvæmir á grundvelli laga um umhverfismat. Fyrirtækin leggja fram frummatsskýrslu í samræmi við umhverfismatslögin. Aflað er mikilla gagna og leitast við að svara spurningum er lúta að umhverfisaðstæðum. Lögin um umhverfismat opna leiðir mjög margra til þess að gera athugasemdir eða leggja fram spurningar í umhverfismatsferlinu. Reynslan sýnir að sú er og reynslan. Bregðast þarf við þessum spurningum/athugasemdum og kallar það oft á mikla gagnaöflun og ítarleg svör. Fyrst að þessu loknu gefur Skipulagsstofnun út álit sitt.Þáttur Umhverfisstofnunar og MAST Þá hefst annað vers. Til starfrækslu fiskeldisstöðva þarf starfsleyfi Umhverfisstofnunar og rekstrarleyfi Matvælastofnunar, MAST. Matvælastofnun skal framsenda umsókn um starfsleyfi fyrir eldi ferskvatns- og sjávarlífvera til Umhverfisstofnunar til meðferðar. Umsóknir um starfsleyfi og rekstrarleyfi skal afgreiða innan sex mánaða frá því að þær berast. Matvælastofnun skal tilkynna umsækjanda hvort umsókn telst fullnægjandi innan mánaðar frá því að umsóknin berst stofnuninni. Á þessu stigi eru einnig kæruleiðir. Umhverfisstofnun auglýsir starfsleyfið og á þeim tíma er unnt að koma að athugasemdum. Þegar Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi skal það sent Matvælastofnun. Ef umsóknir eru samþykktar skulu starfsleyfi og rekstrarleyfi afhent umsækjanda samtímis.Vinna við fiskeldisleyfi haldi áfram Af þessu má sjá að starfræksla fiskeldis lýtur mjög ströngum skilyrðum og reglum, enda sýnir reynslan að frá því að fiskeldisfyrirtæki tilkynna áform sín um að hefja starfsemi á tilteknu hafsvæði líða misseri og ár þar til að hægt er að setja seiði í kvíar. Hér á landi er og stuðst við ströngustu reglur sem þekkjast um allan búnað og reynslan sýnir að hefur skilað miklum árangri. Eðlilegt er því að áfram sé haldið við vinnu að þeim fiskeldisleyfum sem sótt hefur verið um til viðkomandi eftirlits og sérfræðistofnana eins og lög kveða á um. Leyfa til fiskeldis verður ekki aflað nema að undangengnum löngum tíma og þau gilda einvörðungu tímabundið. Því er nægur tími til að bregðast við álitaefnum, ábendingum og ákvörðunum sem kunna að verða teknar í þeirri faglegu vinnu sem nú fer fram að frekari stefnumótun í fiskeldismálum hér á landi.Stærstum hluta strandlengjunnar lokað fyrir fiskeldi Þó rétt sé að fiskeldi hér á landi hafi notið góðs af reynslu annarra þjóða, svo sem Norðmanna, er ljóst að reglur hér við land eru á margan hátt strangari en í öðrum löndum. Þar má ekki síst nefna þá ákvörðun sem tekin var árið 2004 um að loka stærstum hluta strandlengjunnar fyrir fiskeldi. Þetta var gert í varúðarskyni og var almennt fagnað á sínum tíma. Og þegar menn bera saman aðstæður í Noregi og hér er nauðsynlegt að minnast þessa. Norska laxeldið hófst beinlínis við ósa helstu laxveiðiánna og enginn hafði neitt við það að athuga fyrstu 20 – 30 árin. Í Noregi fer enn fram eldisframleiðsla nálægt helstu búsvæðum villtra laxastofna. Þessu er þveröfugt farið á Íslandi þar sem hér er beinlínis bannað að ala lax í sjókvíum nálægt náttúrulegum villtum laxastofnum.Leiður misskilningur Og að lokum þetta: Í leiðaranum kemur sá leiði misskilningur fram að fiskur í kvíum hér við land sé „genetískt breyttur lax“. Það er einfaldlega rangt. Þessi misskilningur er skiljanlegur, svo oft hefur þessi ranga fullyrðing verið vakin upp og hún svo gengið aftur í umræðunni æ ofan í æ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar K. Guðfinnsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Þorbjörn Þórðarson fetar villigöturnar í leiðara sínum í Fréttablaðinu um fiskeldi hér á landi. Í leiðaranum er því haldið fram að uppbygging eldisins hafi einkennst af fyrirhyggju- og skipulagsleysi. Þannig er það þó ekki. Byggt er á nýlegum lögum, frá árinu 2014 sem undirbúin voru vandlega. Í meðförum Alþingis tók frumvarp þar að lútandi verulegum breytingum, ekki síst til þess að bregðast við ábendingum þeirra sem efasemdir hafa um eldi í sjókvíum hér við land. Með löggjöfinni var afmarkaður skýr rammi og eftirlits- og vísindastofnunum ætlað veigamikið hlutverk við undirbúning að útgáfu leyfa til fiskeldis.Varúðarnálgun við burðarþolsmat Forsenda fiskeldis er að Hafrannsóknastofnun vinni svo kallað burðarþolsmat á þeim fjörðum þar sem ætlunin er að ala fisk. Ljóst er að stofnunin beitir mikilli varúð við mat á burðarþolinu. Þannig segir í greinargerð með nýjasta burðarþolsmatinu, þ.e í Ísafjarðardjúpi: „Tillit er tekið til stærðar fjarðarins og varúðarnálgunar varðandi raunveruleg áhrif eldisins einkum á botndýralíf og súrefnisstyrk. Í þessu mati er gert ráð fyrir að hámarkslífmassi verði aldrei meiri en 30 þúsund tonn og að nákvæm vöktun á áhrifum eldisins fari fram samhliða því. Slík vöktun er forsenda fyrir hugsanlegu endurmati á burðarþoli fjarðarins, til hækkunar eða lækkunar, sem byggt væri á raungögnum.“Ítarlegt umhverfismat Fyrst eftir að burðarþolsmatinu lýkur tekur við næsti kafli. Umhverfismat sem Skipulagsstofnun framkvæmir á grundvelli laga um umhverfismat. Fyrirtækin leggja fram frummatsskýrslu í samræmi við umhverfismatslögin. Aflað er mikilla gagna og leitast við að svara spurningum er lúta að umhverfisaðstæðum. Lögin um umhverfismat opna leiðir mjög margra til þess að gera athugasemdir eða leggja fram spurningar í umhverfismatsferlinu. Reynslan sýnir að sú er og reynslan. Bregðast þarf við þessum spurningum/athugasemdum og kallar það oft á mikla gagnaöflun og ítarleg svör. Fyrst að þessu loknu gefur Skipulagsstofnun út álit sitt.Þáttur Umhverfisstofnunar og MAST Þá hefst annað vers. Til starfrækslu fiskeldisstöðva þarf starfsleyfi Umhverfisstofnunar og rekstrarleyfi Matvælastofnunar, MAST. Matvælastofnun skal framsenda umsókn um starfsleyfi fyrir eldi ferskvatns- og sjávarlífvera til Umhverfisstofnunar til meðferðar. Umsóknir um starfsleyfi og rekstrarleyfi skal afgreiða innan sex mánaða frá því að þær berast. Matvælastofnun skal tilkynna umsækjanda hvort umsókn telst fullnægjandi innan mánaðar frá því að umsóknin berst stofnuninni. Á þessu stigi eru einnig kæruleiðir. Umhverfisstofnun auglýsir starfsleyfið og á þeim tíma er unnt að koma að athugasemdum. Þegar Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi skal það sent Matvælastofnun. Ef umsóknir eru samþykktar skulu starfsleyfi og rekstrarleyfi afhent umsækjanda samtímis.Vinna við fiskeldisleyfi haldi áfram Af þessu má sjá að starfræksla fiskeldis lýtur mjög ströngum skilyrðum og reglum, enda sýnir reynslan að frá því að fiskeldisfyrirtæki tilkynna áform sín um að hefja starfsemi á tilteknu hafsvæði líða misseri og ár þar til að hægt er að setja seiði í kvíar. Hér á landi er og stuðst við ströngustu reglur sem þekkjast um allan búnað og reynslan sýnir að hefur skilað miklum árangri. Eðlilegt er því að áfram sé haldið við vinnu að þeim fiskeldisleyfum sem sótt hefur verið um til viðkomandi eftirlits og sérfræðistofnana eins og lög kveða á um. Leyfa til fiskeldis verður ekki aflað nema að undangengnum löngum tíma og þau gilda einvörðungu tímabundið. Því er nægur tími til að bregðast við álitaefnum, ábendingum og ákvörðunum sem kunna að verða teknar í þeirri faglegu vinnu sem nú fer fram að frekari stefnumótun í fiskeldismálum hér á landi.Stærstum hluta strandlengjunnar lokað fyrir fiskeldi Þó rétt sé að fiskeldi hér á landi hafi notið góðs af reynslu annarra þjóða, svo sem Norðmanna, er ljóst að reglur hér við land eru á margan hátt strangari en í öðrum löndum. Þar má ekki síst nefna þá ákvörðun sem tekin var árið 2004 um að loka stærstum hluta strandlengjunnar fyrir fiskeldi. Þetta var gert í varúðarskyni og var almennt fagnað á sínum tíma. Og þegar menn bera saman aðstæður í Noregi og hér er nauðsynlegt að minnast þessa. Norska laxeldið hófst beinlínis við ósa helstu laxveiðiánna og enginn hafði neitt við það að athuga fyrstu 20 – 30 árin. Í Noregi fer enn fram eldisframleiðsla nálægt helstu búsvæðum villtra laxastofna. Þessu er þveröfugt farið á Íslandi þar sem hér er beinlínis bannað að ala lax í sjókvíum nálægt náttúrulegum villtum laxastofnum.Leiður misskilningur Og að lokum þetta: Í leiðaranum kemur sá leiði misskilningur fram að fiskur í kvíum hér við land sé „genetískt breyttur lax“. Það er einfaldlega rangt. Þessi misskilningur er skiljanlegur, svo oft hefur þessi ranga fullyrðing verið vakin upp og hún svo gengið aftur í umræðunni æ ofan í æ.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun