Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Haraldur Guðmundsson skrifar 12. apríl 2017 09:30 Verðmat Arion inniheldur kaup Haga á Lyfju sem nú eru til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu. Vísir Markaðsvirði Haga gæti aukist um allt að 5,8 milljarða króna ef sala áfengis verður gefin frjáls. Þetta kemur fram í nýju verðmati fyrirtækjagreiningar Arion banka á verslunarfyrirtækinu sem Markaðurinn hefur undir höndum. Þar ráðleggur bankinn fjárfestum að kaupa bréf í Högum enda séu þau virði 58 króna á hlut eða 20 prósentum hærra en dagslokagengi félagsins í gær. Verðmati Arion banka var dreift fyrir viku og breyttist virðismatsgengi hans á Högum tiltölulega lítið frá síðustu útgáfu í desember þegar bankinn mat bréfin á 59 krónur á hlut. Í nýja matinu er bent á þætti sem breytt geta afkomuhorfum Haga og þar á meðal frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Óljóst er hvert framhald málsins verður og benda starfsmenn bankans á að Hagar hafa ekki dregið dul á áhuga sinn á að hefja sölu áfengis í búðum. Hækkun á markaðsvirði verslunarfyrirtækisins ef frumvarpið verði að lögum miði við að Hagar fái ákveðna hlutdeild í rekstrarhagnaði Vínbúðarinnar til samræmis við áætlaða markaðshlutdeild á dagvörumarkaði og að teknu tilliti til mögulegrar fjárfestingar sem kynni að þurfa að koma til. Í verðmatinu er aftur á móti ekki gert ráð fyrir breytingum á fyrirkomulagi með sölu áfengis hér á landi. Þar er einnig bent á að rúmur mánuður er í opnun Costco hér á landi og telur bankinn að skammtímaáhrifin af komu bandaríska verslunarrisans á rekstur Haga verði enn meiri en spáð var í eldra verðmatinu. „Búðin mun vafalítið vera mikið í fréttum til að byrja með, enda miðað við áhuga landsmanna á að gerast korthafar hjá versluninni má fastlega gera ráð fyrir að opnunin verði eins og stökkbreytt samanlögð opnun Lindex og Dunkin’ Donuts. Að okkar mati er því rétt að fara með enn varfærnari forsendur inn í 2017-18 rekstrarárið og höfum við lækkað bæði forsendur um tekjuvöxt og brúttóframlegð enn frekar frá síðasta mati,“ segir í verðmati Arion banka og þar bent á að Hagar hafi aftur á móti fækkað óhagstæðum leigufermetrum um 4.200 fermetra frá síðasta mati.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Markaðsvirði Haga gæti aukist um allt að 5,8 milljarða króna ef sala áfengis verður gefin frjáls. Þetta kemur fram í nýju verðmati fyrirtækjagreiningar Arion banka á verslunarfyrirtækinu sem Markaðurinn hefur undir höndum. Þar ráðleggur bankinn fjárfestum að kaupa bréf í Högum enda séu þau virði 58 króna á hlut eða 20 prósentum hærra en dagslokagengi félagsins í gær. Verðmati Arion banka var dreift fyrir viku og breyttist virðismatsgengi hans á Högum tiltölulega lítið frá síðustu útgáfu í desember þegar bankinn mat bréfin á 59 krónur á hlut. Í nýja matinu er bent á þætti sem breytt geta afkomuhorfum Haga og þar á meðal frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Óljóst er hvert framhald málsins verður og benda starfsmenn bankans á að Hagar hafa ekki dregið dul á áhuga sinn á að hefja sölu áfengis í búðum. Hækkun á markaðsvirði verslunarfyrirtækisins ef frumvarpið verði að lögum miði við að Hagar fái ákveðna hlutdeild í rekstrarhagnaði Vínbúðarinnar til samræmis við áætlaða markaðshlutdeild á dagvörumarkaði og að teknu tilliti til mögulegrar fjárfestingar sem kynni að þurfa að koma til. Í verðmatinu er aftur á móti ekki gert ráð fyrir breytingum á fyrirkomulagi með sölu áfengis hér á landi. Þar er einnig bent á að rúmur mánuður er í opnun Costco hér á landi og telur bankinn að skammtímaáhrifin af komu bandaríska verslunarrisans á rekstur Haga verði enn meiri en spáð var í eldra verðmatinu. „Búðin mun vafalítið vera mikið í fréttum til að byrja með, enda miðað við áhuga landsmanna á að gerast korthafar hjá versluninni má fastlega gera ráð fyrir að opnunin verði eins og stökkbreytt samanlögð opnun Lindex og Dunkin’ Donuts. Að okkar mati er því rétt að fara með enn varfærnari forsendur inn í 2017-18 rekstrarárið og höfum við lækkað bæði forsendur um tekjuvöxt og brúttóframlegð enn frekar frá síðasta mati,“ segir í verðmati Arion banka og þar bent á að Hagar hafi aftur á móti fækkað óhagstæðum leigufermetrum um 4.200 fermetra frá síðasta mati.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira