Ætla í samkeppni við Nasdaq í sumar og rjúfa einokun Haraldur Guðmundsson skrifar 12. apríl 2017 08:00 Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. hefur um árabil haft einokunarstöðu á markaði með skráningu verðbréfa. Vísir/Stefán Eigendur Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. skiluðu starfsleyfisumsókn til fjármálaráðuneytisins í síðasta mánuði og vilja hefja rekstur í sumar og þá samkeppni við Nasdaq á Íslandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins er búið að kalla inn allt hlutafé félagsins eða 300 milljónir króna en eigendahópurinn samanstendur af Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóðum og einkafjárfestum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur þrjá mánuði til að fara yfir umsóknina en stefnt hefur verið að opnun nýju verðbréfamiðstöðvarinnar síðan 2015. Búið er að ganga frá kaupum og innleiðingu á tölvukerfi félagsins. Verðbréfamiðstöðin mun sjá um útgáfu, vörslu og uppgjör verðbréfa fyrir lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og hið opinbera eða veita sömu þjónustu og Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. býður nú. Einar S. Sigurjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands á árunum 1998 til 2013, og Arnar Arinbjarnarson, fjárfestir og fyrrverandi yfirmaður viðskiptaþróunar MP banka, eiga samtals um 20 prósenta hlut í félaginu og lögmennirnir Daði Bjarnason og Jóhann Tómasson um tíu prósent í gegnum félag sitt Lagahvol slf. Hluthafarnir eru alls tíu talsins og eiga allir álíka mikið en þar má einnig finna Lífeyrissjóð verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóð, Almenna lífeyrissjóðinn, Sameinaða lífeyrissjóðinn og Lífsverk. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins leita þeir nú að hentugu húsnæði undir starfsemina. Stjórn Verðbréfamiðstöðvarinnar er skipuð þeim Gísla Kr. Heimissyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs MP banka, Vilmundi Jósefssyni, fyrrverandi formanni Samtaka atvinnulífsins og stjórnarmanni í Vodafone, og Sigþrúði Ármann, lögfræðingi og framkvæmdastjóra EXEDRA. Einar er framkvæmdastjóri félagsins en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hluthafarnir ætla sér í beina samkeppni við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. sem er aftur í eigu bandarísku kauphallarsamstæðunnar NasdaqOMX. Ekkert annað félag hér á landi er nú með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð samkvæmt lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa og Nasdaq því í einokunarstöðu. Eigendur félagsins hafa hagnast verulega á rekstri þess á undanförnum árum en afkoma þess eftir skatta árið 2015 batnaði um 60 milljónir króna milli ára og nam samtals tæplega 328 milljónum. Það jafngilti um 54 prósenta ávöxtun eigin fjár en það var 607 milljónir í árslok 2015.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Eigendur Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. skiluðu starfsleyfisumsókn til fjármálaráðuneytisins í síðasta mánuði og vilja hefja rekstur í sumar og þá samkeppni við Nasdaq á Íslandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins er búið að kalla inn allt hlutafé félagsins eða 300 milljónir króna en eigendahópurinn samanstendur af Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóðum og einkafjárfestum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur þrjá mánuði til að fara yfir umsóknina en stefnt hefur verið að opnun nýju verðbréfamiðstöðvarinnar síðan 2015. Búið er að ganga frá kaupum og innleiðingu á tölvukerfi félagsins. Verðbréfamiðstöðin mun sjá um útgáfu, vörslu og uppgjör verðbréfa fyrir lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og hið opinbera eða veita sömu þjónustu og Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. býður nú. Einar S. Sigurjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands á árunum 1998 til 2013, og Arnar Arinbjarnarson, fjárfestir og fyrrverandi yfirmaður viðskiptaþróunar MP banka, eiga samtals um 20 prósenta hlut í félaginu og lögmennirnir Daði Bjarnason og Jóhann Tómasson um tíu prósent í gegnum félag sitt Lagahvol slf. Hluthafarnir eru alls tíu talsins og eiga allir álíka mikið en þar má einnig finna Lífeyrissjóð verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóð, Almenna lífeyrissjóðinn, Sameinaða lífeyrissjóðinn og Lífsverk. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins leita þeir nú að hentugu húsnæði undir starfsemina. Stjórn Verðbréfamiðstöðvarinnar er skipuð þeim Gísla Kr. Heimissyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs MP banka, Vilmundi Jósefssyni, fyrrverandi formanni Samtaka atvinnulífsins og stjórnarmanni í Vodafone, og Sigþrúði Ármann, lögfræðingi og framkvæmdastjóra EXEDRA. Einar er framkvæmdastjóri félagsins en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hluthafarnir ætla sér í beina samkeppni við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. sem er aftur í eigu bandarísku kauphallarsamstæðunnar NasdaqOMX. Ekkert annað félag hér á landi er nú með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð samkvæmt lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa og Nasdaq því í einokunarstöðu. Eigendur félagsins hafa hagnast verulega á rekstri þess á undanförnum árum en afkoma þess eftir skatta árið 2015 batnaði um 60 milljónir króna milli ára og nam samtals tæplega 328 milljónum. Það jafngilti um 54 prósenta ávöxtun eigin fjár en það var 607 milljónir í árslok 2015.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun