Margrét Lára: Dramatíserum þetta ekkert um of Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. apríl 2017 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir er ekki áhyggjufull. vísir/anton brink „Þær völtuðu bara yfir okkur í seinni hálfleik ef svo má segja. Við vorum einhvern veginn á hælunum fannst mér og þær stútuðu okkur, vægt til orða tekið,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi eftir 4-0 skellinn sem liðið fékk í vináttuleik á móti Hollandi í Doetinchem í gærkvöldi.Sjá einnig:Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Hollenska liðið komst í 1-0 með skallamarki eftir fast leikatriði en þar gleymdi Rakel Hönnudóttir sér við að horfa á boltann með þeim afleiðingum að EM-gestgjafarnir komust yfir. Seinni hálfleikurinn var svo skelfilegur hjá íslenska liðinu og mörkin ansi ódýr sem liðið fékk á sig.Sprellimörk Freyr Alexandersson,landsliðsþjálfari, var vægast sagt ósáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann skömmu eftir leik. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan af velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ sagði Freyr en Ísland mætir aftur á þennan sama völl þegar liðið mætir Sviss á EM. „Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þetta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitárum og ekkert kjaftæði.“Víti til varnaðar Margrét Lára var vitaskuld ósátt við tapið enda sjaldgæft að stelpurnar okkar fái annan eins skell. „Við vorum eftir á í pressunni og varnarleikurinn, sem hefur verið okkar aðalsmerki, var ekki nógu góður. Við vorum ekki nógu þéttar og hleyptum þeim upp í hornin. Þær spiluðu frábærlega og við vorum ekki nægilega góðar,“ sagði Margrét Lára.„Þetta er víti til varnaðar því við höfum ekki einu sinni fengið svona skell á móti bestu liðum heims sem við höfum verið að spila við undanfarin ár. Þetta snýst samt ekki um hvernig maður er sleginn niður heldur hvernig maður stendur upp og það er ekkert lið betra í því en okkar lið.“ Margrét Lára var ákveðin til svars aðspurð hvort hún hefði áhyggjur af stöðu liðsins eftir tapið: „Nei, ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta er bara hluti af prógramminu. Þetta getur gerst og kemur meira að segja fyrir bestu liðin. Ef maður ætlar að ná árangri þarf að geta staðið upp og risið aftur eftir svona áfall. Það er ekkert lið sem fagnar því meira að fá að sýna karakter og sýna öllum að við getum betur. Við vitum allar að við getum miklu betur.“Bara léleg frammistaða Stelpurnar spiluðu nánast fullkominn leik á móti Slóvakíu fyrir helgi en í gær var allt að. Er hægt að útskýra hvað gerðist, kannski andlega, á þessum dögum á milli leikja? „Það gerðist ekkert andlega. Mórallinn datt ekki niður. Hann er og hefur alltaf verið frábær. Við töpuðum bara illa í dag,“ sagði Margrét Lára og bætti við að lokum: „Þetta var bara lélegur leikur. Við vorum 1-0 undir í fyrri hálfleik en svo brotnar liðið þegar við fáum á okkur annað og þriðja markið. Það þarf ekkert að dramatísera þetta um of. Frammistaða okkar var bara léleg í dag. Við vitum allar að við getum miklu betur og ætlum að sýna það í næsta leik.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er vægast sagt ósáttur við skellinn í Hollandi í kvöld. 11. apríl 2017 19:35 Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
„Þær völtuðu bara yfir okkur í seinni hálfleik ef svo má segja. Við vorum einhvern veginn á hælunum fannst mér og þær stútuðu okkur, vægt til orða tekið,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi eftir 4-0 skellinn sem liðið fékk í vináttuleik á móti Hollandi í Doetinchem í gærkvöldi.Sjá einnig:Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Hollenska liðið komst í 1-0 með skallamarki eftir fast leikatriði en þar gleymdi Rakel Hönnudóttir sér við að horfa á boltann með þeim afleiðingum að EM-gestgjafarnir komust yfir. Seinni hálfleikurinn var svo skelfilegur hjá íslenska liðinu og mörkin ansi ódýr sem liðið fékk á sig.Sprellimörk Freyr Alexandersson,landsliðsþjálfari, var vægast sagt ósáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann skömmu eftir leik. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan af velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ sagði Freyr en Ísland mætir aftur á þennan sama völl þegar liðið mætir Sviss á EM. „Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þetta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitárum og ekkert kjaftæði.“Víti til varnaðar Margrét Lára var vitaskuld ósátt við tapið enda sjaldgæft að stelpurnar okkar fái annan eins skell. „Við vorum eftir á í pressunni og varnarleikurinn, sem hefur verið okkar aðalsmerki, var ekki nógu góður. Við vorum ekki nógu þéttar og hleyptum þeim upp í hornin. Þær spiluðu frábærlega og við vorum ekki nægilega góðar,“ sagði Margrét Lára.„Þetta er víti til varnaðar því við höfum ekki einu sinni fengið svona skell á móti bestu liðum heims sem við höfum verið að spila við undanfarin ár. Þetta snýst samt ekki um hvernig maður er sleginn niður heldur hvernig maður stendur upp og það er ekkert lið betra í því en okkar lið.“ Margrét Lára var ákveðin til svars aðspurð hvort hún hefði áhyggjur af stöðu liðsins eftir tapið: „Nei, ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta er bara hluti af prógramminu. Þetta getur gerst og kemur meira að segja fyrir bestu liðin. Ef maður ætlar að ná árangri þarf að geta staðið upp og risið aftur eftir svona áfall. Það er ekkert lið sem fagnar því meira að fá að sýna karakter og sýna öllum að við getum betur. Við vitum allar að við getum miklu betur.“Bara léleg frammistaða Stelpurnar spiluðu nánast fullkominn leik á móti Slóvakíu fyrir helgi en í gær var allt að. Er hægt að útskýra hvað gerðist, kannski andlega, á þessum dögum á milli leikja? „Það gerðist ekkert andlega. Mórallinn datt ekki niður. Hann er og hefur alltaf verið frábær. Við töpuðum bara illa í dag,“ sagði Margrét Lára og bætti við að lokum: „Þetta var bara lélegur leikur. Við vorum 1-0 undir í fyrri hálfleik en svo brotnar liðið þegar við fáum á okkur annað og þriðja markið. Það þarf ekkert að dramatísera þetta um of. Frammistaða okkar var bara léleg í dag. Við vitum allar að við getum miklu betur og ætlum að sýna það í næsta leik.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er vægast sagt ósáttur við skellinn í Hollandi í kvöld. 11. apríl 2017 19:35 Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er vægast sagt ósáttur við skellinn í Hollandi í kvöld. 11. apríl 2017 19:35
Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00