Margrét Lára: Dramatíserum þetta ekkert um of Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. apríl 2017 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir er ekki áhyggjufull. vísir/anton brink „Þær völtuðu bara yfir okkur í seinni hálfleik ef svo má segja. Við vorum einhvern veginn á hælunum fannst mér og þær stútuðu okkur, vægt til orða tekið,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi eftir 4-0 skellinn sem liðið fékk í vináttuleik á móti Hollandi í Doetinchem í gærkvöldi.Sjá einnig:Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Hollenska liðið komst í 1-0 með skallamarki eftir fast leikatriði en þar gleymdi Rakel Hönnudóttir sér við að horfa á boltann með þeim afleiðingum að EM-gestgjafarnir komust yfir. Seinni hálfleikurinn var svo skelfilegur hjá íslenska liðinu og mörkin ansi ódýr sem liðið fékk á sig.Sprellimörk Freyr Alexandersson,landsliðsþjálfari, var vægast sagt ósáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann skömmu eftir leik. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan af velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ sagði Freyr en Ísland mætir aftur á þennan sama völl þegar liðið mætir Sviss á EM. „Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þetta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitárum og ekkert kjaftæði.“Víti til varnaðar Margrét Lára var vitaskuld ósátt við tapið enda sjaldgæft að stelpurnar okkar fái annan eins skell. „Við vorum eftir á í pressunni og varnarleikurinn, sem hefur verið okkar aðalsmerki, var ekki nógu góður. Við vorum ekki nógu þéttar og hleyptum þeim upp í hornin. Þær spiluðu frábærlega og við vorum ekki nægilega góðar,“ sagði Margrét Lára.„Þetta er víti til varnaðar því við höfum ekki einu sinni fengið svona skell á móti bestu liðum heims sem við höfum verið að spila við undanfarin ár. Þetta snýst samt ekki um hvernig maður er sleginn niður heldur hvernig maður stendur upp og það er ekkert lið betra í því en okkar lið.“ Margrét Lára var ákveðin til svars aðspurð hvort hún hefði áhyggjur af stöðu liðsins eftir tapið: „Nei, ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta er bara hluti af prógramminu. Þetta getur gerst og kemur meira að segja fyrir bestu liðin. Ef maður ætlar að ná árangri þarf að geta staðið upp og risið aftur eftir svona áfall. Það er ekkert lið sem fagnar því meira að fá að sýna karakter og sýna öllum að við getum betur. Við vitum allar að við getum miklu betur.“Bara léleg frammistaða Stelpurnar spiluðu nánast fullkominn leik á móti Slóvakíu fyrir helgi en í gær var allt að. Er hægt að útskýra hvað gerðist, kannski andlega, á þessum dögum á milli leikja? „Það gerðist ekkert andlega. Mórallinn datt ekki niður. Hann er og hefur alltaf verið frábær. Við töpuðum bara illa í dag,“ sagði Margrét Lára og bætti við að lokum: „Þetta var bara lélegur leikur. Við vorum 1-0 undir í fyrri hálfleik en svo brotnar liðið þegar við fáum á okkur annað og þriðja markið. Það þarf ekkert að dramatísera þetta um of. Frammistaða okkar var bara léleg í dag. Við vitum allar að við getum miklu betur og ætlum að sýna það í næsta leik.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er vægast sagt ósáttur við skellinn í Hollandi í kvöld. 11. apríl 2017 19:35 Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
„Þær völtuðu bara yfir okkur í seinni hálfleik ef svo má segja. Við vorum einhvern veginn á hælunum fannst mér og þær stútuðu okkur, vægt til orða tekið,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi eftir 4-0 skellinn sem liðið fékk í vináttuleik á móti Hollandi í Doetinchem í gærkvöldi.Sjá einnig:Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Hollenska liðið komst í 1-0 með skallamarki eftir fast leikatriði en þar gleymdi Rakel Hönnudóttir sér við að horfa á boltann með þeim afleiðingum að EM-gestgjafarnir komust yfir. Seinni hálfleikurinn var svo skelfilegur hjá íslenska liðinu og mörkin ansi ódýr sem liðið fékk á sig.Sprellimörk Freyr Alexandersson,landsliðsþjálfari, var vægast sagt ósáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann skömmu eftir leik. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan af velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ sagði Freyr en Ísland mætir aftur á þennan sama völl þegar liðið mætir Sviss á EM. „Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þetta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitárum og ekkert kjaftæði.“Víti til varnaðar Margrét Lára var vitaskuld ósátt við tapið enda sjaldgæft að stelpurnar okkar fái annan eins skell. „Við vorum eftir á í pressunni og varnarleikurinn, sem hefur verið okkar aðalsmerki, var ekki nógu góður. Við vorum ekki nógu þéttar og hleyptum þeim upp í hornin. Þær spiluðu frábærlega og við vorum ekki nægilega góðar,“ sagði Margrét Lára.„Þetta er víti til varnaðar því við höfum ekki einu sinni fengið svona skell á móti bestu liðum heims sem við höfum verið að spila við undanfarin ár. Þetta snýst samt ekki um hvernig maður er sleginn niður heldur hvernig maður stendur upp og það er ekkert lið betra í því en okkar lið.“ Margrét Lára var ákveðin til svars aðspurð hvort hún hefði áhyggjur af stöðu liðsins eftir tapið: „Nei, ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta er bara hluti af prógramminu. Þetta getur gerst og kemur meira að segja fyrir bestu liðin. Ef maður ætlar að ná árangri þarf að geta staðið upp og risið aftur eftir svona áfall. Það er ekkert lið sem fagnar því meira að fá að sýna karakter og sýna öllum að við getum betur. Við vitum allar að við getum miklu betur.“Bara léleg frammistaða Stelpurnar spiluðu nánast fullkominn leik á móti Slóvakíu fyrir helgi en í gær var allt að. Er hægt að útskýra hvað gerðist, kannski andlega, á þessum dögum á milli leikja? „Það gerðist ekkert andlega. Mórallinn datt ekki niður. Hann er og hefur alltaf verið frábær. Við töpuðum bara illa í dag,“ sagði Margrét Lára og bætti við að lokum: „Þetta var bara lélegur leikur. Við vorum 1-0 undir í fyrri hálfleik en svo brotnar liðið þegar við fáum á okkur annað og þriðja markið. Það þarf ekkert að dramatísera þetta um of. Frammistaða okkar var bara léleg í dag. Við vitum allar að við getum miklu betur og ætlum að sýna það í næsta leik.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er vægast sagt ósáttur við skellinn í Hollandi í kvöld. 11. apríl 2017 19:35 Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er vægast sagt ósáttur við skellinn í Hollandi í kvöld. 11. apríl 2017 19:35
Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00