Margrét Lára: Dramatíserum þetta ekkert um of Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. apríl 2017 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir er ekki áhyggjufull. vísir/anton brink „Þær völtuðu bara yfir okkur í seinni hálfleik ef svo má segja. Við vorum einhvern veginn á hælunum fannst mér og þær stútuðu okkur, vægt til orða tekið,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi eftir 4-0 skellinn sem liðið fékk í vináttuleik á móti Hollandi í Doetinchem í gærkvöldi.Sjá einnig:Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Hollenska liðið komst í 1-0 með skallamarki eftir fast leikatriði en þar gleymdi Rakel Hönnudóttir sér við að horfa á boltann með þeim afleiðingum að EM-gestgjafarnir komust yfir. Seinni hálfleikurinn var svo skelfilegur hjá íslenska liðinu og mörkin ansi ódýr sem liðið fékk á sig.Sprellimörk Freyr Alexandersson,landsliðsþjálfari, var vægast sagt ósáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann skömmu eftir leik. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan af velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ sagði Freyr en Ísland mætir aftur á þennan sama völl þegar liðið mætir Sviss á EM. „Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þetta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitárum og ekkert kjaftæði.“Víti til varnaðar Margrét Lára var vitaskuld ósátt við tapið enda sjaldgæft að stelpurnar okkar fái annan eins skell. „Við vorum eftir á í pressunni og varnarleikurinn, sem hefur verið okkar aðalsmerki, var ekki nógu góður. Við vorum ekki nógu þéttar og hleyptum þeim upp í hornin. Þær spiluðu frábærlega og við vorum ekki nægilega góðar,“ sagði Margrét Lára.„Þetta er víti til varnaðar því við höfum ekki einu sinni fengið svona skell á móti bestu liðum heims sem við höfum verið að spila við undanfarin ár. Þetta snýst samt ekki um hvernig maður er sleginn niður heldur hvernig maður stendur upp og það er ekkert lið betra í því en okkar lið.“ Margrét Lára var ákveðin til svars aðspurð hvort hún hefði áhyggjur af stöðu liðsins eftir tapið: „Nei, ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta er bara hluti af prógramminu. Þetta getur gerst og kemur meira að segja fyrir bestu liðin. Ef maður ætlar að ná árangri þarf að geta staðið upp og risið aftur eftir svona áfall. Það er ekkert lið sem fagnar því meira að fá að sýna karakter og sýna öllum að við getum betur. Við vitum allar að við getum miklu betur.“Bara léleg frammistaða Stelpurnar spiluðu nánast fullkominn leik á móti Slóvakíu fyrir helgi en í gær var allt að. Er hægt að útskýra hvað gerðist, kannski andlega, á þessum dögum á milli leikja? „Það gerðist ekkert andlega. Mórallinn datt ekki niður. Hann er og hefur alltaf verið frábær. Við töpuðum bara illa í dag,“ sagði Margrét Lára og bætti við að lokum: „Þetta var bara lélegur leikur. Við vorum 1-0 undir í fyrri hálfleik en svo brotnar liðið þegar við fáum á okkur annað og þriðja markið. Það þarf ekkert að dramatísera þetta um of. Frammistaða okkar var bara léleg í dag. Við vitum allar að við getum miklu betur og ætlum að sýna það í næsta leik.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er vægast sagt ósáttur við skellinn í Hollandi í kvöld. 11. apríl 2017 19:35 Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
„Þær völtuðu bara yfir okkur í seinni hálfleik ef svo má segja. Við vorum einhvern veginn á hælunum fannst mér og þær stútuðu okkur, vægt til orða tekið,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi eftir 4-0 skellinn sem liðið fékk í vináttuleik á móti Hollandi í Doetinchem í gærkvöldi.Sjá einnig:Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Hollenska liðið komst í 1-0 með skallamarki eftir fast leikatriði en þar gleymdi Rakel Hönnudóttir sér við að horfa á boltann með þeim afleiðingum að EM-gestgjafarnir komust yfir. Seinni hálfleikurinn var svo skelfilegur hjá íslenska liðinu og mörkin ansi ódýr sem liðið fékk á sig.Sprellimörk Freyr Alexandersson,landsliðsþjálfari, var vægast sagt ósáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann skömmu eftir leik. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan af velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ sagði Freyr en Ísland mætir aftur á þennan sama völl þegar liðið mætir Sviss á EM. „Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þetta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitárum og ekkert kjaftæði.“Víti til varnaðar Margrét Lára var vitaskuld ósátt við tapið enda sjaldgæft að stelpurnar okkar fái annan eins skell. „Við vorum eftir á í pressunni og varnarleikurinn, sem hefur verið okkar aðalsmerki, var ekki nógu góður. Við vorum ekki nógu þéttar og hleyptum þeim upp í hornin. Þær spiluðu frábærlega og við vorum ekki nægilega góðar,“ sagði Margrét Lára.„Þetta er víti til varnaðar því við höfum ekki einu sinni fengið svona skell á móti bestu liðum heims sem við höfum verið að spila við undanfarin ár. Þetta snýst samt ekki um hvernig maður er sleginn niður heldur hvernig maður stendur upp og það er ekkert lið betra í því en okkar lið.“ Margrét Lára var ákveðin til svars aðspurð hvort hún hefði áhyggjur af stöðu liðsins eftir tapið: „Nei, ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta er bara hluti af prógramminu. Þetta getur gerst og kemur meira að segja fyrir bestu liðin. Ef maður ætlar að ná árangri þarf að geta staðið upp og risið aftur eftir svona áfall. Það er ekkert lið sem fagnar því meira að fá að sýna karakter og sýna öllum að við getum betur. Við vitum allar að við getum miklu betur.“Bara léleg frammistaða Stelpurnar spiluðu nánast fullkominn leik á móti Slóvakíu fyrir helgi en í gær var allt að. Er hægt að útskýra hvað gerðist, kannski andlega, á þessum dögum á milli leikja? „Það gerðist ekkert andlega. Mórallinn datt ekki niður. Hann er og hefur alltaf verið frábær. Við töpuðum bara illa í dag,“ sagði Margrét Lára og bætti við að lokum: „Þetta var bara lélegur leikur. Við vorum 1-0 undir í fyrri hálfleik en svo brotnar liðið þegar við fáum á okkur annað og þriðja markið. Það þarf ekkert að dramatísera þetta um of. Frammistaða okkar var bara léleg í dag. Við vitum allar að við getum miklu betur og ætlum að sýna það í næsta leik.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er vægast sagt ósáttur við skellinn í Hollandi í kvöld. 11. apríl 2017 19:35 Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er vægast sagt ósáttur við skellinn í Hollandi í kvöld. 11. apríl 2017 19:35
Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00