Margrét Lára: Dramatíserum þetta ekkert um of Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. apríl 2017 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir er ekki áhyggjufull. vísir/anton brink „Þær völtuðu bara yfir okkur í seinni hálfleik ef svo má segja. Við vorum einhvern veginn á hælunum fannst mér og þær stútuðu okkur, vægt til orða tekið,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi eftir 4-0 skellinn sem liðið fékk í vináttuleik á móti Hollandi í Doetinchem í gærkvöldi.Sjá einnig:Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Hollenska liðið komst í 1-0 með skallamarki eftir fast leikatriði en þar gleymdi Rakel Hönnudóttir sér við að horfa á boltann með þeim afleiðingum að EM-gestgjafarnir komust yfir. Seinni hálfleikurinn var svo skelfilegur hjá íslenska liðinu og mörkin ansi ódýr sem liðið fékk á sig.Sprellimörk Freyr Alexandersson,landsliðsþjálfari, var vægast sagt ósáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann skömmu eftir leik. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan af velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ sagði Freyr en Ísland mætir aftur á þennan sama völl þegar liðið mætir Sviss á EM. „Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þetta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitárum og ekkert kjaftæði.“Víti til varnaðar Margrét Lára var vitaskuld ósátt við tapið enda sjaldgæft að stelpurnar okkar fái annan eins skell. „Við vorum eftir á í pressunni og varnarleikurinn, sem hefur verið okkar aðalsmerki, var ekki nógu góður. Við vorum ekki nógu þéttar og hleyptum þeim upp í hornin. Þær spiluðu frábærlega og við vorum ekki nægilega góðar,“ sagði Margrét Lára.„Þetta er víti til varnaðar því við höfum ekki einu sinni fengið svona skell á móti bestu liðum heims sem við höfum verið að spila við undanfarin ár. Þetta snýst samt ekki um hvernig maður er sleginn niður heldur hvernig maður stendur upp og það er ekkert lið betra í því en okkar lið.“ Margrét Lára var ákveðin til svars aðspurð hvort hún hefði áhyggjur af stöðu liðsins eftir tapið: „Nei, ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta er bara hluti af prógramminu. Þetta getur gerst og kemur meira að segja fyrir bestu liðin. Ef maður ætlar að ná árangri þarf að geta staðið upp og risið aftur eftir svona áfall. Það er ekkert lið sem fagnar því meira að fá að sýna karakter og sýna öllum að við getum betur. Við vitum allar að við getum miklu betur.“Bara léleg frammistaða Stelpurnar spiluðu nánast fullkominn leik á móti Slóvakíu fyrir helgi en í gær var allt að. Er hægt að útskýra hvað gerðist, kannski andlega, á þessum dögum á milli leikja? „Það gerðist ekkert andlega. Mórallinn datt ekki niður. Hann er og hefur alltaf verið frábær. Við töpuðum bara illa í dag,“ sagði Margrét Lára og bætti við að lokum: „Þetta var bara lélegur leikur. Við vorum 1-0 undir í fyrri hálfleik en svo brotnar liðið þegar við fáum á okkur annað og þriðja markið. Það þarf ekkert að dramatísera þetta um of. Frammistaða okkar var bara léleg í dag. Við vitum allar að við getum miklu betur og ætlum að sýna það í næsta leik.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er vægast sagt ósáttur við skellinn í Hollandi í kvöld. 11. apríl 2017 19:35 Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira
„Þær völtuðu bara yfir okkur í seinni hálfleik ef svo má segja. Við vorum einhvern veginn á hælunum fannst mér og þær stútuðu okkur, vægt til orða tekið,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi eftir 4-0 skellinn sem liðið fékk í vináttuleik á móti Hollandi í Doetinchem í gærkvöldi.Sjá einnig:Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Hollenska liðið komst í 1-0 með skallamarki eftir fast leikatriði en þar gleymdi Rakel Hönnudóttir sér við að horfa á boltann með þeim afleiðingum að EM-gestgjafarnir komust yfir. Seinni hálfleikurinn var svo skelfilegur hjá íslenska liðinu og mörkin ansi ódýr sem liðið fékk á sig.Sprellimörk Freyr Alexandersson,landsliðsþjálfari, var vægast sagt ósáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann skömmu eftir leik. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan af velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ sagði Freyr en Ísland mætir aftur á þennan sama völl þegar liðið mætir Sviss á EM. „Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þetta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitárum og ekkert kjaftæði.“Víti til varnaðar Margrét Lára var vitaskuld ósátt við tapið enda sjaldgæft að stelpurnar okkar fái annan eins skell. „Við vorum eftir á í pressunni og varnarleikurinn, sem hefur verið okkar aðalsmerki, var ekki nógu góður. Við vorum ekki nógu þéttar og hleyptum þeim upp í hornin. Þær spiluðu frábærlega og við vorum ekki nægilega góðar,“ sagði Margrét Lára.„Þetta er víti til varnaðar því við höfum ekki einu sinni fengið svona skell á móti bestu liðum heims sem við höfum verið að spila við undanfarin ár. Þetta snýst samt ekki um hvernig maður er sleginn niður heldur hvernig maður stendur upp og það er ekkert lið betra í því en okkar lið.“ Margrét Lára var ákveðin til svars aðspurð hvort hún hefði áhyggjur af stöðu liðsins eftir tapið: „Nei, ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta er bara hluti af prógramminu. Þetta getur gerst og kemur meira að segja fyrir bestu liðin. Ef maður ætlar að ná árangri þarf að geta staðið upp og risið aftur eftir svona áfall. Það er ekkert lið sem fagnar því meira að fá að sýna karakter og sýna öllum að við getum betur. Við vitum allar að við getum miklu betur.“Bara léleg frammistaða Stelpurnar spiluðu nánast fullkominn leik á móti Slóvakíu fyrir helgi en í gær var allt að. Er hægt að útskýra hvað gerðist, kannski andlega, á þessum dögum á milli leikja? „Það gerðist ekkert andlega. Mórallinn datt ekki niður. Hann er og hefur alltaf verið frábær. Við töpuðum bara illa í dag,“ sagði Margrét Lára og bætti við að lokum: „Þetta var bara lélegur leikur. Við vorum 1-0 undir í fyrri hálfleik en svo brotnar liðið þegar við fáum á okkur annað og þriðja markið. Það þarf ekkert að dramatísera þetta um of. Frammistaða okkar var bara léleg í dag. Við vitum allar að við getum miklu betur og ætlum að sýna það í næsta leik.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er vægast sagt ósáttur við skellinn í Hollandi í kvöld. 11. apríl 2017 19:35 Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira
Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er vægast sagt ósáttur við skellinn í Hollandi í kvöld. 11. apríl 2017 19:35
Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00