Kynbætur Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. apríl 2017 07:00 Talsmenn laxeldis á Íslandi halda því fram að lagalegur grundvöllur starfseminnar sé skýr og skipulag og umgjörð hennar byggist á vandaðri lagasetningu. Að störfum er starfshópur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu sem á að koma með tillögur til ráðherra um laxeldi í sjókvíum í sérstakri skýrslu sem á að birta næsta sumar. Ástæðan er sú að stjórnvöld hafa ekki haft skýra stefnu í málaflokknum. Menn færu ekki að ræsa út heilan starfshóp til skýrslugerðar ef umgjörð atvinnugreinarinnar væri skýr. Ráðherra viðurkenndi í viðtali á Stöð 2 að ríkisvaldið hefði ekki haft „sterka stefnu“ þegar laxeldi í sjókvíum væri annars vegar. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, nefnir í grein hér í blaðinu í gær að forsenda fiskeldis sé að Hafrannsóknastofnun vinni burðarþolsmat á þeim fjörðum þar sem ætlunin sé að ala fisk. Stofnunin beiti mikilli varúð við matið og nefnir Einar mat á burðarþoli í Ísafjarðardjúpi í dæmaskyni. Það sem Einar nefnir ekki í sinni grein er að burðarþolsmat vegna laxeldis í sjókvíum nýtist ekkert til að meta áhrif eldisins á lífríkið við strendur Íslands og í þeim ám sem falla til sjávar hér við land. Í burðarþolsmatinu er eingöngu horft til lífrænna áhrifa sem gætu spillt vatnsgæðum. Ef hafstraumar dreifa mengun sem laxeldi í sjókvíum hefur í för með sér nógu mikið er þannig talið að viðkomandi svæði sem er metið beri fiskeldi af tiltekinni stærð. Á þessum forsendum er komist að þeirri niðurstöðu að Ísafjarðardjúp beri 30 þúsund tonna fiskeldi þótt eitt þúsund tonna framleiðsla á staðnum gæti skaðað vistkerfið stórkostlega. Þá er til staðar óvissa um lögmæti leyfa sem Matvælastofnun (Mast) veitti Arnarlaxi hf. og Löxum Fiskeldi ehf. eins og er ítarlega rakið í stefnum málsóknarfélaganna Náttúruverndar 1 og Náttúruverndar 2 á hendur Mast og umræddum félögum þar sem krafist er ógildingar á leyfum sem fyrirtækin fengu til laxeldis. Meðal annars er byggt á því að Mast hafi brotið gegn 40. gr. stjórnarskrárinnar og brotið varúðarreglu 9. gr. laga um náttúruvernd, en með laxeldi í sjókvíum er hætta á verulegum og óafturkræfum náttúruspjöllum. Einar K. Guðfinnsson bendir réttilega á að það hafi verið villandi framsetning í leiðara þessa blaðs á þriðjudag að tala um „genetískt breyttan lax“ í sjókvíum. Eðlilegra hefði verið að tala um kynbættan lax. Óvarleg notkun á einu stöku orði í forystugrein breytir engu um þá áhættu sem tekin er með ræktun á kynbættum laxi í sjó nálægt lífríki villtra fiska. Einar skautar líka alveg fram hjá mikilvægum atriðum úr leiðaranum. Eins og þeirri staðreynd að 20 þúsund laxar sluppu úr sjókvíum við eyjuna Mull í Skotlandi í mars. Eins sjókvíum og notaðar eru hér á landi. Scottish Sea Farms, sem rekur laxeldið þar sem umhverfisslysið varð, er í eigu norska fyrirtækisins SalMar sem er stærsti hluthafinn í Arnarlaxi hf., umsvifamesta laxeldisfyrirtæki Íslands. Það væri fullkomið glapræði að halda áfram uppbyggingu á laxeldi í sjókvíum hér á landi án skýrrar stefnumörkunar stjórnvalda.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Talsmenn laxeldis á Íslandi halda því fram að lagalegur grundvöllur starfseminnar sé skýr og skipulag og umgjörð hennar byggist á vandaðri lagasetningu. Að störfum er starfshópur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu sem á að koma með tillögur til ráðherra um laxeldi í sjókvíum í sérstakri skýrslu sem á að birta næsta sumar. Ástæðan er sú að stjórnvöld hafa ekki haft skýra stefnu í málaflokknum. Menn færu ekki að ræsa út heilan starfshóp til skýrslugerðar ef umgjörð atvinnugreinarinnar væri skýr. Ráðherra viðurkenndi í viðtali á Stöð 2 að ríkisvaldið hefði ekki haft „sterka stefnu“ þegar laxeldi í sjókvíum væri annars vegar. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, nefnir í grein hér í blaðinu í gær að forsenda fiskeldis sé að Hafrannsóknastofnun vinni burðarþolsmat á þeim fjörðum þar sem ætlunin sé að ala fisk. Stofnunin beiti mikilli varúð við matið og nefnir Einar mat á burðarþoli í Ísafjarðardjúpi í dæmaskyni. Það sem Einar nefnir ekki í sinni grein er að burðarþolsmat vegna laxeldis í sjókvíum nýtist ekkert til að meta áhrif eldisins á lífríkið við strendur Íslands og í þeim ám sem falla til sjávar hér við land. Í burðarþolsmatinu er eingöngu horft til lífrænna áhrifa sem gætu spillt vatnsgæðum. Ef hafstraumar dreifa mengun sem laxeldi í sjókvíum hefur í för með sér nógu mikið er þannig talið að viðkomandi svæði sem er metið beri fiskeldi af tiltekinni stærð. Á þessum forsendum er komist að þeirri niðurstöðu að Ísafjarðardjúp beri 30 þúsund tonna fiskeldi þótt eitt þúsund tonna framleiðsla á staðnum gæti skaðað vistkerfið stórkostlega. Þá er til staðar óvissa um lögmæti leyfa sem Matvælastofnun (Mast) veitti Arnarlaxi hf. og Löxum Fiskeldi ehf. eins og er ítarlega rakið í stefnum málsóknarfélaganna Náttúruverndar 1 og Náttúruverndar 2 á hendur Mast og umræddum félögum þar sem krafist er ógildingar á leyfum sem fyrirtækin fengu til laxeldis. Meðal annars er byggt á því að Mast hafi brotið gegn 40. gr. stjórnarskrárinnar og brotið varúðarreglu 9. gr. laga um náttúruvernd, en með laxeldi í sjókvíum er hætta á verulegum og óafturkræfum náttúruspjöllum. Einar K. Guðfinnsson bendir réttilega á að það hafi verið villandi framsetning í leiðara þessa blaðs á þriðjudag að tala um „genetískt breyttan lax“ í sjókvíum. Eðlilegra hefði verið að tala um kynbættan lax. Óvarleg notkun á einu stöku orði í forystugrein breytir engu um þá áhættu sem tekin er með ræktun á kynbættum laxi í sjó nálægt lífríki villtra fiska. Einar skautar líka alveg fram hjá mikilvægum atriðum úr leiðaranum. Eins og þeirri staðreynd að 20 þúsund laxar sluppu úr sjókvíum við eyjuna Mull í Skotlandi í mars. Eins sjókvíum og notaðar eru hér á landi. Scottish Sea Farms, sem rekur laxeldið þar sem umhverfisslysið varð, er í eigu norska fyrirtækisins SalMar sem er stærsti hluthafinn í Arnarlaxi hf., umsvifamesta laxeldisfyrirtæki Íslands. Það væri fullkomið glapræði að halda áfram uppbyggingu á laxeldi í sjókvíum hér á landi án skýrrar stefnumörkunar stjórnvalda.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun