Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2017 12:11 Það er smekkfullt við Keflavíkuflugvöll. Vísir/Pjetur Langtímabílastæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull og búist er við að vísa þurfi fólki frá þegar líða tekur á daginn. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og þeir sem hafa ætlað að leggja við flugvöllinn í dag hafa lent í vandræðum. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt og nú þrátt fyrir að bætt hafi verið við aukastæðum. „Við tókum hluta af rútustæðum undir til þess að færa bíla til þess að mynda pláss fyrir þá sem eru að koma. Núna erum við bara í þeirri stöðu að öll svæðin sem við sjáum fyrir okkur að geta nýtt eru orðin full þannig að það eru því miður ekki fleiri bílastæði í boði á flugvellinum núna,“ segir Guðni.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Mynd/IsaviaLíklega aldrei fleiri Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana Guðni býst við að þegar líða tekur á daginn verði fólki vísað frá sem ætlar að leggja bílum sínum yfir páskana við flugvöllinn. Þeir sem nýta þessi stæði eru að langmestu leyti Íslendingar. „Það eru í rauninni óvenju margir Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana. Meira heldur en við gerðum ráð fyrir í okkar áætlunum og líklega hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Guðni. Hann segir stæðin sem í boði eru þó aldrei hafa verið fleiri en nú. „Við erum með 2.350 bílastæði núna. Þau fjölguðu um 350 frá því í fyrra og í fyrra þá fylltust stæðin líka en það var þó aðeins um 2.200 bílar sem voru þá en núna eru þeir 3.000. Þannig er það er 800 bílum fleira á bílastæðunum í ár heldur en í fyrra og það eru auðvitað aðallega Íslendingar sem nýta sér bílastæðin, langtímabílastæðin hjá okkur. Þannig að ég held að við getum alveg fullyrt að það hafi aldrei jafn margir Íslendingar verið á faraldsfæti,“ segir Guðni. Guðni segir mikilvægt að þeir sem ætli að fara til útlanda dagana sem eftir eru af þessari páskahátíð geri ráð fyrir að geta ekki skilið bílinn sinn eftir við flugvöllinn heldur geri aðrar ráðstafanir. „Núna erum við að benda á þetta til þess að fólk geti gert ráðstafanir og geti vonandi nýtt sér rútur eða strætó eða látið aka sér á völlinn,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Langtímabílastæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull og búist er við að vísa þurfi fólki frá þegar líða tekur á daginn. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og þeir sem hafa ætlað að leggja við flugvöllinn í dag hafa lent í vandræðum. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt og nú þrátt fyrir að bætt hafi verið við aukastæðum. „Við tókum hluta af rútustæðum undir til þess að færa bíla til þess að mynda pláss fyrir þá sem eru að koma. Núna erum við bara í þeirri stöðu að öll svæðin sem við sjáum fyrir okkur að geta nýtt eru orðin full þannig að það eru því miður ekki fleiri bílastæði í boði á flugvellinum núna,“ segir Guðni.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Mynd/IsaviaLíklega aldrei fleiri Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana Guðni býst við að þegar líða tekur á daginn verði fólki vísað frá sem ætlar að leggja bílum sínum yfir páskana við flugvöllinn. Þeir sem nýta þessi stæði eru að langmestu leyti Íslendingar. „Það eru í rauninni óvenju margir Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana. Meira heldur en við gerðum ráð fyrir í okkar áætlunum og líklega hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Guðni. Hann segir stæðin sem í boði eru þó aldrei hafa verið fleiri en nú. „Við erum með 2.350 bílastæði núna. Þau fjölguðu um 350 frá því í fyrra og í fyrra þá fylltust stæðin líka en það var þó aðeins um 2.200 bílar sem voru þá en núna eru þeir 3.000. Þannig er það er 800 bílum fleira á bílastæðunum í ár heldur en í fyrra og það eru auðvitað aðallega Íslendingar sem nýta sér bílastæðin, langtímabílastæðin hjá okkur. Þannig að ég held að við getum alveg fullyrt að það hafi aldrei jafn margir Íslendingar verið á faraldsfæti,“ segir Guðni. Guðni segir mikilvægt að þeir sem ætli að fara til útlanda dagana sem eftir eru af þessari páskahátíð geri ráð fyrir að geta ekki skilið bílinn sinn eftir við flugvöllinn heldur geri aðrar ráðstafanir. „Núna erum við að benda á þetta til þess að fólk geti gert ráðstafanir og geti vonandi nýtt sér rútur eða strætó eða látið aka sér á völlinn,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent