Ólafur segir dýrara í sumum tilfellum að taka flugrútuna en að leggja í langtímastæði Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 14. apríl 2017 12:10 Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir að það geti verið dýrara fyrir fólk að taka flugrútuna en að fara á eigin bíl. Vísir/Pjetur Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir sérkennilegt að það borgi sig í sumum tilfellum að greiða í langtímabílastæði á Keflavíkurflugvelli frekar en að taka flugrútuna. Ef hjón fara til að mynda í helgarferð yrði flugrútan dýrari kosturinn. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og hafa þeir sem ætluðu að leggja við flugvöllinn lent í vandræðum. Í gær sendi Isavia frá sér tilkynningu og hvatti fólk sem var að fara í flug í gær eða í dag til að taka rútu, strætó eða leigubíl á völlinn. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir að það geti verið dýrara fyrir fólk að taka flugrútuna en að fara á eigin bíl. „Þetta er svolítið áhugavert dæmi. Það kostar í langtímastæði 1250 krónur á sólarhring. Ef maður kaupir miða fram og til baka í rútuna þá kostar það 4.000 krónur. Á fjórða degi er orðið ódýrara fyrir einn að taka rútuna en ef tveir eru að fara í helgarferð er miklu ódýrara að keyra út á völl og borga fyrir bílastæði,“ segir Ólafur. Hann segir að í flestum nágrannalöndum Íslands sé ekki mikið um það að fólk fari á einkabíl út á flugvöll. „Það notar almenningssamgöngur. Það sem er líka umhugsunarefni þegar maður sér það að þegar fólk er að fara kannski í helgarferð til borgar í Evrópu að dýrasti leggurinn sé að koma sér til og frá Keflavíkurflugvelli,“ segir Ólafur enda geti flug í dag einungis kostað nokkuð þúsund krónur. Hann segir að ferðir til og frá flugvelli séu þó oft einnig kostnaðarsamar í öðrum löndum og að það útskýrist af lítilli samkeppni. „Þetta er kannski ekki há fjárhæð miðað við hvað hlutirnir kosta á Íslandi en hvað er mörg sæti í rútunni, þetta eru 50 til 70 sæti, og svo geta menn bara margfaldað þetta. Þetta eru drjúgar tekjur sem rútan er að taka inn á dag,“ segir Ólafur. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. 13. apríl 2017 12:11 Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. 13. apríl 2017 19:30 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir sérkennilegt að það borgi sig í sumum tilfellum að greiða í langtímabílastæði á Keflavíkurflugvelli frekar en að taka flugrútuna. Ef hjón fara til að mynda í helgarferð yrði flugrútan dýrari kosturinn. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og hafa þeir sem ætluðu að leggja við flugvöllinn lent í vandræðum. Í gær sendi Isavia frá sér tilkynningu og hvatti fólk sem var að fara í flug í gær eða í dag til að taka rútu, strætó eða leigubíl á völlinn. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir að það geti verið dýrara fyrir fólk að taka flugrútuna en að fara á eigin bíl. „Þetta er svolítið áhugavert dæmi. Það kostar í langtímastæði 1250 krónur á sólarhring. Ef maður kaupir miða fram og til baka í rútuna þá kostar það 4.000 krónur. Á fjórða degi er orðið ódýrara fyrir einn að taka rútuna en ef tveir eru að fara í helgarferð er miklu ódýrara að keyra út á völl og borga fyrir bílastæði,“ segir Ólafur. Hann segir að í flestum nágrannalöndum Íslands sé ekki mikið um það að fólk fari á einkabíl út á flugvöll. „Það notar almenningssamgöngur. Það sem er líka umhugsunarefni þegar maður sér það að þegar fólk er að fara kannski í helgarferð til borgar í Evrópu að dýrasti leggurinn sé að koma sér til og frá Keflavíkurflugvelli,“ segir Ólafur enda geti flug í dag einungis kostað nokkuð þúsund krónur. Hann segir að ferðir til og frá flugvelli séu þó oft einnig kostnaðarsamar í öðrum löndum og að það útskýrist af lítilli samkeppni. „Þetta er kannski ekki há fjárhæð miðað við hvað hlutirnir kosta á Íslandi en hvað er mörg sæti í rútunni, þetta eru 50 til 70 sæti, og svo geta menn bara margfaldað þetta. Þetta eru drjúgar tekjur sem rútan er að taka inn á dag,“ segir Ólafur.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. 13. apríl 2017 12:11 Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. 13. apríl 2017 19:30 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. 13. apríl 2017 12:11
Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. 13. apríl 2017 19:30