Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2017 10:54 Starfsmenn reyndu sjálfir að slökkva eldinn, en þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem eldur kemur upp í verksmiðjunni. vísir/vilhelm Óvíst er hvenær hægt verður að hefja framleiðslu í United Silicon í Helguvík á ný eftir eldsvoða í verksmiðjunni í nótt, segir Kristleifur Andrésson, yfirmaður öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon. Verið er að meta tjónið sem hlaust af. „Við vitum ekki hver staðan á tjóninu er, en þetta er þannig tjón að framleiðsla stöðvast. Það eru hér menn frá slökkviliði og lögreglu og allir aðilar á staðnum að fara yfir hlutina, en þð er ekki komin nein niðurstaða,“ segir Kristleifur í samtali við Vísi. Eldurinn kom upp um klukkan fjögur í nótt í ofnhúsi verksmiðjunnar á efstu hæð, en eldurinn teygði sig í þrjár hæðir hússins. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins þar sem sérstakt duft sem notað er á eld sem þennan kláraðist. Nokkrir starfsmenn voru í verksmiðjunni, þar sem unnið er á vöktum allan sólarhringinn, en enginn í ofnhúsinu. Engan sakaði í eldsvoðanum. „Þetta kviknar á efstu hæð og þar eru menn ekki að jafnaði. Það er farið í ákveðin verk en þarna er engin föst starfstöð,“ segir Kristleifur.Starfsmenn reyndu sjálfir að slökkva eldinn Starfsmaður United Silicon varð var við eldinn og gerði slökkviliði viðvart. Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn, áður en Brunavarnir Suðurnesja komu á staðinn.Mikinn reyk lagði frá verksmiðjunni fyrir tveimur vikum þegar eldur kom upp í vörubrettum.VÍSIR/SÓLMUNDUR FRIÐRIKSSONFyrir sléttum tveimur vikum kom upp eldur í verksmiðjunni, en þá hafði kviknað í vörubrettum fyrir utan. Starfsfólki tókst sjálfu að slökkva eldinn en slökkviliðið var fengið til þess að slökkva í síðustu glæðunum. Kristleifur segir það ekki algengt að eldur kvikni í verksmiðjunni. „Ég ætla bara rétt að vona að við séum búin að fá skammtinn okkar,“ segir hann. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri á Suðurnesjum, segir að enginn starfsmaður verksmiðjunnar hafi verið í hættu í nótt. Það sé þó vissulega hættulegt þegar eldur kemur upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Tólf slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja tóku þátt í slökkvistarfinu. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en málið er í rannsókn. United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Óvíst er hvenær hægt verður að hefja framleiðslu í United Silicon í Helguvík á ný eftir eldsvoða í verksmiðjunni í nótt, segir Kristleifur Andrésson, yfirmaður öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon. Verið er að meta tjónið sem hlaust af. „Við vitum ekki hver staðan á tjóninu er, en þetta er þannig tjón að framleiðsla stöðvast. Það eru hér menn frá slökkviliði og lögreglu og allir aðilar á staðnum að fara yfir hlutina, en þð er ekki komin nein niðurstaða,“ segir Kristleifur í samtali við Vísi. Eldurinn kom upp um klukkan fjögur í nótt í ofnhúsi verksmiðjunnar á efstu hæð, en eldurinn teygði sig í þrjár hæðir hússins. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins þar sem sérstakt duft sem notað er á eld sem þennan kláraðist. Nokkrir starfsmenn voru í verksmiðjunni, þar sem unnið er á vöktum allan sólarhringinn, en enginn í ofnhúsinu. Engan sakaði í eldsvoðanum. „Þetta kviknar á efstu hæð og þar eru menn ekki að jafnaði. Það er farið í ákveðin verk en þarna er engin föst starfstöð,“ segir Kristleifur.Starfsmenn reyndu sjálfir að slökkva eldinn Starfsmaður United Silicon varð var við eldinn og gerði slökkviliði viðvart. Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn, áður en Brunavarnir Suðurnesja komu á staðinn.Mikinn reyk lagði frá verksmiðjunni fyrir tveimur vikum þegar eldur kom upp í vörubrettum.VÍSIR/SÓLMUNDUR FRIÐRIKSSONFyrir sléttum tveimur vikum kom upp eldur í verksmiðjunni, en þá hafði kviknað í vörubrettum fyrir utan. Starfsfólki tókst sjálfu að slökkva eldinn en slökkviliðið var fengið til þess að slökkva í síðustu glæðunum. Kristleifur segir það ekki algengt að eldur kvikni í verksmiðjunni. „Ég ætla bara rétt að vona að við séum búin að fá skammtinn okkar,“ segir hann. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri á Suðurnesjum, segir að enginn starfsmaður verksmiðjunnar hafi verið í hættu í nótt. Það sé þó vissulega hættulegt þegar eldur kemur upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Tólf slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja tóku þátt í slökkvistarfinu. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en málið er í rannsókn.
United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47