Ætlaði að endurheimta bíl en fékk 20 sentimetra skurð á háls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2017 16:03 Hinn kærði neitar sök en þrjú vitni til viðbótar við brotaþola og vinkonu hans staðfesta árásina. Vísir/getty Karlmanni hefur verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til 10. maí á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn er grunaður um tilraun til manndráps eða alvarlega líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu þann 8. mars síðastliðinn. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi fyrstu vikuna eftir árásina á grundvelli rannsóknarhagsmuna en hefur síðan verið í fangelsi á grundvelli almannahagsmuna.Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning hafi borist lögreglu frá manni sem hafði flúið inn á veitingastað í borginni og óskað eftir aðstoð. Lýsti hann því hvernig kærði hefði skömmu áður ráðist á hann að tilefnislausu, vopnaður hnífi. Langur skurður var sjáanlegur á hálsi mannsins. Við komu á slysadeild hafi brotaþoli reynst með 20 cm skurð sem teygði sig frá vinstri kjálka niður hálsinn vinstra megin aftanvert og hafi skurðurinn verið gapandi á 5-6 cm svæði fyrir neðan eyra.Ætlaði að endurheimta bíl Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn hafa ætlað að sækja bílinn sinn til kærða sem hafði tekið hann af honum. Fór hann að hitta kærða sem var sofandi þegar hann mætti. Stúlka sem var í íbúðinni hafi hleypt manninum inn, hann sest í sófa og beðið eftir kærða. Kærði hafi svo ráðist á manninn án fyrirvara, skorið á háls með hnífi og ógnað annarri stúlku sem var í för með manninum. Þau flýðu undan árásarmanninum og á veitingahúsið þar sem óskað var eftir lögreglu. Þrír aðilar voru vitni að atvikinu og hefur lögregla rætt við þá. Þeim ber öllum saman um að kærði hafi komið fram og án nokkurrar ástæðu ráðist á manninn, skorið á háls og í framhaldi hótað því að ráðast á stúlkuna. Hún hafi því flúið með brotaþola út úr húsnæðinu. Í framburði annars vitnis komi fram að kærði hafi, áður en hann fór inn í stofuna þar sem brotaþoli hafi verið, talað um að hann hygðist drepa brotaþola og stúlkuna sem með honum hafi verið.Neitar að hafa ráðist á manninn Kærði kannast við að hafa hitt brotaþola umrætt sinn og að hafa rekið hann út úr húsinu. Hann neitar því þó að hafa ráðist á manninn og valdið áverkunum á hálsi. Rannsókn málsins hjá lögreglu er lokið og verður það sent Héraðssaksóknara á næstu dögum. Er það mat lögreglustjóra að brotið sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að hann gangi ekki laus meðan málið er til meðferðar. Brot hans geti varðað fangelsi allt að sextán árum. Féllust bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur á að sterkur grunur væri á því að kærði hefði ráðist á manninn með fyrrnefndum afleiðingum. Var fallist á kröfu lögreglustjóra. Dómsmál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Karlmanni hefur verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til 10. maí á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn er grunaður um tilraun til manndráps eða alvarlega líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu þann 8. mars síðastliðinn. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi fyrstu vikuna eftir árásina á grundvelli rannsóknarhagsmuna en hefur síðan verið í fangelsi á grundvelli almannahagsmuna.Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning hafi borist lögreglu frá manni sem hafði flúið inn á veitingastað í borginni og óskað eftir aðstoð. Lýsti hann því hvernig kærði hefði skömmu áður ráðist á hann að tilefnislausu, vopnaður hnífi. Langur skurður var sjáanlegur á hálsi mannsins. Við komu á slysadeild hafi brotaþoli reynst með 20 cm skurð sem teygði sig frá vinstri kjálka niður hálsinn vinstra megin aftanvert og hafi skurðurinn verið gapandi á 5-6 cm svæði fyrir neðan eyra.Ætlaði að endurheimta bíl Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn hafa ætlað að sækja bílinn sinn til kærða sem hafði tekið hann af honum. Fór hann að hitta kærða sem var sofandi þegar hann mætti. Stúlka sem var í íbúðinni hafi hleypt manninum inn, hann sest í sófa og beðið eftir kærða. Kærði hafi svo ráðist á manninn án fyrirvara, skorið á háls með hnífi og ógnað annarri stúlku sem var í för með manninum. Þau flýðu undan árásarmanninum og á veitingahúsið þar sem óskað var eftir lögreglu. Þrír aðilar voru vitni að atvikinu og hefur lögregla rætt við þá. Þeim ber öllum saman um að kærði hafi komið fram og án nokkurrar ástæðu ráðist á manninn, skorið á háls og í framhaldi hótað því að ráðast á stúlkuna. Hún hafi því flúið með brotaþola út úr húsnæðinu. Í framburði annars vitnis komi fram að kærði hafi, áður en hann fór inn í stofuna þar sem brotaþoli hafi verið, talað um að hann hygðist drepa brotaþola og stúlkuna sem með honum hafi verið.Neitar að hafa ráðist á manninn Kærði kannast við að hafa hitt brotaþola umrætt sinn og að hafa rekið hann út úr húsinu. Hann neitar því þó að hafa ráðist á manninn og valdið áverkunum á hálsi. Rannsókn málsins hjá lögreglu er lokið og verður það sent Héraðssaksóknara á næstu dögum. Er það mat lögreglustjóra að brotið sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að hann gangi ekki laus meðan málið er til meðferðar. Brot hans geti varðað fangelsi allt að sextán árum. Féllust bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur á að sterkur grunur væri á því að kærði hefði ráðist á manninn með fyrrnefndum afleiðingum. Var fallist á kröfu lögreglustjóra.
Dómsmál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira