Tveir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta í dag.
KR tryggði sér sigur í riðli 2 með 6-1 stórsigri á Leikni R.
Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart skoruðu tvö mörk hvor fyrir KR. Garðar Jóhannsson og Indriði Sigurðsson voru einnig á skotskónum.
KR-ingar mæta Skagamönnum í 8-liða úrslitum.
Kolbeinn Kárason skoraði mark Leiknismanna sem enduðu í 4. sæti riðilsins.
Í riðli 3 skildu ÍR og Þór jöfn, 1-1. Þórsarar enduðu í 3. sæti riðilsins með sjö stig. Stigið sem ÍR fékk í dag var hins vegar það fyrsta og eina sem liðið fékk í riðlinum.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.
