Sakar Nunes um að reyna að dreifa athygli frá tengslum Trump við Rússa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2017 23:30 Devin Nunes, hlýtur æ meiri gagnrýni vegna framgöngu sinnar í rannsókn á tengslum Trump við Rússa. Vísir/EPA Demókratar saka Devin Nunes, Repúblikana og formann þingnefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál, sem nú fer með rannsókn á tengslum ríkisstjórnar Trump við Rússa, um að þvælast vísvitandi fyrir rannsókninni. Guardian greinir frá.Nunes er sakaður um að vinna að því að vernda hagsmuni forsetans í stað þess að vinna að sjálfstæðri rannsókn á háttalagi ríkisstjórnarinnar. Fremstur í að gagnrýna Nunes er demókratinn Adam Schiff, þingmaður Flórídaríkis í fulltrúadeildinni, en hann á sæti í nefndinni sem Nunes leiðir. Hann sakar Nunes um að reyna að „afvegaleiða almenning“ frá því sem raunverulega skiptir máli. Ásakanirnar má rekja til þess að Nunes gaf nýlega út tilkynningu, án samráðs við aðra nefndarmeðlimi, þar sem hann hélt því fram að hann hefði undir höndum gögn sem bentu til þess að meðlimir í kosningateymi Trump hefðu verið hleraðir af ríkisstjórn Barack Obama. Forsetinn greip fullyrðingar Nunes fegins hendi, enda höfðu engin gögn komið fram sem stutt hafa fullyrðingar hans um hleranir Obama. Nunes hefur neitað að sýna fjölmiðlum umrædd gögn og neitaði lengi vel að segja hvaðan þau komu en lét síðan hafa eftir sér að heimildarmenn hans hefðu verið tveir starfsmenn Hvíta hússins. Þá var hann jafnframt gagnrýndur fyrir að hlaupa til Trump með þær upplýsingar. Sjá einnig: Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Síðastliðinn laugardag greip forsetinn aftur til Twitter, þar sem hann réðist á fjölmiðla fyrir að fjalla um tengsl hans við Rússa, í stað hlerana Obama, eins og má sjá hér að neðan. Vegna ásakanna Schiff er ljóst að rannsókn nefndarinnar hefur verið sett á ís, en nefnd öldungadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, sem og bandaríska alríkislögreglan rannsaka enn tengsl ráðamanna innan ríkisstjórnar Trump við Rússa. Demókratar, sem og nokkrir aðilar innan Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að Nunes segi af sér sem formaður nefndarinnar, en Nunes hefur neitað að verða við þeirri beiðni. Þá hefur einnig verið kallað eftir því að sett verði á fót sjálfstæð nefnd sem fari með rannsókn málsins, málið sé talið það alvarlegt. Hefur meðal annars fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, frá árinu 2008, John McCain kallað eftir því. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, segir að ekki sé þörf á „enn einni rannsókninni“ á málinu, einungis til þess að tryggja að „niðurstaðan muni örugglega verða sanngjörn.“When will Sleepy Eyes Chuck Todd and @NBCNews start talking about the Obama SURVEILLANCE SCANDAL and stop with the Fake Trump/Russia story?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 1, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Demókratar saka Devin Nunes, Repúblikana og formann þingnefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál, sem nú fer með rannsókn á tengslum ríkisstjórnar Trump við Rússa, um að þvælast vísvitandi fyrir rannsókninni. Guardian greinir frá.Nunes er sakaður um að vinna að því að vernda hagsmuni forsetans í stað þess að vinna að sjálfstæðri rannsókn á háttalagi ríkisstjórnarinnar. Fremstur í að gagnrýna Nunes er demókratinn Adam Schiff, þingmaður Flórídaríkis í fulltrúadeildinni, en hann á sæti í nefndinni sem Nunes leiðir. Hann sakar Nunes um að reyna að „afvegaleiða almenning“ frá því sem raunverulega skiptir máli. Ásakanirnar má rekja til þess að Nunes gaf nýlega út tilkynningu, án samráðs við aðra nefndarmeðlimi, þar sem hann hélt því fram að hann hefði undir höndum gögn sem bentu til þess að meðlimir í kosningateymi Trump hefðu verið hleraðir af ríkisstjórn Barack Obama. Forsetinn greip fullyrðingar Nunes fegins hendi, enda höfðu engin gögn komið fram sem stutt hafa fullyrðingar hans um hleranir Obama. Nunes hefur neitað að sýna fjölmiðlum umrædd gögn og neitaði lengi vel að segja hvaðan þau komu en lét síðan hafa eftir sér að heimildarmenn hans hefðu verið tveir starfsmenn Hvíta hússins. Þá var hann jafnframt gagnrýndur fyrir að hlaupa til Trump með þær upplýsingar. Sjá einnig: Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Síðastliðinn laugardag greip forsetinn aftur til Twitter, þar sem hann réðist á fjölmiðla fyrir að fjalla um tengsl hans við Rússa, í stað hlerana Obama, eins og má sjá hér að neðan. Vegna ásakanna Schiff er ljóst að rannsókn nefndarinnar hefur verið sett á ís, en nefnd öldungadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, sem og bandaríska alríkislögreglan rannsaka enn tengsl ráðamanna innan ríkisstjórnar Trump við Rússa. Demókratar, sem og nokkrir aðilar innan Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að Nunes segi af sér sem formaður nefndarinnar, en Nunes hefur neitað að verða við þeirri beiðni. Þá hefur einnig verið kallað eftir því að sett verði á fót sjálfstæð nefnd sem fari með rannsókn málsins, málið sé talið það alvarlegt. Hefur meðal annars fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, frá árinu 2008, John McCain kallað eftir því. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, segir að ekki sé þörf á „enn einni rannsókninni“ á málinu, einungis til þess að tryggja að „niðurstaðan muni örugglega verða sanngjörn.“When will Sleepy Eyes Chuck Todd and @NBCNews start talking about the Obama SURVEILLANCE SCANDAL and stop with the Fake Trump/Russia story?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 1, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24
Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40