Skotinn Robbie Crawford hefur fengið félagaskipti í FH er orðinn leikmaður Fimleikafélagsins.
Þetta er 23 ára gamall miðjumaður sem var í skoðun hjá FH í æfingaferð á dögunum. Hann heillaði þjálfara liðsins, Heimi Guðjónsson, nógu mikið til þess að fá samning.
Þessi strákur er alinn upp hjá skoska stórliðinu Rangers. Hann hjálpaði liðinu upp um tvær deildir eftir að það varð gjaldþrota og var sent í kjallarann í skoska boltanum.
Crawford er því löglegur til þess að spila með FH gegn Blikum í átta liða úrslitum Lengjubikarsins í næstu viku.
Fyrrum leikmaður Rangers til FH
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti




