Allsherjar úttekt í undirbúningi á United Silicon og aðlögunartíma hafnað Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2017 20:00 Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun undirbýr allsherjar úttekt á starfsemi United Silicon í Helguvík og hefur hafnað beiðni fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma mengunarmálum í lag. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að heimila ekki nýja stóriðju í bænum umfram það sem þegar hefur verið samið. Á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag ítrekaði Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra að hún væri almennt ekki hrifin af uppbyggingu stóriðju og hún gilti varhug við kísilmálmverksmiðjum. Hún væri hins vegar bundinn samningum fyrri ríkisstjórna og af lögum.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/Vilhelm„Ég er ekki hrifin af mengandi stóriðjustarfsemi. En ég hef auðvitað líka sagt að ég er bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórna. Það er nú bara þannig. En það sem ég get gert í málinu er að passa upp á að ítrustu varúðarkröfum sé beitt,“ sagði Björt. Og þar reynir á Umhverfisstofnun. Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði fyrir nefndinni í dag að Umhverfisstofnun hefði ýmis úrræði og hefði nú þegar takmarkað starfsemi United Silicon vegna mengunarmála. „En það er alveg ljóst að það er ekki hægt að ganga lengra að sinni á meðan framkvæmd verður úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. Það er aðgerð sem við höfum ekki farið í áður en erum með í undirbúningi. Við höfum sem sagt áhyggjur af þeim atriðum. Hvort hönnun reykræstivirkja er nægjanlega skilvirk,“ sagði Sigrún.Takmarkanir á starfseminni Þá hefur Umhverfisstofnun hafnað ósk fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma starfseminni í lag. Heimilar aðeins að annar af tveimur ofnum verði í notkun eins og er og að nú þegar verði stigin skref til úrbóta. En forstjóri fyrirtækisins segir eðlilegt að byrjunarerfiðleikari hafi komið upp þótt sumir þeirra hafi komið á óvart. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs segir að Reykjanesbær hafi hins vegar ákveðið að bærinn muni ekki leggja land undir frekari stóriðju en þegar hafi verið samið um.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.Vísir„í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við erum búin að stíga þau skref að takmarka þetta verulega og læra kannski af reynslunni. Við hefðum kannski átt að bregðast fyrr við,“ sagði Friðjón. Hins vegar sæti bæjarfélagið upp með hálfuppbyggt álver sem enginn vissi hvað yrði um og ríkið hefði ekki staðið við umfangsmikla uppbyggingu hafnarmannvirkja í tengslum við samninga þess við stóriðjuna. En gert samninga um stóriðju sem bærinn væri bundinn af. Umhverfisráðherra er ánægð með stefnubreytingu bæjarins. „Ég fagna því sérstaklega að bæjarstjórn Reykjanesbæjar sé að taka það inn í sitt skipulag að hverfa frá þessari stóriðjustefnu. Út af því að það er auðvitað dálítið þar sem þetta byrjar. Að það sé veitt vilyrði fyrir lóðum,“ sagði Björt Ólafsdóttir. United Silicon Tengdar fréttir Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. 5. apríl 2017 10:56 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Umhverfisstofnun undirbýr allsherjar úttekt á starfsemi United Silicon í Helguvík og hefur hafnað beiðni fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma mengunarmálum í lag. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að heimila ekki nýja stóriðju í bænum umfram það sem þegar hefur verið samið. Á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag ítrekaði Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra að hún væri almennt ekki hrifin af uppbyggingu stóriðju og hún gilti varhug við kísilmálmverksmiðjum. Hún væri hins vegar bundinn samningum fyrri ríkisstjórna og af lögum.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/Vilhelm„Ég er ekki hrifin af mengandi stóriðjustarfsemi. En ég hef auðvitað líka sagt að ég er bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórna. Það er nú bara þannig. En það sem ég get gert í málinu er að passa upp á að ítrustu varúðarkröfum sé beitt,“ sagði Björt. Og þar reynir á Umhverfisstofnun. Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði fyrir nefndinni í dag að Umhverfisstofnun hefði ýmis úrræði og hefði nú þegar takmarkað starfsemi United Silicon vegna mengunarmála. „En það er alveg ljóst að það er ekki hægt að ganga lengra að sinni á meðan framkvæmd verður úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. Það er aðgerð sem við höfum ekki farið í áður en erum með í undirbúningi. Við höfum sem sagt áhyggjur af þeim atriðum. Hvort hönnun reykræstivirkja er nægjanlega skilvirk,“ sagði Sigrún.Takmarkanir á starfseminni Þá hefur Umhverfisstofnun hafnað ósk fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma starfseminni í lag. Heimilar aðeins að annar af tveimur ofnum verði í notkun eins og er og að nú þegar verði stigin skref til úrbóta. En forstjóri fyrirtækisins segir eðlilegt að byrjunarerfiðleikari hafi komið upp þótt sumir þeirra hafi komið á óvart. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs segir að Reykjanesbær hafi hins vegar ákveðið að bærinn muni ekki leggja land undir frekari stóriðju en þegar hafi verið samið um.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.Vísir„í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við erum búin að stíga þau skref að takmarka þetta verulega og læra kannski af reynslunni. Við hefðum kannski átt að bregðast fyrr við,“ sagði Friðjón. Hins vegar sæti bæjarfélagið upp með hálfuppbyggt álver sem enginn vissi hvað yrði um og ríkið hefði ekki staðið við umfangsmikla uppbyggingu hafnarmannvirkja í tengslum við samninga þess við stóriðjuna. En gert samninga um stóriðju sem bærinn væri bundinn af. Umhverfisráðherra er ánægð með stefnubreytingu bæjarins. „Ég fagna því sérstaklega að bæjarstjórn Reykjanesbæjar sé að taka það inn í sitt skipulag að hverfa frá þessari stóriðjustefnu. Út af því að það er auðvitað dálítið þar sem þetta byrjar. Að það sé veitt vilyrði fyrir lóðum,“ sagði Björt Ólafsdóttir.
United Silicon Tengdar fréttir Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. 5. apríl 2017 10:56 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. 5. apríl 2017 10:56