Er jafn auðvelt að skjóta í viðkvæma hluta vélmenna og Aloy lætur það líta út fyrir í leiknum Horizon: Zero Dawn? Þau Tryggvi, Donna og Óli úr GameTvíí tóku sig til og könnuðu málið.
Til þess kíktu þau í Bogfimisetrið og stilltu upp vélmennaskotmarki. Hið víðfræga vélmenni Bender varð fyrir valinu og var hans viðkvæmasti hluti skotmarkið.
Sá sem tapaði þessari bogfimikeppni þurfti svo að sætta sig við að fá rjóma í andlitið.