Kunnugleg meðul Stjórnarmaðurinn skrifar 9. apríl 2017 11:00 Krónan gamla er nú með allra sterkasta móti og raunar kannski ekki teikn um annað en hún haldi áfram að styrkjast til skamms tíma. Á Íslandi ríkir meiri hagvöxtur en í flestum ef ekki öllum samanburðarlöndum, skuldsetning ríkissjóðs er lítil og fer minnkandi og ferðamenn halda áfram að streyma til landsins. Seðlabankinn hefur staðið í miklum og fordæmalausum gjaldeyriskaupum til að stemma stigu við styrkingu krónunnar. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja: fjármagnshöft hafa verið afnumin og auknar álögur boðaðar á ferðamannaiðnaðinn. Fjármálaráðherra hefur meira að segja látið hafa eftir sér að lífeyrissjóðunum verði gert að fjárfesta erlendis í auknum mæli með hreinu valdboði. Allt hefur hins vegar komið fyrir ekki. Á meðan heyrist gamalkunnugt harmakvein frá útgerðinni. HB Grandi hótar að hætta framleiðslu á Akranesi og bæjarstjórinn telur að lausnin sé að Reykvíkingar og aðrir eigendur Faxaflóahafna niðurgreiði starfsemina. Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka útgerðarinnar telur að svo geti farið að útgerðirnar neyðist til að flytja vinnsluna úr landi – þótt svo virðist raunar sem lög girði fyrir slíkar hrókeringar. Útgerðin hefur þó sem fyrr ekki yfirsýn til að benda á hið raunverulega vandamál – gjaldmiðilinn. Krónan hefur svo lengi sem elstu menn muna sveiflast ótæpilega og gert það allt að því ómögulegt að gera áætlanir til lengri tíma. Útgerðin hefur alltaf tekið ávinninginn sem fylgir veikri krónu og stungið honum í vasann, þegar krónan styrkist hefur svo verið treyst á að vinveitt stjórnvöld felli gengið. Fjármálaráðherra má hins vegar eiga það, ólíkt frænda sínum í forsætisráðuneytinu, að hann lokar ekki augunum fyrir þeim ókostum sem fylgja krónunni. Hann hefur á síðustu dögum mælt fyrir því að Íslendingar taki upp annan gjaldmiðil, t.d. evru eða sterlingspund. Hugmyndir flokks hans, Viðreisnar, um myntráð eru sömuleiðis góðra gjalda verðar. Sterk króna hefur það einfaldlega í för með sér að erfitt verður fyrir íslenska framleiðslu að standast alþjóðlega samkeppni. Til þess verður hún of dýr. Varanlega sterk króna gæti þýtt að eðlilegt skref væri að flytja framleiðslu úr landi. Réttast væri fyrir sjávarútveginn að taka fjármálaráðherra til fyrirmyndar og horfa til varanlegra lausna á gjaldmiðilsklípu okkar Íslendinga, frekar en að hengja sig á gamaldags skammtímalausnir sem að endingu kosta almenning í landinu bæði lífskjör og beinhart skattfé. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Krónan gamla er nú með allra sterkasta móti og raunar kannski ekki teikn um annað en hún haldi áfram að styrkjast til skamms tíma. Á Íslandi ríkir meiri hagvöxtur en í flestum ef ekki öllum samanburðarlöndum, skuldsetning ríkissjóðs er lítil og fer minnkandi og ferðamenn halda áfram að streyma til landsins. Seðlabankinn hefur staðið í miklum og fordæmalausum gjaldeyriskaupum til að stemma stigu við styrkingu krónunnar. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja: fjármagnshöft hafa verið afnumin og auknar álögur boðaðar á ferðamannaiðnaðinn. Fjármálaráðherra hefur meira að segja látið hafa eftir sér að lífeyrissjóðunum verði gert að fjárfesta erlendis í auknum mæli með hreinu valdboði. Allt hefur hins vegar komið fyrir ekki. Á meðan heyrist gamalkunnugt harmakvein frá útgerðinni. HB Grandi hótar að hætta framleiðslu á Akranesi og bæjarstjórinn telur að lausnin sé að Reykvíkingar og aðrir eigendur Faxaflóahafna niðurgreiði starfsemina. Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka útgerðarinnar telur að svo geti farið að útgerðirnar neyðist til að flytja vinnsluna úr landi – þótt svo virðist raunar sem lög girði fyrir slíkar hrókeringar. Útgerðin hefur þó sem fyrr ekki yfirsýn til að benda á hið raunverulega vandamál – gjaldmiðilinn. Krónan hefur svo lengi sem elstu menn muna sveiflast ótæpilega og gert það allt að því ómögulegt að gera áætlanir til lengri tíma. Útgerðin hefur alltaf tekið ávinninginn sem fylgir veikri krónu og stungið honum í vasann, þegar krónan styrkist hefur svo verið treyst á að vinveitt stjórnvöld felli gengið. Fjármálaráðherra má hins vegar eiga það, ólíkt frænda sínum í forsætisráðuneytinu, að hann lokar ekki augunum fyrir þeim ókostum sem fylgja krónunni. Hann hefur á síðustu dögum mælt fyrir því að Íslendingar taki upp annan gjaldmiðil, t.d. evru eða sterlingspund. Hugmyndir flokks hans, Viðreisnar, um myntráð eru sömuleiðis góðra gjalda verðar. Sterk króna hefur það einfaldlega í för með sér að erfitt verður fyrir íslenska framleiðslu að standast alþjóðlega samkeppni. Til þess verður hún of dýr. Varanlega sterk króna gæti þýtt að eðlilegt skref væri að flytja framleiðslu úr landi. Réttast væri fyrir sjávarútveginn að taka fjármálaráðherra til fyrirmyndar og horfa til varanlegra lausna á gjaldmiðilsklípu okkar Íslendinga, frekar en að hengja sig á gamaldags skammtímalausnir sem að endingu kosta almenning í landinu bæði lífskjör og beinhart skattfé.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira