Valgarð Reinhardsson og Irina Sazonova urði í dag Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleikum en mótið fór fram í Laugardalshöllinni.
Valgarð varð stigahæstur með 76.650 stig stóð hann uppi sem sigurvegari en hann varð síðast Íslandsmeistari árið 2015. Eyþór Örn Baldursson hafnaði í öðru sæti með 72.000 stig og lenti Jón Sigurður Gunnarsson í þriðja sæti með 71.900 stig.
Í kvennaflokki var það Irina Sazonova sem varði Íslandsmeistaratitil sinn frá því í fyrra en hún endaði með 48.933 stig.
Dominiqua Alma Belányi hafnaði í öðru sæti með 48.866 stig og var keppnin á milli efstu tveggja gríðarlega lítill. Agnes Suto endaði í þriðja sætinu með 48.616 stig.
Hér má sjá stigaskor allra keppenda.
Valgarð og Irina Íslandsmeistarar
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti



Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti


Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn


