Segir að fjöldi ferðamanna muni að óbreyttu þrefaldast fram til 2030 Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2017 13:02 Óskar Jósefsson er framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála. Vísir/anton Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála segir að óbreyttu muni fjöldi ferðamanna hér á landi þrefaldast á næstu þrettán árum og vera kominn upp í fimm til sex milljónir í lok næsta áratugar. Hann segir nauðsynlegt að grípa sem fyrst til ráðstafana til að tryggja að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki ósjálfbær. Síðasta ár var mettár í komu erlendra ferðamanna hingað til lands og spáð er þrjátíu prósenta vexti á þessu ári. Búist er við því að fjöldinn fari upp fyrir tvær milljónir í ár og verði kominn upp í fjórar milljónir árið 2020. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segir að ferðaþjónustan sé komin að mörkum þess að teljast sjálfbær. Hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. „Vöxturinn hefur náttúrulega verið langt umfram það sem væntingar manna gengu til um og ég held að við séum komin í dag á þann stað að við þurfum að velta fyrir okkur hvort þetta sé sjálfbær vöxtur. Það skiptir atvinnugreinina og þjóðfélagið máli að vöxturinn sé sjálfbær þannig að það verði ekki þannig einn daginn að hér standi ónýtar fjárfestingar og fólk sem ekki hefur vinnu við að veita þjónustu til ferðamanna.“Þarf að meta getu samfélagsins Óskar segir nauðsynlegt að meta getu samfélagsins til taka á þessum vexti. Bæði til að tryggja öryggi ferðamanna sem og þjónustu við þá. „Ég lék mér nú að þessum tölum og tók meðaltalsvöxt greinarinnar, keyrði vöxtinn niður á næstu þremur, fjórum árum í meðaltal greinarinnar á alþjóðavísu. Ef þú framreiknar það til 2030 þá erum við með milli fimm og sex milljónir ferðamanna,“ segir Óskar. Hann segir að þessi vöxtur kalli á gríðarlega aukningu á vinnuafli og það geti haft áhrif á meðal annars húsnæðismarkaðinn. „Við erum að byggja mikið á innfluttu vinnuafli og þá kemur þrýstingur á húsnæðismarkaðinn til viðbótar við þann þrýsti sem er á honum í dag. Því til viðbótar fer alltaf hluti af húsnæði í þessa AirBnb-leigu. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta er ekki fær leið. Við stöndum svolítið frammi fyrir því núna að þurfa að leggja mat á það hvað við treystum okkur til að taka á móti mörgum ferðamönnum þannig að við getum tryggt að þeir séu hér í öruggu umhverfi og fari hamingjusamir heim,“ segir Óskar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Sjá meira
Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála segir að óbreyttu muni fjöldi ferðamanna hér á landi þrefaldast á næstu þrettán árum og vera kominn upp í fimm til sex milljónir í lok næsta áratugar. Hann segir nauðsynlegt að grípa sem fyrst til ráðstafana til að tryggja að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki ósjálfbær. Síðasta ár var mettár í komu erlendra ferðamanna hingað til lands og spáð er þrjátíu prósenta vexti á þessu ári. Búist er við því að fjöldinn fari upp fyrir tvær milljónir í ár og verði kominn upp í fjórar milljónir árið 2020. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segir að ferðaþjónustan sé komin að mörkum þess að teljast sjálfbær. Hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. „Vöxturinn hefur náttúrulega verið langt umfram það sem væntingar manna gengu til um og ég held að við séum komin í dag á þann stað að við þurfum að velta fyrir okkur hvort þetta sé sjálfbær vöxtur. Það skiptir atvinnugreinina og þjóðfélagið máli að vöxturinn sé sjálfbær þannig að það verði ekki þannig einn daginn að hér standi ónýtar fjárfestingar og fólk sem ekki hefur vinnu við að veita þjónustu til ferðamanna.“Þarf að meta getu samfélagsins Óskar segir nauðsynlegt að meta getu samfélagsins til taka á þessum vexti. Bæði til að tryggja öryggi ferðamanna sem og þjónustu við þá. „Ég lék mér nú að þessum tölum og tók meðaltalsvöxt greinarinnar, keyrði vöxtinn niður á næstu þremur, fjórum árum í meðaltal greinarinnar á alþjóðavísu. Ef þú framreiknar það til 2030 þá erum við með milli fimm og sex milljónir ferðamanna,“ segir Óskar. Hann segir að þessi vöxtur kalli á gríðarlega aukningu á vinnuafli og það geti haft áhrif á meðal annars húsnæðismarkaðinn. „Við erum að byggja mikið á innfluttu vinnuafli og þá kemur þrýstingur á húsnæðismarkaðinn til viðbótar við þann þrýsti sem er á honum í dag. Því til viðbótar fer alltaf hluti af húsnæði í þessa AirBnb-leigu. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta er ekki fær leið. Við stöndum svolítið frammi fyrir því núna að þurfa að leggja mat á það hvað við treystum okkur til að taka á móti mörgum ferðamönnum þannig að við getum tryggt að þeir séu hér í öruggu umhverfi og fari hamingjusamir heim,“ segir Óskar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Sjá meira