Sprenging í bílasölu það sem af er árinu Ásgeir Erlendsson skrifar 9. apríl 2017 13:45 Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Ef fram heldur sem horfir stefnir í metár í bílasölu. Þetta segir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins sem bendir á að salan á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi að mestu leyti verið til almennings og fyrirtækja en ekki bílaleiga. Í vikunni var sagt frá því að sala nýrra bíla hér á landi hefði aukist um 29% fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Landsmenn voru sömuleiðis duglegir við að endurnýja bíla sína í fyrra því árið 2016 var annað söluhæsta árið í bílasölu hér á landi frá upphafi. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að ef miðað er við fyrstu þrjá mánuði þessa árs stefni í metár í bílasölu. „Árið fer vel af stað, það lítur vel út. Miðað við óbreytt ástand þá förum við í sömu tölu og við vorum í árið 2016 og jafnvel gott betur“. Árið 2005 er söluhæsta ár í sölu nýrra bíla á Íslandi frá upphafi en þá voru seldir 20578 nýir bílar. Bílaleigur hafa verið fyrirferðamiklar í kaupum á nýjum bílum undanfarin ár hér á landi og til að mynda er því spáð að í sumar verði einn af hverjum tíu bílum á götum landsins bílaleigubíll. Özur segir að ef miðað er við sölu þessa árs séu bílaleigur ekki eins fyrirferðamiklar og áður. „Aukningin núna á þessum fyrstu þremur mánuðum, hún er að mestu leyti til einstaklinga og fyrirtækja. Bílaleigurnar eru líka, jú, stórar en ekki jafn stór hluti og verið hefur á undanförnum tveimur árum. Þannig að núna eru einstaklingar meira að taka við sér og endurnýja bílinn, þeir hafa verið að halda að sér höndum eiginlega alveg frá hruni. Það er stórt gat sem á eftir að stoppa í, bílasala eftir hrun datt niður í ekki neitt og var þar í nokkur ár. Það er vöntun á markaðnum, við erum með mjög gamlan bílaflota, einn elsta bílaflota í Evrópu. Það er kannski aðalástæðan,“ segir Özur Lárusson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Ef fram heldur sem horfir stefnir í metár í bílasölu. Þetta segir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins sem bendir á að salan á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi að mestu leyti verið til almennings og fyrirtækja en ekki bílaleiga. Í vikunni var sagt frá því að sala nýrra bíla hér á landi hefði aukist um 29% fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Landsmenn voru sömuleiðis duglegir við að endurnýja bíla sína í fyrra því árið 2016 var annað söluhæsta árið í bílasölu hér á landi frá upphafi. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að ef miðað er við fyrstu þrjá mánuði þessa árs stefni í metár í bílasölu. „Árið fer vel af stað, það lítur vel út. Miðað við óbreytt ástand þá förum við í sömu tölu og við vorum í árið 2016 og jafnvel gott betur“. Árið 2005 er söluhæsta ár í sölu nýrra bíla á Íslandi frá upphafi en þá voru seldir 20578 nýir bílar. Bílaleigur hafa verið fyrirferðamiklar í kaupum á nýjum bílum undanfarin ár hér á landi og til að mynda er því spáð að í sumar verði einn af hverjum tíu bílum á götum landsins bílaleigubíll. Özur segir að ef miðað er við sölu þessa árs séu bílaleigur ekki eins fyrirferðamiklar og áður. „Aukningin núna á þessum fyrstu þremur mánuðum, hún er að mestu leyti til einstaklinga og fyrirtækja. Bílaleigurnar eru líka, jú, stórar en ekki jafn stór hluti og verið hefur á undanförnum tveimur árum. Þannig að núna eru einstaklingar meira að taka við sér og endurnýja bílinn, þeir hafa verið að halda að sér höndum eiginlega alveg frá hruni. Það er stórt gat sem á eftir að stoppa í, bílasala eftir hrun datt niður í ekki neitt og var þar í nokkur ár. Það er vöntun á markaðnum, við erum með mjög gamlan bílaflota, einn elsta bílaflota í Evrópu. Það er kannski aðalástæðan,“ segir Özur Lárusson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira