Sorgmædd, gátu ekki varist blekkingum og undrast sinnuleysi erlenda ráðgjafans Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. mars 2017 06:00 Geir Haarde og Valgerður Sverrisdóttir undirrituðu kaupsamninginn fyrir hönd ríkisins. vísir/vilhelm „Þessum vel undirbúnu blekkingum gátu stjórnvöld ekki varist enda höfðu þau ekki ástæðu til að gruna kaupendur um þess háttar athæfi,“ segir Geir Haarde, sem var fjármálaráðherra þegar Búnaðarbankinn var seldur árið 2003 og tók þátt í að staðfesta kaupsamninginn. „Það er dapurlegra en orð fá lýst að nú, 14 árum síðar, skuli leitt í ljós að stjórnvöld. sem seldu þessa eign almennings í góðri trú og í samræmi við lagaheimildir, hafi verið blekkt varðandi þennan þátt málsins,“ segir Geir í skriflegu svari til Fréttablaðsins þegar hann var inntur eftir viðbrögðum. Valgerður Sverrisdóttur sem einnig sat í ríkisstjórninni, sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segist dolfallin yfir niðurstöðunni. „Já, ég er sorgmædd,“ segir Valgerður Sverrisdóttir.Undirskriftirnar á samningnum á sölunni á Búnaðarbankanum.„Ég var blekkt eins og aðrir, eins og fjölmiðlar, almenningur og aðrir. Ég er bara mest undrandi á því að þessir aðilar sem við borguðum fúlgur fjár fyrir að vera ráðgjafar, HSBC, skuli ekki hafa skoðað þetta,“ bætir Valgerður við. Hún segir það þó gott að sannleikurinn hafi verið leiddur í ljós. Valgerður segir umhugsunarefni hvort það þurfi ekki að rannsaka sölu Landsbankans líka á þessum tíma. Steingrímur J. Sigfússon var formaður VG og sat í stjórnarandstöðu á þeim tíma þegar bankinn var seldur. Hann segist ekkert geta fullyrt um það að stjórnvöld hafi vitað af blekkingunum. „Ég vil ekki ætla mönnum það að hafa haft grun sem þeir hafi bælt niður,“ segir Steingrímur. Þetta sé hins vegar þáttur sem verði að fara betur yfir. „Hvernig gat þetta farið framhjá öllum?“ segir Steingrímur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Þessum vel undirbúnu blekkingum gátu stjórnvöld ekki varist enda höfðu þau ekki ástæðu til að gruna kaupendur um þess háttar athæfi,“ segir Geir Haarde, sem var fjármálaráðherra þegar Búnaðarbankinn var seldur árið 2003 og tók þátt í að staðfesta kaupsamninginn. „Það er dapurlegra en orð fá lýst að nú, 14 árum síðar, skuli leitt í ljós að stjórnvöld. sem seldu þessa eign almennings í góðri trú og í samræmi við lagaheimildir, hafi verið blekkt varðandi þennan þátt málsins,“ segir Geir í skriflegu svari til Fréttablaðsins þegar hann var inntur eftir viðbrögðum. Valgerður Sverrisdóttur sem einnig sat í ríkisstjórninni, sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segist dolfallin yfir niðurstöðunni. „Já, ég er sorgmædd,“ segir Valgerður Sverrisdóttir.Undirskriftirnar á samningnum á sölunni á Búnaðarbankanum.„Ég var blekkt eins og aðrir, eins og fjölmiðlar, almenningur og aðrir. Ég er bara mest undrandi á því að þessir aðilar sem við borguðum fúlgur fjár fyrir að vera ráðgjafar, HSBC, skuli ekki hafa skoðað þetta,“ bætir Valgerður við. Hún segir það þó gott að sannleikurinn hafi verið leiddur í ljós. Valgerður segir umhugsunarefni hvort það þurfi ekki að rannsaka sölu Landsbankans líka á þessum tíma. Steingrímur J. Sigfússon var formaður VG og sat í stjórnarandstöðu á þeim tíma þegar bankinn var seldur. Hann segist ekkert geta fullyrt um það að stjórnvöld hafi vitað af blekkingunum. „Ég vil ekki ætla mönnum það að hafa haft grun sem þeir hafi bælt niður,“ segir Steingrímur. Þetta sé hins vegar þáttur sem verði að fara betur yfir. „Hvernig gat þetta farið framhjá öllum?“ segir Steingrímur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira